Innlent

Mögu­leg íkveikja til rann­sóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Tveir karlmenn eru látnir eftir eldsvoða í kjallaraíbúð á Hjarðarhaga og sá þriðji er alvarlega slasaður. Samkvæmt heimildum voru bensínbrúsar inni í íbúðinni og lögregla rannsakar meðal annars hvort um íkveikju hafi verið að ræða. Við ræðum við aðstoðaryfirlögregluþjón um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna hefur aukist frá síðustu kosningum. Við förum yfir nýja könnun Maskínu.

Ræstingafólk, sem þrífur starfsstöðvar ríkisstofnana, fær ekki greitt fyrir alla þá vinnu sem það innir af hendi. Við ræðum við formann Eflingar sem segir ræstingafyrirtæki úthluta fólkinu of litlum tíma fyrir hvert verk og ekki greiða meira ef verkið tekur lengri tíma.

Þá sjáum við ótrúlegar myndir frá Mývatni þar sem varla sést til sólar vegna flugnagers. Vistfræðingur segir annað eins ekki hafa sést í rúma hálfa öld. Við kíkjum einnig í Perluna sem er nú komin í hendur nýrra eigenda og verðum í beinni frá tómri Árbæjarlaug þar sem endurbætur standa yfir.

Við hittum auk þess stjörnu Frammara sem urðu sem urðu Íslandsmeistarar í handbolta í gær í fyrsta sinn í tólf ár.

Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×