Bensínstöðvardíll og Birkimelur Helgi Áss Grétarsson skrifar 30. maí 2025 18:32 Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um langt skeið hefur það verið mantra vinstri-meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að selja byggingarheimildir á lóðum borgarinnar á háu verði til almennra uppbyggingaraðila. Í júní 2021 var hins vegar frá þessu brugðið þegar gengið var til samninga við þrjú stærstu olíufélögin, N1, Olís og Skeljung, um að félögin myndu hætta að reka bensínstöðvar á tilteknum lóðum borgarinnar en á móti myndu félögin, að loknu deiliskipulagsferli, fá að byggja fjölbýlishús á lóðunum án þess að greiða byggingarréttargjöld. Gjafagjörningur eða eðlileg nauðsyn? Sumir telja afgreiðslu borgarráðs hinn 24. júní 2021 á bensínstöðvarlóðasamningunum vera gjafagerning í þágu eigenda olíufélaganna á meðan aðrir telja að samningarnir hafi verið nauðsynlegir til að flýta fyrir íbúðaruppbyggingu í höfuðborginni. Sama hvaða skoðun menn aðhyllast í þessum efnum þá fara uppbyggingaraðilar ekki með skipulagsvald í Reykjavík, það vald er á hendi kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þetta grundvallaratriði er minnst þar eð 22. maí síðastliðinn var auglýst tillaga um nýtt deiliskipulag á Birkimel 1 í 107 Reykjavík, en sú lóð féll undir einn áðurnefndra bensínstöðvarlóðasamninga. Um Birkimelslóðina og deiliskipulagstillöguna Þegar bensínstöðvarlóðasamningar Reykjavíkurborgar og olíufélaganna voru gerðir í júní 2021 var í gildi lóðarleigusamningur um Birkimel 1 sem skyldi renna út í ársbyrjun 2045. Leigutaki lóðarinnar var Skeljungur hf. en síðar varð það félag hluti af SKEL fjárfestingarfélagi. Eitt dótturfélaga SKELs, Orkan, rekur bensínstöð og verslun á Birkimel 1. Samkvæmt fréttaskýringu í Viðskiptablaði Morgunblaðsins 11. janúar 2023 seldi SKEL lóðarleiguréttindi sín að Birkimel 1 til REIR Þróunar fyrir 400 milljónir króna en jafnframt var tekið fram að SKEL ætti helmingshlut í REIR Þróun á móti helmingseignarhaldi „hjónanna í REIR Verk“. Á heimasíðu SKEL segir að í félaginu REIR Þróun séu „áhugaverðar þróunareignir á mismunandi stigum með áherslu á íbúðarhúsnæði“ (sjá https://skel.is/eignasafn/reir-þroun, skoðuð 30. maí 2025). Á þessa eignasögu er minnst þar eð Reir Þróun hefur á sinn kostnað látið vinna áðurnefnda deiliskipulagstillögu að Birkimel 1. Samkvæmt tillögunni á að rísa 42 íbúða fjölbýlishús á lóðinni með samtals 6 bílastæðum í bílakjallara. Með tillögunni fylgir samgöngumat, dags. 14. mars 2025, og er það upplýsandi um þau gildi sem öll tillagan er reist á en þau gildi má orða með eftirfarandi hætti: „Þetta fjölbýlishús byggir á hinum eftirsóknarverða bíllausa lífstíl og nágrannar þurfa ekki óttast um að íbúar hússins muni sækjast eftir því að fá að nota bílastæði þeirra“. Athugasemdarfrestur er til 22. júlí 2025 Að öllu gamni slepptu geta hagaaðilar, svo sem forsvarsmenn mennta- og menningarstofnana í nágrenninu, komið athugasemdum á framfæri við fyrirliggjandi skipulagstillögu á skipulagsgatt.is. Fresturinn til að skila inn athugasemdum er til 22. júlí næstkomandi. Mikil þörf er á að sem flestir taki þátt í því ferli að móta skipulag svæðis tengt Háskóla Íslands, enda ætti það umhverfi að vera heimavöllur heilbrigðrar skynsemi í skipulags- og samgöngumálum. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun