„Hann er að leika sér að eldinum!“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2025 16:11 Donald Trump og Vladimír Pútín. AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. Trump lýsti yfir óánægju sinni með Pútín um helgina og sagði meðal annars að Pútín væri „genginn af göflunum“. Þá sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann væri að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi að svo væri. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump um Pútín á sunnudaginn. Sjá einnig: Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Trump bætti svo í um miðjand dag með nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Þar skrifaði hann að Pútín væri að leika sér að eldinum. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR. Hann er að leika sér að eldinum!“ Þó Trump hafi ef til vill ekki tekið svo djúpt í árina áður hefur hann ítrekað sagt að hann sé að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, án þess þó að af því verði. Þessi nýjustu ummæli benda til þess að Trump hafi staðið í vegi refsiaðgerða gegn Rússlandi en frumvarp um hertar aðgerðir hefur þegar verið samið í öldungadeildinni. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem sagðir eru þekkja til þankagangs Trumps að hann sé raunverulega pirraður yfir umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu og erfiðleikum við að fá Pútín að samningaborðinu. Ekki er verið að skoða frekari aðgerðir gegn rússneskum bönkum en annarskonar þvinganir eru til skoðunar sem meðal annars yrði ætlað að fá Rússa til að samþykkja loks almennt þrjátíu daga vopnahlé. Það hefur Trump reynt að fá Pútín til að samþykkja um nokkuð skeið en án árangurs. Heimildarmenn WSJ segja enga ákvörðun hafa verið tekna og að Trump gæti jafnvel ákveðið að herða ekki refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann er einnig sagður þreyttur á hægagangi með viðræður. Fari þær ekki að ganga upp komi til greina að hann stígi alfarið frá samningaborðinu og þvoi hendur sínar af viðræðunum. Trump, sem hét því í kosningabaráttunni í fyrra, að binda fljótt enda á átökin eftir innrás Rússa í Úkraínu, og hans embættismenn hafa einnig gefið til kynna að Bandaríkin gætu hætt að styðja Úkraínumenn. Það að Trump þvoi hendur sínar af átökunum og hætti að styðja Úkraínu yrði gífurlega mikill sigur fyrir Pútín og hernað Rússa í Úkraínu. Taldi gott samband við Pútín duga til Samkvæmt WSJ hefur Trump staðið í þeirri trú að refsiaðgerðir myndu ekki koma niður á getu Rússa til að halda hernaðinum áfram og að þær myndu koma niður á viðleitni hans til að bæta viðskiptasamband ríkjanna. Þá er Trump sagður hafa talið að persónulegt samband hans við Pútín myndu duga til þess að koma á friði. Að Pútín myndi binda enda á stríðið sem persónulegan greiða við Trump. Trump talaði við Pútín í síma á dögunum en þá neitaði Pútin alfarið að koma til móts við Trump og hafnaði vopnahléi. Þetta segja heimildarmenn WSJ að hafi Trump verið ósáttur við. Eftir símtalið sagði Trump við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, og evrópska leiðtoga að hann teldi að Pútín vildi ekki frið. Trump er einnig sagður hafa gert ljóst að hann hefði engan áhuga á frekari aðgerðum gegn Rússum eða á að reyna að þrýsta á Pútin. Kunnulegt mynstur Trump hefur lengi sagt að samband hans og Pútíns sé einkar gott og gagnrýni hans í garð rússneska forsetans um helgina var ekki í fyrsta sinn sem Trump slær á svipaða strengi vegna árása Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur Trump aldrei tengt árásirnar við þá ákvörðun hans að ganga ekki til liðs við ríki Evrópu varðandi frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þarna hefur, samkvæmt sérfræðingum og embættismönnum sem rætt var við, myndast ákveðið mynstur þar sem Trump kvartar yfir árásum Rússa en hefur ekki verið viljugur til að láta Pútín gjalda fyrir þær með nokkrum hætti. Trump gefi til kynna að hann hafi ekki áhuga á að koma með nokkrum hætti að þessum átökum og kalli þau evrópskt stríð sem hefði aldrei átt sér stað ef hann hefði verið við völd og lýsi svo yfir hneykslan á því að Pútín bregðist við með endurteknum kröfum sem fela í sér uppgjöf Úkraínumanna. Í kjölfarið segist Trump íhuga hertar refsiaðgerðir en geri það svo ekki. Í grein NYT er farið yfir það hvernig Trump hefur ítrekað gripið til aðgerða sem þykja Rússum í hag. Hann hefur til að mynda stöðvað vinnu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna varðandi skrásetningu og vísbendingaöflun vegna stríðsglæpa Rússa í Úkraínu. Hann hefur komið í veg fyrir að Bandaríkin greiði atkvæði með fordæmingu innrásar Rússa í Úkraínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og tóku Bandaríkin þess í stað afstöðu með ríkjum eins og Norður-Kóreu. Aðrir hafa reynt að vinna með Pútín Trump er alls ekki fyrsti bandaríski forsetinn sem telur sig geta unnið með Pútín. Það gerði George W. Bush árið 2001 þegar hann sagðist hafa horft djúpt í augu Pútíns, inn í sál hans, og komist þeirri niðurstöðu að Pútín væri undanbragðalaus og áreiðanlegur. Áður en Bush fór úr Hvíta húsinu, eða árið 2008, réðst Pútín inn í Georgíu. Barack Obama lýsti því sömuleiðis yfir árið 2009 að hann vildi „endurstilla“ samband Bandaríkjanna og Rússlands. Leiðtogar ríkja Austur-Evrópu biðluðu til Obama og báðu hann um að gleyma ekki lexíum fortíðarinnar. Ekki mætti gleyma innrás Rússa í Georgíu en Rússum hafði aldrei verið refsað fyrir hana að nokkru leyti. Obama heimsótti svo Rússland árið 2010. Endurstilling hans fór þó ekki betur en svo að árið 2014 réðust Rússar inn í annað nágrannaríki þeirra, Úkraínu. Lögðu undir sig Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Tilbúnir með frumvarp Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, með Lindsey Graham í broddi fylkingar, hafa samið frumvarp um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn sölu Rússa á olíu og gasi, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi. Graham segir 82 aðra þingmenn af hundrað hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Líklegt er að frumvarpið myndi einnig vera samþykkt í fulltrúadeildinni en með 83 þingmenn í öldungadeildinni gæti þingið gert frumvarpið að lögum án þess að Trump þurfi að skrifa undir það. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru á dögunum kaupir Kína um 47 prósent af þeirri olíu sem Rússar selja úr landi. Indland kaupir 38 prósent og Evrópusambandið og Tyrkland sitt hvor sex prósentin. Þegar kemur að jarðgasi kaupa ríki innan Evrópusambandsins um helming af því gasi sem Rússar selja úr landi. Ríki Evrópusambandsins hafa varið meiri peningum í olíu og gas frá Rússlandi en þau hafa varið til aðstoðar Úkraínu gegn innrás Rússa. Áætlað er að um helmingur tekna rússneska ríkisins séu til komnar vegna sölu olíu og gass. Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. 25. maí 2025 09:42 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Trump lýsti yfir óánægju sinni með Pútín um helgina og sagði meðal annars að Pútín væri „genginn af göflunum“. Þá sagði Trump þegar hann var spurður hvort hann væri að íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi að svo væri. „Ég veit ekki hvern fjandinn kom fyrir hann,“ sagði Trump um Pútín á sunnudaginn. Sjá einnig: Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Trump bætti svo í um miðjand dag með nýrri færslu á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli. Þar skrifaði hann að Pútín væri að leika sér að eldinum. „Það sem Vladimír Pútín veit ekki er að ef ekki væri fyrir mig, væru allskonar slæmir hlutir að gerast í Rússlandi og ég meina VIRKILEGA SLÆMIR. Hann er að leika sér að eldinum!“ Þó Trump hafi ef til vill ekki tekið svo djúpt í árina áður hefur hann ítrekað sagt að hann sé að íhuga hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, án þess þó að af því verði. Þessi nýjustu ummæli benda til þess að Trump hafi staðið í vegi refsiaðgerða gegn Rússlandi en frumvarp um hertar aðgerðir hefur þegar verið samið í öldungadeildinni. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum sem sagðir eru þekkja til þankagangs Trumps að hann sé raunverulega pirraður yfir umfangsmiklum árásum Rússa á Úkraínu og erfiðleikum við að fá Pútín að samningaborðinu. Ekki er verið að skoða frekari aðgerðir gegn rússneskum bönkum en annarskonar þvinganir eru til skoðunar sem meðal annars yrði ætlað að fá Rússa til að samþykkja loks almennt þrjátíu daga vopnahlé. Það hefur Trump reynt að fá Pútín til að samþykkja um nokkuð skeið en án árangurs. Heimildarmenn WSJ segja enga ákvörðun hafa verið tekna og að Trump gæti jafnvel ákveðið að herða ekki refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Hann er einnig sagður þreyttur á hægagangi með viðræður. Fari þær ekki að ganga upp komi til greina að hann stígi alfarið frá samningaborðinu og þvoi hendur sínar af viðræðunum. Trump, sem hét því í kosningabaráttunni í fyrra, að binda fljótt enda á átökin eftir innrás Rússa í Úkraínu, og hans embættismenn hafa einnig gefið til kynna að Bandaríkin gætu hætt að styðja Úkraínumenn. Það að Trump þvoi hendur sínar af átökunum og hætti að styðja Úkraínu yrði gífurlega mikill sigur fyrir Pútín og hernað Rússa í Úkraínu. Taldi gott samband við Pútín duga til Samkvæmt WSJ hefur Trump staðið í þeirri trú að refsiaðgerðir myndu ekki koma niður á getu Rússa til að halda hernaðinum áfram og að þær myndu koma niður á viðleitni hans til að bæta viðskiptasamband ríkjanna. Þá er Trump sagður hafa talið að persónulegt samband hans við Pútín myndu duga til þess að koma á friði. Að Pútín myndi binda enda á stríðið sem persónulegan greiða við Trump. Trump talaði við Pútín í síma á dögunum en þá neitaði Pútin alfarið að koma til móts við Trump og hafnaði vopnahléi. Þetta segja heimildarmenn WSJ að hafi Trump verið ósáttur við. Eftir símtalið sagði Trump við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, og evrópska leiðtoga að hann teldi að Pútín vildi ekki frið. Trump er einnig sagður hafa gert ljóst að hann hefði engan áhuga á frekari aðgerðum gegn Rússum eða á að reyna að þrýsta á Pútin. Kunnulegt mynstur Trump hefur lengi sagt að samband hans og Pútíns sé einkar gott og gagnrýni hans í garð rússneska forsetans um helgina var ekki í fyrsta sinn sem Trump slær á svipaða strengi vegna árása Rússa á óbreytta borgara í Úkraínu. Eins og fram kemur í grein New York Times hefur Trump aldrei tengt árásirnar við þá ákvörðun hans að ganga ekki til liðs við ríki Evrópu varðandi frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þarna hefur, samkvæmt sérfræðingum og embættismönnum sem rætt var við, myndast ákveðið mynstur þar sem Trump kvartar yfir árásum Rússa en hefur ekki verið viljugur til að láta Pútín gjalda fyrir þær með nokkrum hætti. Trump gefi til kynna að hann hafi ekki áhuga á að koma með nokkrum hætti að þessum átökum og kalli þau evrópskt stríð sem hefði aldrei átt sér stað ef hann hefði verið við völd og lýsi svo yfir hneykslan á því að Pútín bregðist við með endurteknum kröfum sem fela í sér uppgjöf Úkraínumanna. Í kjölfarið segist Trump íhuga hertar refsiaðgerðir en geri það svo ekki. Í grein NYT er farið yfir það hvernig Trump hefur ítrekað gripið til aðgerða sem þykja Rússum í hag. Hann hefur til að mynda stöðvað vinnu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna varðandi skrásetningu og vísbendingaöflun vegna stríðsglæpa Rússa í Úkraínu. Hann hefur komið í veg fyrir að Bandaríkin greiði atkvæði með fordæmingu innrásar Rússa í Úkraínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og tóku Bandaríkin þess í stað afstöðu með ríkjum eins og Norður-Kóreu. Aðrir hafa reynt að vinna með Pútín Trump er alls ekki fyrsti bandaríski forsetinn sem telur sig geta unnið með Pútín. Það gerði George W. Bush árið 2001 þegar hann sagðist hafa horft djúpt í augu Pútíns, inn í sál hans, og komist þeirri niðurstöðu að Pútín væri undanbragðalaus og áreiðanlegur. Áður en Bush fór úr Hvíta húsinu, eða árið 2008, réðst Pútín inn í Georgíu. Barack Obama lýsti því sömuleiðis yfir árið 2009 að hann vildi „endurstilla“ samband Bandaríkjanna og Rússlands. Leiðtogar ríkja Austur-Evrópu biðluðu til Obama og báðu hann um að gleyma ekki lexíum fortíðarinnar. Ekki mætti gleyma innrás Rússa í Georgíu en Rússum hafði aldrei verið refsað fyrir hana að nokkru leyti. Obama heimsótti svo Rússland árið 2010. Endurstilling hans fór þó ekki betur en svo að árið 2014 réðust Rússar inn í annað nágrannaríki þeirra, Úkraínu. Lögðu undir sig Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Tilbúnir með frumvarp Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, með Lindsey Graham í broddi fylkingar, hafa samið frumvarp um umfangsmiklar refsiaðgerðir gegn sölu Rússa á olíu og gasi, sem er helsta tekjulind rússneska ríkisins. Samkvæmt frumvarpinu myndu Bandaríkin setja fimm hundruð prósenta toll á vörur frá öllum ríkjum sem kaupa olíu og/gas frá Rússlandi. Graham segir 82 aðra þingmenn af hundrað hafa lýst yfir stuðningi við frumvarpið. Líklegt er að frumvarpið myndi einnig vera samþykkt í fulltrúadeildinni en með 83 þingmenn í öldungadeildinni gæti þingið gert frumvarpið að lögum án þess að Trump þurfi að skrifa undir það. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtar voru á dögunum kaupir Kína um 47 prósent af þeirri olíu sem Rússar selja úr landi. Indland kaupir 38 prósent og Evrópusambandið og Tyrkland sitt hvor sex prósentin. Þegar kemur að jarðgasi kaupa ríki innan Evrópusambandsins um helming af því gasi sem Rússar selja úr landi. Ríki Evrópusambandsins hafa varið meiri peningum í olíu og gas frá Rússlandi en þau hafa varið til aðstoðar Úkraínu gegn innrás Rússa. Áætlað er að um helmingur tekna rússneska ríkisins séu til komnar vegna sölu olíu og gass.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28 Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. 25. maí 2025 09:42 Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24 Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42 „Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Norðurlöndin standi saman vörð um alþjóðalög Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála. 26. maí 2025 14:28
Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Minnst tólf létust, þar af þrjú börn, og fjöldi særðist í loftárásum Rússlandshers víða um Úkraínu í nótt. Árásirnar voru þær umfangsmestu frá upphafi stríðs. 25. maí 2025 09:42
Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Hátt í tvö hundruð skip úr svonefndum „skuggaflota“ sem Rússar nota til þess að komast í kringum vestrænar viðskiptatakmarkanir eru meginskotmark nýrra refsiaðgerða sem evrópskir bandamenn Úkraínu lögðu á í dag. Ekkert miðar í friðarátt þrátt fyrir símtal forseta Bandaríkjanna og Rússlands í gær. 20. maí 2025 14:24
Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Viðræðunum milli úkraínskra og rússneskra erindreka í Istanbúl í Tyrklandi er lokið, innan við tveimur tímum eftir að þær hófust. Rússar eru sagðir hafa lagt fram mjög umfangsmiklar kröfur sem Úkraínumenn gætu ekki sætt sig við. 16. maí 2025 13:42
„Rússland vill augljóslega stríð“ Kaja Kallas, yfirmaður utanríkis- og öryggismála Evrópusambandsins, telur ljóst að Rússar hafi ekki áhuga á að semja um frið í Úkraínu og segir nauðsynlegt að halda áfram að setja enn meiri þrýsting á Rússa með frekari viðskiptaþvingunum. Þá sé áhyggjuefni að evrópsk fyrirtæki leiti sum leiða til að komast hjá viðskiptaþvingunum og haldi áfram að eiga viðskipti við Rússa, þvert á reglur um viðskiptaþvinganir. 16. maí 2025 10:45