Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 15:36 Jafnaðarkonan Mette Frederiksen (t.h.) og hægrijaðarkonan Giorgia Meloni (t.v.) eru fremstar í flokki þeirra sem vilja fá aukið frelsi til að reka innflytjendur úr landi. Vísir/EPA Danmörk er á meðal níu ríkja sem kalla opinberlega eftir því að mannréttindasáttmáli Evrópu verði túlkaður öðruvísi til þess að auðvelda þeim að vísa innflytjendum sem fremja glæpi úr landi. Þau telja túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu binda hendur sína óþarflega í þeim efnum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, eru sagðar hafa haft frumkvæði að opnu bréfi þar sem kallað er eftir því að Mannréttindadómstóllinn breyti túlkun sinni á sáttmálanum í gær. Hin ríkin sem skrifuðu undir bréfið voru Austurríki, Belgía, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland. „Það er mikilvægt að meta hvort að dómstólinn hafi í sumum tilfellum látið sáttmálann ná of langt í samanburði við upphaflega ætlun hans og þar með breytt jafnvæginu á milli þeirra hagsmuna sem á að verja,“ segir í bréfinu. Túlkun MDE hafi ennfremur takmarkað getu ríkjanna til þess að taka pólitískar ákvarðanir um innflytjendastefnu sína. Sérstaklega vilja ríkin níu fá aukið frelsi til þess að vísa erlendum ríkisborgurum úr landi og að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem beiti innflytjendum sem vopni gegn þeim. Nokkur Evrópuríki hafa sakað rússnesk og hvítrússnesk stjórnvöld um að senda förufólk að landamærum þeirra til þess að skapa glundroða og ala á sundrung. Öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins eiga aðild að mannréttindasáttmálanum sem var undirritaður árið 1950. Honum er ætlað að vernda mannréttindi og grundvallarfrelsi í álfunni. Evrópusambandið Mannréttindi Danmörk Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, eru sagðar hafa haft frumkvæði að opnu bréfi þar sem kallað er eftir því að Mannréttindadómstóllinn breyti túlkun sinni á sáttmálanum í gær. Hin ríkin sem skrifuðu undir bréfið voru Austurríki, Belgía, Tékkland, Eistland, Lettland, Litháen og Pólland. „Það er mikilvægt að meta hvort að dómstólinn hafi í sumum tilfellum látið sáttmálann ná of langt í samanburði við upphaflega ætlun hans og þar með breytt jafnvæginu á milli þeirra hagsmuna sem á að verja,“ segir í bréfinu. Túlkun MDE hafi ennfremur takmarkað getu ríkjanna til þess að taka pólitískar ákvarðanir um innflytjendastefnu sína. Sérstaklega vilja ríkin níu fá aukið frelsi til þess að vísa erlendum ríkisborgurum úr landi og að grípa til aðgerða gegn ríkjum sem beiti innflytjendum sem vopni gegn þeim. Nokkur Evrópuríki hafa sakað rússnesk og hvítrússnesk stjórnvöld um að senda förufólk að landamærum þeirra til þess að skapa glundroða og ala á sundrung. Öll 46 aðildarríki Evrópuráðsins eiga aðild að mannréttindasáttmálanum sem var undirritaður árið 1950. Honum er ætlað að vernda mannréttindi og grundvallarfrelsi í álfunni.
Evrópusambandið Mannréttindi Danmörk Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira