Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 14:16 Sigurjón telur sig vera með steinbítstak á Guðrúnu, að hún sé að gera lítið úr samflokksmanni Vilhjálmi Árnasyni, sem er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með því að spyrja út í Styrkjamálið. vísir/anton brink Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, sakar Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins um sjúklega þráhyggju í því sem kallað hefur verið Styrkjamálið. Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta. Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sigurjón segir Guðrúnu ítrekað koma í pontu og spyrja um mál sem þegar er til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. En þar er formaður Vilhjálmur Árnason samflokksmaður Guðrúnar. „Ég velti því fyrir mér: Er þetta sjúkleg þráhyggja þarna á bak við eða er henni ekki kunnugt um þá vinnu sem fram fer í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hefur leitt af sér að það kom í ljós að Flokkur fólksins hefur uppfyllt öll formskilyrði nema þá aðeins að hann var ekki rétt skráður í opinberum gagnagrunni?“ Guðrún fór í pontu fyrr í dag og spurði þá Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra út í „hina góðu trú“ og „skort á upplýsingum“ sem hann sagði hafa ráðið ákvörðun sinni um að Flokkur fólksins fengi 240 milljónum úthlutað þó flokkurinn væri ekki skráður sem stjórnmálaflokkur. Daði Már sagði þetta engu skipta. Sigurjón flokkar þetta sem svo að málið hafi lagst illa á sinnið á Guðrúnu. „Að öðru leyti hefur flokkurinn uppfyllt öll helstu skilyrði og ég bara átta mig ekki á því: Er þetta sambandsleysi eða er þetta sjúkleg þráhyggja að það sé verið að spyrja hér æ ofan í æ út í mál sem er verið að vinna í nefnd?“ Sigurjón sagðist vænta þess að á næstu dögum kæmi fram álit þar sem niðurstaða styrkjamálsins verði leidd til lykta.
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. 15. maí 2025 11:11