„Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. maí 2025 23:26 Dóttir Erlu Bjarkar Árskóg iðkar körfubolta með íþróttafélaginu Aþenu. Aðsend Óvissa er um rekstrarsamning íþróttafélagsins Aþenu við Reykjavíkurborg um notkun íþróttahúsnæðis. Foreldrar iðkenda hafa stofnað undirskriftalista til að hvetja yfirvöld borgarinnar til að skrifa undir samninginn. Eitt foreldrið segist sama um pólitíkina heldur vilji hún einungis öruggan stað þar sem börn geta iðkað íþróttir. Í bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum ritað af Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu, segir að rekstrarsamningur félagsins um notkun á íþróttahúsnæði við Reykjavíkurborg renni út um næstu mánaðamót. Enn hefur nýr samningur ekki verið undirritaður þrátt fyrir að forsvarsmenn hafi fundað með fulltrúum Menningar- og íþróttaráðs. Aþena hefur hingað til æft í húsnæði við Austurberg í Breiðholtinu. „Á fundi kom fram að borgin veit að Aþena hefur rekið húsið óaðfinnanlega og starfið líka. Mikill árangur hefur náðst í hverfinu. Plan Aþenu um hvernig á að byggja þetta upp að virka og snjóboltinn fer að rúlla jafnvel hraðar,“ stendur í bréfinu sem útlistar niðurstöður fundar formannsins með foreldrum iðkenda. Í bréfinu er einnig hægt að sjá mikinn vilja stjórnarmanna Aþenu til að halda starfseminni áfram, sem er að miklu leiti fjármögnuð með styrktaraðilum og sjálfboðaliðastarfi. Allir þjálfarar meistaraflokksins séu sjálfboðaliðar auk allrar skrifstofuvinnu og styrktarþjálfara. „Aþena og allir sem koma að Aþenu brenna fyrir krakkana. Þess vegna viljum við halda áfram, þess vegna viljum við að hlutirnir gangi g þess vegna tökum við baráttuna þar sem þess þarf.“ Metþátttaka þrátt fyrir „erfitt hverfi“ „Við vissum ekki af þessu fyrr en á mánudaginn, að það gengi erfiðlega að fá samning um íþróttahúsið,“ segir Erla Björk Árskóg, foreldri stúlku sem æfir körfubolta hjá Aþenu, í samtali við fréttastofu. Erla Björk stofnaði undirskriftalista fyrir hönd foreldra iðkendanna þar sem skorað er á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning um rekstur íþróttahússins. Vert er að taka fram að er undirrituð hóf skrif höfðu 955 einstaklingar skrifað undir listann. Þegar þessi orð eru rituð hafa 1040 skrifað undir. „Þá tókum við foreldrarnir okkur saman og ákváðum að gera það sem við getum. Því nú erum við í hverfi sem er eitt það erfiðasta borgarinnar. Þetta er metþátttaka í þessu starfi.“ Flokkur dóttur Erlu Bjarkar.Aðsend Um helmingur stúlkna í bekk dóttur Erlu Bjarkar æfir körfubolta hjá Aþenu en að hennar sögn hafi flestar þeirra ekki stundað íþróttir áður. Erla Björk hefur einnig tekið þátt í foreldrastarfi í grunnskólanum og segir engin önnur verkefni í þágu barnanna hafi virkað jafn vel og starfsemi Aþenu. „Okkur er í rauninni alveg sama um þessa pólitík og allt á bak við þetta. Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á,“ segir hún. Þar vísar hún í umræðu um þjálfunarstíl Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara meistaraflokks Aþenu. Auðveldar innlimun barna og foreldra í samfélagið Erla Björk lýsir öllu félaginu sem einni stórri fölskyldu. Þar hafi skapast uppbyggilegt samfélag sem vinni saman. Sem dæmi tekur hún að stelpurnar í meistaraflokki Aþenu hjálpi oft þeim yngri með heimavinnu, íslenskukennslu eða þýðingu. „Þjálfarinn hjá dóttur minni hefur mætt upp í skóla hjá þeim. Stelpurnar í bekknum voru með leikrit í skólanum og þá mætti þjálfarinn úr körfuboltanum á leiksýningu í skólanum,“ segir Erla. Margar af stúlkunum sem æfi hjá félaginu eru af erlendu bergi brotnu en hefur íþróttaiðkunin hjálpað þeim að innlimast í samfélagið. Ekki einungis hafi börnin átt auðveldara með að kynnast jafnöldrum sínum heldur einnig foreldrar barnanna. Erla Björk lýsir ferðalagi til Akureyrar þar sem liðið keppti í körfubolta. „Meirihlutinn var erlendir foreldrar og maður fékk að kynnast þeim. Ég hef ekki tekið eftir þessum foreldrum einu sinni í skólanum hjá börnunum,“ segir hún. Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Körfubolti Frístund barna Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Í bréfi sem fréttastofa hefur undir höndum ritað af Jóhönnu Jakobsdóttur, formanni Aþenu, segir að rekstrarsamningur félagsins um notkun á íþróttahúsnæði við Reykjavíkurborg renni út um næstu mánaðamót. Enn hefur nýr samningur ekki verið undirritaður þrátt fyrir að forsvarsmenn hafi fundað með fulltrúum Menningar- og íþróttaráðs. Aþena hefur hingað til æft í húsnæði við Austurberg í Breiðholtinu. „Á fundi kom fram að borgin veit að Aþena hefur rekið húsið óaðfinnanlega og starfið líka. Mikill árangur hefur náðst í hverfinu. Plan Aþenu um hvernig á að byggja þetta upp að virka og snjóboltinn fer að rúlla jafnvel hraðar,“ stendur í bréfinu sem útlistar niðurstöður fundar formannsins með foreldrum iðkenda. Í bréfinu er einnig hægt að sjá mikinn vilja stjórnarmanna Aþenu til að halda starfseminni áfram, sem er að miklu leiti fjármögnuð með styrktaraðilum og sjálfboðaliðastarfi. Allir þjálfarar meistaraflokksins séu sjálfboðaliðar auk allrar skrifstofuvinnu og styrktarþjálfara. „Aþena og allir sem koma að Aþenu brenna fyrir krakkana. Þess vegna viljum við halda áfram, þess vegna viljum við að hlutirnir gangi g þess vegna tökum við baráttuna þar sem þess þarf.“ Metþátttaka þrátt fyrir „erfitt hverfi“ „Við vissum ekki af þessu fyrr en á mánudaginn, að það gengi erfiðlega að fá samning um íþróttahúsið,“ segir Erla Björk Árskóg, foreldri stúlku sem æfir körfubolta hjá Aþenu, í samtali við fréttastofu. Erla Björk stofnaði undirskriftalista fyrir hönd foreldra iðkendanna þar sem skorað er á borgaryfirvöld að gera áframhaldandi samning um rekstur íþróttahússins. Vert er að taka fram að er undirrituð hóf skrif höfðu 955 einstaklingar skrifað undir listann. Þegar þessi orð eru rituð hafa 1040 skrifað undir. „Þá tókum við foreldrarnir okkur saman og ákváðum að gera það sem við getum. Því nú erum við í hverfi sem er eitt það erfiðasta borgarinnar. Þetta er metþátttaka í þessu starfi.“ Flokkur dóttur Erlu Bjarkar.Aðsend Um helmingur stúlkna í bekk dóttur Erlu Bjarkar æfir körfubolta hjá Aþenu en að hennar sögn hafi flestar þeirra ekki stundað íþróttir áður. Erla Björk hefur einnig tekið þátt í foreldrastarfi í grunnskólanum og segir engin önnur verkefni í þágu barnanna hafi virkað jafn vel og starfsemi Aþenu. „Okkur er í rauninni alveg sama um þessa pólitík og allt á bak við þetta. Okkur langar að börnin okkar fái öruggan stað til að vera á,“ segir hún. Þar vísar hún í umræðu um þjálfunarstíl Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara meistaraflokks Aþenu. Auðveldar innlimun barna og foreldra í samfélagið Erla Björk lýsir öllu félaginu sem einni stórri fölskyldu. Þar hafi skapast uppbyggilegt samfélag sem vinni saman. Sem dæmi tekur hún að stelpurnar í meistaraflokki Aþenu hjálpi oft þeim yngri með heimavinnu, íslenskukennslu eða þýðingu. „Þjálfarinn hjá dóttur minni hefur mætt upp í skóla hjá þeim. Stelpurnar í bekknum voru með leikrit í skólanum og þá mætti þjálfarinn úr körfuboltanum á leiksýningu í skólanum,“ segir Erla. Margar af stúlkunum sem æfi hjá félaginu eru af erlendu bergi brotnu en hefur íþróttaiðkunin hjálpað þeim að innlimast í samfélagið. Ekki einungis hafi börnin átt auðveldara með að kynnast jafnöldrum sínum heldur einnig foreldrar barnanna. Erla Björk lýsir ferðalagi til Akureyrar þar sem liðið keppti í körfubolta. „Meirihlutinn var erlendir foreldrar og maður fékk að kynnast þeim. Ég hef ekki tekið eftir þessum foreldrum einu sinni í skólanum hjá börnunum,“ segir hún.
Aþena Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Körfubolti Frístund barna Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum