„Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2025 19:01 Helga Vala Helgadóttir lögmaður Oscars. Vísir/Bjarni Helga Vala Helgadóttir lögmaður hins sautján ára Oscars sem til stendur að vísa úr landi hafnar fullyrðingum Útlendingastofnunar um að drengurinn hafi fengið efnislega meðferð. Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“ Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála birti í dag úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Þar segir að ljóst sé að honum verði veitt móttaka barnaverndaryfirvalda í Kólumbíu og að ekki hafi verið sýnt fram á að drengurinn sæti ofsóknum í heimalandinu. Hann uppfylli því ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Þá segir í úrskurðinum að Oscar hafi sjálfur kosið að tjá sig ekki um aðstæður í Kólumbíu eftir að hann var sendur aftur þangað í október 2024 nema að takmörkuðu leyti. Gögn úr viðtali hans við barnavernd þar sem hann lýsi ofbeldi í sinn garð hafi því ekki verið send til kærunefndar. Helga Vala, lögmaður hans segir það ekki allskostar rétt. „Hann hinsvegar óskaði eftir því að smáatriði úr viðtali sem var tekið við hann í Barnahúsi yrðu ekki send beint til kærunefndar einfaldlega vegna þess að gögn sem fara til kærunefndar eru opinber gögn, þar að segja þau eru birt í úrskurðum og Oscar á hérna vini og hann er sautján ára, hann á stóran vinahóp af ungmennum og það sem er birt um hann það fer í fjölmiðla sem allir geta lesið.“ Megininntak viðtalsins hafi í raun farið til kærunefndar í gegnum greinargerð Barnaverndar Suðurnesja. Útlendingastofnun sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að mál Oscars hefði ekki hlotið efnislega meðferð. Lögmaður hans segir það hinsvegar vera staðreynd að hann hafi ekki fengið efnislega meðferð. Oscar hafi ekki fengið að leggja inn nýja umsókn eftir að hann kom til Íslands í seinna skiptið. „Og það að stjórnvöld ákveðið að það að hann komi hingað fylgdarlaus eftir að hafa verið droppað út á flugvellinum í Kólumbíu af íslenskum stjórnvöldum og skilinn þar eftir í október síðastliðnum, að það séu ekki nýjar aðstæður, það er óskiljanlegt og ég treysti því að dómstólar snúi því við.“
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Kólumbía Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira