Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. maí 2025 20:30 George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, er jafnframt fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands. Vísir/Stefán Ísland ætti að hætta að beita gæsluvarðhaldsfanga einangrunarvistun að sögn sjálfstæðs sérfræðings Sameinuðu þjóðanna, sem hvetur íslensk stjórnvöld einnig til að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi farenda. Að öðru leyti sé Ísland í fremstu röð í erlendum samanburði hvað varðar mannréttindi og lýðræði. Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“ Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Síðustu tíu daga hefur George Katrougalos, sjálfstæður sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna um eflingu lýðræðislegrar og réttlátrar alþjóðasamfélagsgerðar, verið í opinberri heimsókn á Íslandi en hann starfar í umboði Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Ráðið heldur úti eftirliti með stöðu mannréttindamála en markmið heimsóknarinnar var að meta hvernig Ísland stendur sig með tilliti til þess að stuðla að réttlátu, sanngjörnu og lýðræðislegu alþjóðakerfi. Þótt Ísland komi að mestu leyti afar vel út í erlendum samanburði segir Katrougalos að við blasi við ákveðnar áskoranir. „Það eru áskoranir sem tengjast velgengni. Velferðarkerfi ykkar er mjög þróað og þið eruð brautryðjendur í jafnréttismálum. Nú standið þið frammi fyrir nýjum áskorunum, svo sem hatursorðræðu, og þrýstingi vegna innflytjendamála og fasteignabólu,“ nefnir Katrougalos meðal annars. Fettir fingur út í einangrunarvistun Katrougalos, sem jafnframt er fyrrverandi utanríkisráðherra Grikklands, hefur meðal annars fundað með fulltrúum stjórnvalda og frjálsra félagasamtaka í heimsókninni. „Sum þeirra hafa bent á að á meðan rannsókn máls stendur yfir eru þeir sem bíða réttarhalda hafðir í einangrunarvist. Þetta er óvenjulegt, einmitt vegna þess að venjulega telst slík einangrun til agaviðurlaga fyrir fanga sem hegða sér illa. Þetta getur haft sálræn áhrif á þá sem eru þannig vistaðir. Þetta er eitt af því sem auðvelt er að leiðrétta,“ segir Katrougalos. Hann mun kynna skýrslu um niðurstöður heimsóknarinnar fyrir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í september á næsta ári. „Ég hef sett fram nokkrar tillögur. Fyrst og fremst að fullgilda einn af samningum Sameinuðu þjóðanna sem þið hafið ekki enn gert, nánar tiltekið alþjóðasamþykkt um réttindi farandverkafólks og fjölskyldna þeirra. Þið hafið náð svo góðum árangri að þið hafið ekkert það að óttast sem mörg önnur Evrópuríki óttast. Þetta mun enn og aftur bæta ímynd ykkar sem fyrirmyndarland fyrir önnur Evrópuríki og fyrir allan heiminn.“
Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mannréttindi Fangelsismál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira