Nei, það verður ekki að vera Ísrael, það er Ísrael Einar Ólafsson skrifar 2. júní 2025 06:01 „Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sýrland Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
„Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar. „Skiptir virkilega máli hvar Palestínumenn líða slíkar hörmungar?“ spyr hann. „Eða er meginatriðið hver kemur þar við sögu? Verður það að vera Ísrael?“ Spurningunni er beint til mín eins og allra hinna fjölmörgu sem hafa mótmælt yfirgengilegu ofbeldi Ísraels á Gasa að undanförnu. Reyndar finnst mér svolítið einkennilegt að alþjóðastjórnmálafræðingur skuli þurfa að fá svör við þessari spurningu. Mér hefur vissulega fallið það þungt hversu lítils ég má mín gagnvart öllu því ofbeldi sem viðgengst víða um heim. Það mætti líka spyrja hvers vegna séu ekki tíðar mótmælagöngur í Reykjavík vegna þess ofbeldis sem almennir borgarar í Súdan mega þola svo vísað sé til ástands sem er ekki síður alvarlegt en á Gasa. En munurinn er sá að ástandið í Súdan stafar af borgarastríði þar sem við eða þau ríki sem við erum tengdust geta lítil áhrif haft. Eflaust gætu þó áhrifamikil ríki og ríkjasambönd eins og Bandaríkin og Evrópusambandið beitt sér meir og það væri kannski full ástæða til að þrýsta meir á aðgerðir af þeirra hálfu. Stríðið í Sýrlandi frá árinu 2011 hefur verið ansi flókið og dæmið um flóttamannabúðirnar Yarmouk er einungis eitt af skelfilegum atburðum sem þar hafa átt sér stað. Það hefur hreint ekki verið einhugur um hverjum er þar um að kenna, flestir þó sammála um að það sé engum einum, en ýmsir íslamskir vígahópar hafa sannarlega komið þar við sögu. Sjálfur tók ég reyndar þátt í þýðingu bókar, Stríðið gegn Sýrlandi (The Dirty war on Syria), (2018) þar sem sýnt er fram á ábyrgð vesturveldanna, einkum Bandaríkjanna, á því stríði. Sú greining hefur þó verið umdeild og hvað sem um hana má segja hafa margir aðrir komið þar við sögu. Hvað sem því líður, þá hefði það satt að segja verið til lítils að við sem nú mótmælum ofbeldinu á Gasa hefðum tekið upp einhverjar mótmælaaðgerðir gegn íslömskum vígamönnum sem réðust inn í flóttamannabúðir Palestínumanna mitt í stríðinu í Sýrlandi árið 2015. Ég held það þurfi ekki próf í alþjóðastjórnmálafræði til að sjá það. Með tilliti til alþjóðastjórnmála er staðan á Gasa núna hinsvegar allt önnur. Ísrael hefur allt frá stofnun ríkisins verið í nánu sambandi við Evrópu og Bandaríkin. Bandaríkin sjá Ísrael fyrir um 60% af þeim vopnum sem þeir framleiða ekki sjálfir. Þýskaland sér þeim fyrir um um 30%. Um þriðjungur utanríkisviðskipta Ísraels er við Evrópusambandið. Margt bendir til að Bandaríkin og Evrópusambandið hefðu getað komið í veg fyrir þjóðarmorðið á Gasa með samstilltum aðgerðum. Og gætu stöðvað það nú. Ísland hefur alltaf haft góð samskipti við Ísrael og Bandaríkin og Evrópusambandið eru meðal nánustu samstarfsríkja Íslands. Þess vegna hefur það eitthvað upp á sig að hafa hátt um þetta nú, taka undir með þeim í Evrópu og Bandaríkjunum sem krefjast aðgerða, hvetja íslenska ráðamenn til að láta í sér heyra og hvetja til sniðgöngu gagnvart Ísrael. Við áttum enga slíka möguleika gagnvart vígamönnum Ríkis íslams sem réðust inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk fyrir rétt rúmum tíu árum síðan. Ég ætla ekki að elta ólar við athugasemd greinarhöfundar um að við höfum ekki „gagnrýnt áralanga ógnarstjórn Hamas á Gaza“ en vil bara benda á að hvaða álit sem menn hafa á Hamas og jafnvel þótt einhverjir vilji taka undir með stjórn Ísraels að það sé nauðsynlegt að uppræta Hamas, þá getur það aldrei réttlætt þjóðarmorð á íbúum Gasa. Sífelld tilvísun ráðamanna á Vesturlöndum til óréttlætanlegra aðgerða Hamas 7. október 2023 og rétt Ísraels til sjálfsvarnar er hörmuleg réttlæting á þeirri skelfingu sem nú ríkir á Gasa og aðgerðarleysinu gagnvart henni. Svona rétt í lokin: Ég hef aldrei orðið var við þá gyðingaandúð, sem greinarhöfundur víkur að í lok greinar sinnar, og er líklega niðurstaða hans og meginatriðið. Hjá öllum þeim fjölmörgu sem ég hef verið í sambandi við um áratuga skeið í mótmælum gegn ofbeldi Ísraels gagnvart Palestínumönnum. Ég hef enga séð tengja gyðinga almennt við það ofbeldi nema þá sem gagnrýna þessi mótmæli og tengja þau við gyðingaandúð. Við þá segi ég: fyrir alla muni, hættið að tengja gyðinga almennt við glæpaverk Ísraels. Hættið að kynda undir gyðingaandúð. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörður.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar