Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Aron Guðmundsson skrifar 26. maí 2025 10:32 Freyr Alexandersson og Eggert Aron Guðmundsson sóttu sigur í greipar FK Haugesund í gær Vísir/Samsett mynd Félagsleg færni Íslendinganna Freys Alexanderssonar, þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Brann í fótbolta og Eggerts Arons Guðmundssonar, leikmanns liðsins hefur vakið athygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðningsmenn Brann að njóta góðs af því eftir sigurleik í gær. Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða. Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki