Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. maí 2025 22:21 Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stöð 2 Stjórn Íslandsbanka annars vegar og stjórn Arion banka hins vegar hafa báðar óskað eftir að hafnar verði samrunaviðræður við Kviku banka. Ritstjóri Innherja segir tilkynningarnar ekki koma á óvart en bæði séu kostir og gallar við báða samruna. Ekki er vitað hvort stjórn Kviku vilji eiga í samrunaviðræðum. „Þessar tilkynningar sem bárust í gær og í morgun frá Arion og Íslandsbanka komu ekki beint á óvart. Það er búið að vera í farvatninu í talsverðan tíma að bankar og fjármálafyrirtæki hefðu hug á að sameinast hvor öðru,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stjórn Arion banka óskaði eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja og sendi tilkynningu til Kauphallar á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagsmorgun sendi stjórn Íslandsbanka tilkynningu til Kauphallar þar sem þau óskuðu einnig eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. „Það kom kannski eilítið á óvart að Íslandsbanki hefði sent bréf á Kviku nú í morgun og óskað eftir samrunaviðræðum. Það gerist mjög fljótt eftir að ríkissjóður selur allan hlut sinn í bankanum og það hafa verið væringar á markaðinum að bankinn væri frekar að horfa til að sameinast tryggingarfélaginu Vís en það varð ekki af því.“ Betra verð eða sömu eigendur Stóra spurningin sé því hvað stjórn Kviku banka gerir. Íslandsbanki býður hærra verð fyrir hluthafa heldur en Arion banki. „Íslandsbanki er að bjóða betra verð fyrir hluthafa en Arion banki. Þeir eru að bjóða að skiptihlutföll í mögulegan samruna yrði þannig að gengi Kviku yrði tíu prósent hærra en það var á markaði í gær. Eins verið að bjóða hluthöfum Kvikubanka að fá greitt með bréfum sameinaðs félags og í reiðufé á meðan Arion banki, allaveganna eins og sakir standa, hefur bent á núverandi markaðsverð og bréf í sameinuðum banka.“ Hins vegar eru eigendur annars vegar Arion banka og hins vegar Kviku banka að stórum hluta þeir sömu. Samruni þeirra kynni því, hvað það varðar, að vera sumpart einfaldari. „Við erum með einn umsvifamikinn einkafjárfesta á markaði, fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fimm prósent hlut í hvorum banka og síðan eiga lífeyrissjóðir um sextíu til sjötíu prósenta hlut í hvorum banka fyrir sig,“ segir Hörður. Gætu sagt upp tvö hundruð starfsmönnum „Það er náttúrulega markmiðið hjá bæði Íslandsbanka og Arion banka að það sé hægt að ná fram miklum ábata og samlegð í stærri banka,“ segir Hörður. Með samruna banka er hægt að minnka kostnað rekstursins til muna. Til að mynda ef Arion banki og Kviku banki færu í samruna væri sennilega hægt að fækka starfsmönnum um nærri tvö hundruð. „Það slagar upp í allan núverandi starfsmannafjölda Kviku. Það liggur því fyrir að það er gríðarlega mikil stærðarhagkvæmni í rekstri fjármálafyrirtækja. Mikill fastur kostnaður og eins feykimikill kostnaður sem fylgir ströngu regluverki Seðlabankans.“ Kvika standi styrkum fótum en eftir eigi að koma í ljóst hvort stjórn bankans vilji fara í samrunaviðræður. „Kannski hefur hún áhuga á því en við vitum það ekki.“ Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
„Þessar tilkynningar sem bárust í gær og í morgun frá Arion og Íslandsbanka komu ekki beint á óvart. Það er búið að vera í farvatninu í talsverðan tíma að bankar og fjármálafyrirtæki hefðu hug á að sameinast hvor öðru,“ segir Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja. Stjórn Arion banka óskaði eftir samrunaviðræðum milli félaganna tveggja og sendi tilkynningu til Kauphallar á þriðjudagskvöld. Á miðvikudagsmorgun sendi stjórn Íslandsbanka tilkynningu til Kauphallar þar sem þau óskuðu einnig eftir samrunaviðræðum við Kviku banka. „Það kom kannski eilítið á óvart að Íslandsbanki hefði sent bréf á Kviku nú í morgun og óskað eftir samrunaviðræðum. Það gerist mjög fljótt eftir að ríkissjóður selur allan hlut sinn í bankanum og það hafa verið væringar á markaðinum að bankinn væri frekar að horfa til að sameinast tryggingarfélaginu Vís en það varð ekki af því.“ Betra verð eða sömu eigendur Stóra spurningin sé því hvað stjórn Kviku banka gerir. Íslandsbanki býður hærra verð fyrir hluthafa heldur en Arion banki. „Íslandsbanki er að bjóða betra verð fyrir hluthafa en Arion banki. Þeir eru að bjóða að skiptihlutföll í mögulegan samruna yrði þannig að gengi Kviku yrði tíu prósent hærra en það var á markaði í gær. Eins verið að bjóða hluthöfum Kvikubanka að fá greitt með bréfum sameinaðs félags og í reiðufé á meðan Arion banki, allaveganna eins og sakir standa, hefur bent á núverandi markaðsverð og bréf í sameinuðum banka.“ Hins vegar eru eigendur annars vegar Arion banka og hins vegar Kviku banka að stórum hluta þeir sömu. Samruni þeirra kynni því, hvað það varðar, að vera sumpart einfaldari. „Við erum með einn umsvifamikinn einkafjárfesta á markaði, fjárfestingafélagið Stoðir, sem á fimm prósent hlut í hvorum banka og síðan eiga lífeyrissjóðir um sextíu til sjötíu prósenta hlut í hvorum banka fyrir sig,“ segir Hörður. Gætu sagt upp tvö hundruð starfsmönnum „Það er náttúrulega markmiðið hjá bæði Íslandsbanka og Arion banka að það sé hægt að ná fram miklum ábata og samlegð í stærri banka,“ segir Hörður. Með samruna banka er hægt að minnka kostnað rekstursins til muna. Til að mynda ef Arion banki og Kviku banki færu í samruna væri sennilega hægt að fækka starfsmönnum um nærri tvö hundruð. „Það slagar upp í allan núverandi starfsmannafjölda Kviku. Það liggur því fyrir að það er gríðarlega mikil stærðarhagkvæmni í rekstri fjármálafyrirtækja. Mikill fastur kostnaður og eins feykimikill kostnaður sem fylgir ströngu regluverki Seðlabankans.“ Kvika standi styrkum fótum en eftir eigi að koma í ljóst hvort stjórn bankans vilji fara í samrunaviðræður. „Kannski hefur hún áhuga á því en við vitum það ekki.“
Kvika banki Arion banki Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Samruni Arion og Kviku gæti skilað hluthöfum um sextíu milljarða virðisauka Verulega mikilli samlegð ætti að vera hægt að ná fram með mögulegum samruna Kviku og Arion, sérstaklega á kostnaðarhliðinni með fækkun nærri tvö hundruð stöðugilda, og þá ætti sameinaður banki að geta sparað sér talsverðan vaxtakostnað með bættu lánakjörum á erlendum mörkuðum, að mati hlutabréfagreinanda. Líklegt er að Samkeppniseftirlitið myndi helst horfa til þess að setja samrunanum skilyrði varðandi umsvif á eignastýringarmarkaði en nái hann fram að ganga gæti virðisaukningin fyrir hluthafa, einkum lífeyrissjóðir og að uppistöðu til þeir sömu í báðum félögum, numið um sextíu milljörðum. 28. maí 2025 14:24