Kettir teknir af eiganda sem skildi þá eftir án fóðurs og vatns Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2025 12:46 Köttunum var komið í fóstur. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Matvælastofnun hefur tekið læðu og kettlinga af kattaeiganda á suðvesturhorni landsins sem hafði skilið þá eina eftir á heimilinu án fóðurs og vatns. Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar. Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Frá þessu segir að vef stofnunarinnar þar sem farið er yfir stjórnvaldsákvarðanir í dýravelferðarmálum í síðasta mánuði. Er þar tekið fram að að auki sé bannað að skilja kettlinga yngri en sextán vikna eftir eina og án eftirlits lengur en sex klukkustundir í senn. Vegna vanrækslunnar var kattareigandinn var sviptur vörslum kattanna og þeim komið í fóstur. Fjarlægði ekki sjúka fiska Í tilkynningunni segir ennfremur að stjórnvaldssekt að upphæð hálfri milljón króna hafi verið lögð á fiskeldisfyrirtæki í suðausturumdæmi vegna brota á lögum um dýravelferð. Kemur fram að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt sé. Þá segir að sauðfjárbóndi í norðausturumdæmi hafi vanfóðrað kindur og haft of mikinn þéttleika á þeim. „Þar sem hann taldist ekki ráða einn við búið var honum tilkynnt að MAST myndi ráða vinnumann út sauðburðinn honum til aðstoðar. Þetta yrði gert á kostnað bóndans. Bóndi sviptur mjólkursöluleyfi og beittur dagsektum Bóndi í norðvesturumdæmi var sviptur mjólkursöluleyfi 4. apríl en veitt það að nýju 10. apríl eftir endurbætur. Lagðar voru dagsektir á bóndann að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja fram bætta hópaskiptingu, fóðrun, hreinleika og brynningu í uppeldi nautgripa og einnig til að draga úr þéttleika. Rekstur hestaleigu stöðvaður Rekstur hestaleigu í suðausturumdæmi var stöðvaður vegna brota á velferð hrossanna. Gerð var krafa um að horuðustu hestarnir yrðu aflífaðir innan viku eða ráðstafað til ábyrgra aðila sem Matvælastofnun viðurkenndi. Öðrum hrossum yrði ráðstafað til annarra innan 4 vikna. Dagsektir ákveðnar til að knýja fram úrbætur í dýravelferð Nautgripabóndi í norðausturumdæmi braut á velferð dýranna. Fóðrun og brynningu ábótavant og einnig skjóli. Lagðar voru á hann dagsektir að upphæð 10.000 kr. á dag til að knýja á um úrbætur,“ segir í tilkynningunni á vef Matvælastofnunar.
Dýr Kettir Gæludýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira