Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2025 16:27 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hefur beðið kollega sína í öldungadeildinni um að gera litlar ef einhverjar breytingar á „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarpinu. Trump hefur grafið undan þeirri beiðni. AP/Rod Lamkey, Jr. Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði sagt að það vildi hann ekki, vegna þess hver erfitt honum reyndist að smala saman nægilega mörgum atkvæðum til að koma frumvarpinu gegnum þingið. „Ef það var þeim ekki augljóst, vil ég að þeir viti að jafnvægið sem við mynduðum er mjög viðkvæmt,“ sagði Johnson eftir atkvæðagreiðsluna í síðustu viku og beindi hann orðum sínum að kollegum sínum í öldungadeildinni. „Ég vona og hvet þá til að eiga eins lítið við þetta frumvarp og mögulegt er.“ Frumvarpið fer fyrir öldungadeildina þegar þingmenn hennar koma saman í næstu viku og þaðan aftur til fulltrúadeildarinnar, áður en frumvarpið endar á skrifborði Trumps í Hvíta húsinu til undurritunnar. .@SpeakerJohnson warns senators about making changes to President Trump's tax and spending cut bill: "It's best not to meddle with it too much." pic.twitter.com/SsBPUkYsev— State of the Union (@CNNSOTU) May 25, 2025 Í gær sagði Trump að hann ætti von á því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vildu gera breytingar á frumvarpinu og það vildi hann einnig sjálfur. „Það fer svo aftur fyrir fulltrúadeildina og við munum sjá hvort við getum náð þeim,“ sagði Trump í gær um þingmenn Repúblikanaflokksins, samkvæmt frétt Punchbowl News. „Í einhverjum tilfellum gætu þessar breytingar orðið eitthvað sem ég væri hlynntur, ef ég á að segja eins og er. Ég held þeir muni gera breytingar. Sumar verða smávægilegar, sumar verða nokkuð stórar.“ Trump hefur einnig kallað eftir því að Repúblikanar vinni hratt að því að klára frumvarpið. Meira fyrir ríka, minna fyrir fátæka Til að koma frumvarpinu gegn fulltrúadeildina þurfti Johnson, með aðstoð Trumps, að eiga í umfangsmiklum viðræðum við þingmenn Repúblikanaflokksins. Margir voru mótfallnir frumvarpinu af mörgum ástæðum. Eins og farið hefur verið yfir er hryggjarstykkið í frumvarpinu skattalækkun fyrir auðuga og niðurskurður til velferðarmála. Heilt yfir er talið að verði það að lögum muni rekstrarhalli Bandaríkjanna aukast til muna á næstu árum. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Samkvæmt frétt Washington Post áætla sérfræðingar CBO að frumvarpið muni leiða til þess að auðugustu íbúar Bandaríkjanna hagnist og að hinir fátækustu verði fátækari. Frumvarpið var samþykkt með einungis eins atkvæðis mun en þingmaður Demókrataflokksins dó nýverið og gat ekki greitt atkvæði gegn því. Mikið var deilt um frumvarpið í fulltrúadeildinni þar sem harðlínumenn voru mjög ósáttir með aukin rekstrarhalla og lítinn niðurskurð. Þeir vildu mun meiri niðurskurð og höfðu heitið því að standa í vegi frumvarpsins. Sjá einnig: Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Aðrir þingmenn, sem gætu talist nær miðjunni og eru í kjördæmum sem sveiflast milli flokka, vildu ekki mikinn niðurskurð. Vilja meiri niðurskurð Þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hafa sagst vilja gera breytingar á frumvarpinu og hafa þeir nú fengið leyfi frá Trump til að gera það. Öldungadeildin kemur, eins og áður hefur komið fram, ekki saman fyrr en í næstu viku en Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Wisconsin, sagði í sjóvarpsviðtali í gær að hann hefði nægan stuðning innan þingflokksins til að koma í veg fyrir að fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt í núverandi mynd. Í viðtalinu sagði Johnson að hann og félagar hans væru tilbúnir til að standa í vegi frumvarpsins þar til „forsetinn lítur alvarlega til þess að draga úr fjárútlátum og rekstrarhallanum“. .@RonJohnsonWI says the House tax and spending cut bill is mortgaging American children's future: "It's immoral. It's wrong. It has to stop." pic.twitter.com/rd0Gnanxlt— State of the Union (@CNNSOTU) May 25, 2025 Rand Paul, þingmaður flokksins frá Kenntucky, hefur slegið á svipaða strengi. Paul sagði í gær, samkvæmt frétt New York Times, að frumvarpið frá fulltrúadeildinni væri engan veginn nægilegt þegar kæmi að niðurskurði. Repúblikanar standa frammi fyrir því að án breytinga vilji öludungadeildarþingmenn ekki samþykkja það. Verði gerðar miklar breytingar á því í öldungadeildinni, er líklegt að erfitt yrði að fá það samþykkt aftur í fulltrúadeildinni. Óttast áhrif á kosningar Deilurnar snúast meðal annars um skattafrádrátt sem kallast SALT. Í einföldu máli sagt, gerir SALT tekjuhærra fólki kleift að telja skatta sem greiddir eru til sveitarfélaga og tiltekinna ríkja, eins og fasteignaskatt, til niðurgreiðslu þegar kemur að sköttum til alríkisins. Þetta notar auðugra fólk mun meira en aðrir. Margir innan Repúblikanaflokksins líta á þennan frádrátt sem niðurgreiðslu til auðugri ríkja Bandaríkjanna, þar sem Demókrötum vegnar oft betur en Repúblikönum. Frádrátturinn er takmarkaður við tíu þúsund dali, eftir að Trump skrifaði undir frumvarp þar að lútandi á síðasta kjörtímabili sínu. Þetta nýjasta frumvarp fellur þá takmörkun úr gildi. Margir Repúblikanar vilja einnig fara í meiri niðurskurð á velferðarmálum en aðrir óttast að það myndi koma verulega niður á flokknum í þingkosningum næsta árs. Áhrifamenn innan Demókrataflokksins hafa lýst fjárlagafrumvarpinu sem pólitískri gjöf fyrir flokkinn. Demókratar muni geta hamrað á Repúblikönum með einföldum yfirlýsingum um skattaafslætti fyrir hina ríku og minni heilbrigðisþjónustu fyrir hina fátæku. Þessu hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins einnig varað við. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði sagt að það vildi hann ekki, vegna þess hver erfitt honum reyndist að smala saman nægilega mörgum atkvæðum til að koma frumvarpinu gegnum þingið. „Ef það var þeim ekki augljóst, vil ég að þeir viti að jafnvægið sem við mynduðum er mjög viðkvæmt,“ sagði Johnson eftir atkvæðagreiðsluna í síðustu viku og beindi hann orðum sínum að kollegum sínum í öldungadeildinni. „Ég vona og hvet þá til að eiga eins lítið við þetta frumvarp og mögulegt er.“ Frumvarpið fer fyrir öldungadeildina þegar þingmenn hennar koma saman í næstu viku og þaðan aftur til fulltrúadeildarinnar, áður en frumvarpið endar á skrifborði Trumps í Hvíta húsinu til undurritunnar. .@SpeakerJohnson warns senators about making changes to President Trump's tax and spending cut bill: "It's best not to meddle with it too much." pic.twitter.com/SsBPUkYsev— State of the Union (@CNNSOTU) May 25, 2025 Í gær sagði Trump að hann ætti von á því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins vildu gera breytingar á frumvarpinu og það vildi hann einnig sjálfur. „Það fer svo aftur fyrir fulltrúadeildina og við munum sjá hvort við getum náð þeim,“ sagði Trump í gær um þingmenn Repúblikanaflokksins, samkvæmt frétt Punchbowl News. „Í einhverjum tilfellum gætu þessar breytingar orðið eitthvað sem ég væri hlynntur, ef ég á að segja eins og er. Ég held þeir muni gera breytingar. Sumar verða smávægilegar, sumar verða nokkuð stórar.“ Trump hefur einnig kallað eftir því að Repúblikanar vinni hratt að því að klára frumvarpið. Meira fyrir ríka, minna fyrir fátæka Til að koma frumvarpinu gegn fulltrúadeildina þurfti Johnson, með aðstoð Trumps, að eiga í umfangsmiklum viðræðum við þingmenn Repúblikanaflokksins. Margir voru mótfallnir frumvarpinu af mörgum ástæðum. Eins og farið hefur verið yfir er hryggjarstykkið í frumvarpinu skattalækkun fyrir auðuga og niðurskurður til velferðarmála. Heilt yfir er talið að verði það að lögum muni rekstrarhalli Bandaríkjanna aukast til muna á næstu árum. Hin hlutlausa stofnun Congressional Budget Office er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna. Stofnunin fer yfir lagafrumvörp og metur áhrif þeirra og mögulegan kostnað. Samkvæmt frétt Washington Post áætla sérfræðingar CBO að frumvarpið muni leiða til þess að auðugustu íbúar Bandaríkjanna hagnist og að hinir fátækustu verði fátækari. Frumvarpið var samþykkt með einungis eins atkvæðis mun en þingmaður Demókrataflokksins dó nýverið og gat ekki greitt atkvæði gegn því. Mikið var deilt um frumvarpið í fulltrúadeildinni þar sem harðlínumenn voru mjög ósáttir með aukin rekstrarhalla og lítinn niðurskurð. Þeir vildu mun meiri niðurskurð og höfðu heitið því að standa í vegi frumvarpsins. Sjá einnig: Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Aðrir þingmenn, sem gætu talist nær miðjunni og eru í kjördæmum sem sveiflast milli flokka, vildu ekki mikinn niðurskurð. Vilja meiri niðurskurð Þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hafa sagst vilja gera breytingar á frumvarpinu og hafa þeir nú fengið leyfi frá Trump til að gera það. Öldungadeildin kemur, eins og áður hefur komið fram, ekki saman fyrr en í næstu viku en Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Wisconsin, sagði í sjóvarpsviðtali í gær að hann hefði nægan stuðning innan þingflokksins til að koma í veg fyrir að fjárlagafrumvarpið yrði samþykkt í núverandi mynd. Í viðtalinu sagði Johnson að hann og félagar hans væru tilbúnir til að standa í vegi frumvarpsins þar til „forsetinn lítur alvarlega til þess að draga úr fjárútlátum og rekstrarhallanum“. .@RonJohnsonWI says the House tax and spending cut bill is mortgaging American children's future: "It's immoral. It's wrong. It has to stop." pic.twitter.com/rd0Gnanxlt— State of the Union (@CNNSOTU) May 25, 2025 Rand Paul, þingmaður flokksins frá Kenntucky, hefur slegið á svipaða strengi. Paul sagði í gær, samkvæmt frétt New York Times, að frumvarpið frá fulltrúadeildinni væri engan veginn nægilegt þegar kæmi að niðurskurði. Repúblikanar standa frammi fyrir því að án breytinga vilji öludungadeildarþingmenn ekki samþykkja það. Verði gerðar miklar breytingar á því í öldungadeildinni, er líklegt að erfitt yrði að fá það samþykkt aftur í fulltrúadeildinni. Óttast áhrif á kosningar Deilurnar snúast meðal annars um skattafrádrátt sem kallast SALT. Í einföldu máli sagt, gerir SALT tekjuhærra fólki kleift að telja skatta sem greiddir eru til sveitarfélaga og tiltekinna ríkja, eins og fasteignaskatt, til niðurgreiðslu þegar kemur að sköttum til alríkisins. Þetta notar auðugra fólk mun meira en aðrir. Margir innan Repúblikanaflokksins líta á þennan frádrátt sem niðurgreiðslu til auðugri ríkja Bandaríkjanna, þar sem Demókrötum vegnar oft betur en Repúblikönum. Frádrátturinn er takmarkaður við tíu þúsund dali, eftir að Trump skrifaði undir frumvarp þar að lútandi á síðasta kjörtímabili sínu. Þetta nýjasta frumvarp fellur þá takmörkun úr gildi. Margir Repúblikanar vilja einnig fara í meiri niðurskurð á velferðarmálum en aðrir óttast að það myndi koma verulega niður á flokknum í þingkosningum næsta árs. Áhrifamenn innan Demókrataflokksins hafa lýst fjárlagafrumvarpinu sem pólitískri gjöf fyrir flokkinn. Demókratar muni geta hamrað á Repúblikönum með einföldum yfirlýsingum um skattaafslætti fyrir hina ríku og minni heilbrigðisþjónustu fyrir hina fátæku. Þessu hafa áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins einnig varað við.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent