Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2025 15:27 Háværar kröfur eru uppi um að norsk stjórnvöld láti þjóðarsjóð landsins sniðganga fyrirtæki sem stunda viðskipti á palestínskum landsvæðum sem Ísraelar hersitja. Vísir/EPA Meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins hafnar því að skipa olíusjóði landsins að sniðganga fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu á hernumdu svæðunum í Palestínu. Aðeins megi sniðganga fyrirtæki sem tengja megi beint við brot á alþjóðalögum. Stuðningssamtök Palestínumanna hafa kallað eftir því að norsk stjórnvöld beiti þjóðarsjóðnum til þess að setja þrýsting á Ísraelsmenn vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Alþjóðasakamáladómstóllinn lýsti hernám Ísraela á landi Palestínumanna ólöglegt í fyrra. Þessu hafnar meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins sem er nú í árlegri yfirferð sinni yfir störf olíusjóðsins. Hann telur að ekki sé hægt að leggja allsherjarbann við fjárfestingum sjóðsins í ísraelskum fyrirtækjum eða fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu á hernumdu svæðunum. „En ef við erum að tala um ákveðnar vörur, til dæmis fyrir eftirlit, sem eru framleiddar sérstaklega fyrir þarfir ísraelskra landtökumanna er það allt önnur saga,“ segir heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan nefndarinnar. Búist er við því að þingmenn greiði atkvæði um mögulega sniðgöngu eftir flokkslínum þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Útiloka þegar ellefu ísraelsk fyrirtæki Olíusjóðurinn átti hluti í 65 ísraelskum fyrirtækjum að andvirði um tveggja milljarða dollara við lok síðasta árs. Það er 0,1 prósent af heildarfjárfestingum sjóðsins sem er sá umsvifamesti í heimi. Margir líta því til stefnu hans um siðferðislegar fjárfestingar. Sjóðurinn útilokar nú þegar fjárfestingar í ellefu fyrirtækjum á þeim forsendum að þau taki þátt í hernámi Ísraelsmanna. Síðast bættist ísraeska bensínstöðvakeðjan Paz við þann lista fyrr í þessum mánuði. Yrði blátt bann lagt við fjárfestingum sjóðsins í fyrirtækjum sem stunda viðskipti á hernumdum svæðum þyrfti hann að selja milljarða dollara eignarhluti í stórum vestrænum fyrirtækjum. Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Sjá meira
Stuðningssamtök Palestínumanna hafa kallað eftir því að norsk stjórnvöld beiti þjóðarsjóðnum til þess að setja þrýsting á Ísraelsmenn vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni. Alþjóðasakamáladómstóllinn lýsti hernám Ísraela á landi Palestínumanna ólöglegt í fyrra. Þessu hafnar meirihluti fjárlaganefndar norska þingsins sem er nú í árlegri yfirferð sinni yfir störf olíusjóðsins. Hann telur að ekki sé hægt að leggja allsherjarbann við fjárfestingum sjóðsins í ísraelskum fyrirtækjum eða fjölþjóðlegum fyrirtækjum sem selja vörur eða þjónustu á hernumdu svæðunum. „En ef við erum að tala um ákveðnar vörur, til dæmis fyrir eftirlit, sem eru framleiddar sérstaklega fyrir þarfir ísraelskra landtökumanna er það allt önnur saga,“ segir heimildarmaður Reuters-fréttastofunnar innan nefndarinnar. Búist er við því að þingmenn greiði atkvæði um mögulega sniðgöngu eftir flokkslínum þegar málið kemur til atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Útiloka þegar ellefu ísraelsk fyrirtæki Olíusjóðurinn átti hluti í 65 ísraelskum fyrirtækjum að andvirði um tveggja milljarða dollara við lok síðasta árs. Það er 0,1 prósent af heildarfjárfestingum sjóðsins sem er sá umsvifamesti í heimi. Margir líta því til stefnu hans um siðferðislegar fjárfestingar. Sjóðurinn útilokar nú þegar fjárfestingar í ellefu fyrirtækjum á þeim forsendum að þau taki þátt í hernámi Ísraelsmanna. Síðast bættist ísraeska bensínstöðvakeðjan Paz við þann lista fyrr í þessum mánuði. Yrði blátt bann lagt við fjárfestingum sjóðsins í fyrirtækjum sem stunda viðskipti á hernumdum svæðum þyrfti hann að selja milljarða dollara eignarhluti í stórum vestrænum fyrirtækjum.
Noregur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Sjá meira