Heimir uppskar hrossahlátur: „Sagði ekki farið til fjandans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 08:01 Heimir Hallgrímsson sló á létta strengi á blaðamannafundi. Getty/Ben McShane Írskir blaðamenn höfðu svo sannarlega gaman að svörum Heimis Hallgrímssonar þegar hann var spurður út í möguleikann á því að framherjinn eftirsótti Liam Delap myndi spila fyrir hann hjá írska landsliðinu í fótbolta. Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira
Delap, sem virðist vera á förum frá Ipswich til Chelsea í sumar, er í nýjasta U21-landsliðshópi Englands. Hann mætti hins vegar allt eins spila fyrir Írland rétt eins og pabbi hans, Rory Delap, gerði. Rory spilaði ellefu A-landsleiki fyrir Írland á árunum 1998-2004, til að mynda með John O‘Shea núverandi aðstoðarþjálfara Heimis. „Við höfum sest niður með honum, já. Sögðum honum bara að við myndum elska það að hafa hann í okkar hópi. En fókusinn hjá honum núna er á U21 [Englands],“ sagði Heimir sem var þá spurður hvort að nokkur einasti áhugi væri hjá Delap á að spila fyrir Írland: „Tja, hann sagði ekki farið til fjandans [e. „fuck off],“ svaraði þá Eyjamaðurinn kankvís og uppskar skellihlátur samkvæmt Irish News. ‘Well, he didn’t say f**k off!’ - Heimir Hallgrimsson on chat with Ireland-eligible star Liam Delap https://t.co/RXiay6PsK5— Irish Mirror Sport (@MirrorSportIE) May 30, 2025 Í grein miðilsins segir að nú þegar tæpt ár sé liðið frá því að Heimir var ráðinn til Írlands sé hann vel liðinn hjá írskum fjölmiðlum, með sinn norræna húmor sem sé ekki svo ólíkur þeim írska. Hann leggi sig fram við að skapa gott samband og virðist hafa tekist það vel. Undir stjórn Heimis hafa Írar unnið fjóra leiki en tapað fjórum. Írar héldu sér uppi í B-deild Þjóðadeildarinnar í mars með sigri á Búlgaríu í umspili, á sama tíma og Ísland féll niður í C-deild með tapi gegn Kósovó. Írland á nú fyrir höndum tvo vináttulandsleiki, gegn Senegal á heimavelli 6. júní og Lúxemborg á útivelli 10. júní, áður en undankeppni HM tekur svo við í haust þar sem Írar eru í riðli með Ungverjalandi, Armeníu og Portúgal.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Sjá meira