Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar