„Þá leið mér frekar illa eftir leik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 29. maí 2025 21:57 Óskar Hrafn var að mæta á Kópavogsvöll í fyrsta sinn síðan hann hætti sem þjálfari Breiðabliks. vísir / diego Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR sagði hundfúlt að tapa fyrir Stjörnunni í kvöld en sagðist þó ekki myndu vilja skipta út leikstíl KR-liðsins fyrir stigin þrjú sem Stjarnan fékk úr leiknum. KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“ Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
KR tapaði 4-2 gegn Stjörnunni í kvöld eftir martraðarbyrjun Vesturbæjarliðsins. Staðan eftir ellefu mínútna leik var 3-0 fyrir Stjörnuna og staða KR-inga erfið. Eftir það voru KR-ingar hins vegar mun sókndjarfara liðið, fengu töluvert af færum og Óskar Hrafn var að mörgu leyti ánægður með frammistöðu síns liðs í kvöld. „Ég held að Stjörnunni hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel í lágblokkinni sinni. Við náðum að þvinga þá í að fara nær eingöngu langt [í langar sendingar]. Það er ég gríðarlega ánægður með. Ef maður skoðar frammistöðuna þá er hún að mörgu leyti mjög góð,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport eftir leik. „Auðvitað er hundfúlt að tapa leik fyrir Stjörnunni og ekki síst í ljósi þess að Stjarnan spilaði ekki frábærlega vel í dag. Það var ekki að það hafi verið svo sturluð gæði í þeirra leik að þeir hafi kafsiglt okkur.“ Mikið hefur verið rætt um leikstíl KR-liðsins í sumar og þrautseigju Óskars að halda sig við þann leikstíl þrátt fyrir öldugang á köflum. „Ef þú hefðir boðið mér að skipta á spilamennsku Stjörnunnar og spilamennsku KR í þessum leik og úrslitunum þá hefði ég sagt nei takk á þessum tímapunkti. KR-liðið er eins og KR-liðið er. Við viljum spila fótbolta, viljum fara hátt og standa hátt með línuna. Þá geta komið fyrir hlutir eins og komu fyrir áðan,“ en tvö af mörkum Stjörnunnar komu eftir einfaldar sendingar í gegnum miðja vörn KR. „Ég myndi vera með óbragð í munninum ef ég væri búinn að predika að spila svona fótbolta, ætla að pressa og þola ekki lágblokk og vinna svo 4-2. Það fannst mér aldrei neitt sérstaklega sætir eða skemmtilegir sigrar þegar ég hef stýrt öðrum liðum sem hafa unnið á þann hátt. Þá leið mér frekar illa eftir leik.“
Besta deild karla KR Stjarnan Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira