Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 11:45 Ekkert lát verður á úrkomunni fyrir norðan og austan samkvæmt veðurspám. Vísir/Vilhelm Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga. Fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar að í nótt hafi víða snjóað til fjalla á annesjum á norðanverðu og austanverðu landinu. Hlýrra var á Austfjörðum en snjólínan var þar við um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Úrkoman féll mest til fjalla en mesta mælda úrkoman á láglendi síðasta sólarhring var á Bakkagerði í Borgarfirði eystra þar sem mældust hátt í 37 millimetrar. Leysingar byrjuðu í morgun Samkvæmt veðurspánni er ekkert lát á úrkomunni og búast má við mikilli uppsafnaðri úrkomu næstu tvo daga, sérstaklega á norðanverðu landinu í kringum Flateyjarskaga og Tröllaskaga. Eftir hádegi í dag mun rigna á láglendi en snjóa efst í fjallatoppum þegar hlýnar og má því búast við miklu afrennsli á þeim stöðum þar sem úrkoman verður mest. Gera má ráð fyrir mikilli rigningu nyrst á Tröllaskaga og Flateyjarskaga í dag og fram á helgi, en aðfaranótt fimmtudags mun draga eitthvað úr ákefðinni. Eins má búast við talsverðri úrkomu á Skaga, Vatnsnesi, Ströndum og á Tjörnesi næstu sólarhringa. Á þessum slóðum verður hætta á skriðuföllum og vatnavöxtum næstu daga, og hefur verið gefin út úrkomuviðvörun fyrir þessi svæði. Uppsöfnuð úrkoma samkvæmt UWC-IG veðurlíkaninu fyrir næstu 70 klukkustundir.Veðurstofa Íslands Á norðanverðum Austfjörðum má búast við úrkomu, en hún verður mest í grennd við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri og Mjóafjörð. Spáin gerir ráð fyrir minni úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði, en þó má búast við þónokkurri úrkomu á þeim slóðum. Grunnvatnsmælar á Seyðisfirði og Eskifirði gefa til kynna að grunnvatnsstaða sé lág. Líkt og á Norðurlandi snjóaði í nótt, en leysingar byrjuðu í morgun og mun snjólínan hækka fram eftir degi. Hætta geti skapast á ólíklegum stöðum Úrkoman austast á fjörðunum mun vara skemur en á Norðurlandi, en gera má ráð fyrir því að dragi hratt úr úrkomuákefðinni skömmu eftir hádegi miðvikudaginn 4. júní, þó styttir ekki upp fyrr en seinna um daginn. Þar sem uppsöfnuð úrkoma er talsverð á svæðinu er varað við auknum líkum á skriðuföllum. Í miklum vatnsveðrum sem þessum geti verið erfitt að spá fyrir um staðbundna úrkomu í flóknu fjarðarlandslagi, og því geti verið erfitt að meta hvar skriðuhættan er mest. Snöggar breytingar í hitastigi og vindátt geti valdið því að aðstæður breytast snögglega, og hætta geti skapast á ólíklegum stöðum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að skriðuvaktin muni fylgjast náið með aðstæðum næstu sólarhringa en til að geta lagt betur mat á aðstæður sé mikilvægt fyrir vaktina að fá tilkynningar um skriðuföll. Hægt er að hafa samband við skriðuvaktina í síma 522-6000. Veður Almannavarnir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira
Fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar að í nótt hafi víða snjóað til fjalla á annesjum á norðanverðu og austanverðu landinu. Hlýrra var á Austfjörðum en snjólínan var þar við um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Úrkoman féll mest til fjalla en mesta mælda úrkoman á láglendi síðasta sólarhring var á Bakkagerði í Borgarfirði eystra þar sem mældust hátt í 37 millimetrar. Leysingar byrjuðu í morgun Samkvæmt veðurspánni er ekkert lát á úrkomunni og búast má við mikilli uppsafnaðri úrkomu næstu tvo daga, sérstaklega á norðanverðu landinu í kringum Flateyjarskaga og Tröllaskaga. Eftir hádegi í dag mun rigna á láglendi en snjóa efst í fjallatoppum þegar hlýnar og má því búast við miklu afrennsli á þeim stöðum þar sem úrkoman verður mest. Gera má ráð fyrir mikilli rigningu nyrst á Tröllaskaga og Flateyjarskaga í dag og fram á helgi, en aðfaranótt fimmtudags mun draga eitthvað úr ákefðinni. Eins má búast við talsverðri úrkomu á Skaga, Vatnsnesi, Ströndum og á Tjörnesi næstu sólarhringa. Á þessum slóðum verður hætta á skriðuföllum og vatnavöxtum næstu daga, og hefur verið gefin út úrkomuviðvörun fyrir þessi svæði. Uppsöfnuð úrkoma samkvæmt UWC-IG veðurlíkaninu fyrir næstu 70 klukkustundir.Veðurstofa Íslands Á norðanverðum Austfjörðum má búast við úrkomu, en hún verður mest í grennd við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri og Mjóafjörð. Spáin gerir ráð fyrir minni úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði, en þó má búast við þónokkurri úrkomu á þeim slóðum. Grunnvatnsmælar á Seyðisfirði og Eskifirði gefa til kynna að grunnvatnsstaða sé lág. Líkt og á Norðurlandi snjóaði í nótt, en leysingar byrjuðu í morgun og mun snjólínan hækka fram eftir degi. Hætta geti skapast á ólíklegum stöðum Úrkoman austast á fjörðunum mun vara skemur en á Norðurlandi, en gera má ráð fyrir því að dragi hratt úr úrkomuákefðinni skömmu eftir hádegi miðvikudaginn 4. júní, þó styttir ekki upp fyrr en seinna um daginn. Þar sem uppsöfnuð úrkoma er talsverð á svæðinu er varað við auknum líkum á skriðuföllum. Í miklum vatnsveðrum sem þessum geti verið erfitt að spá fyrir um staðbundna úrkomu í flóknu fjarðarlandslagi, og því geti verið erfitt að meta hvar skriðuhættan er mest. Snöggar breytingar í hitastigi og vindátt geti valdið því að aðstæður breytast snögglega, og hætta geti skapast á ólíklegum stöðum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að skriðuvaktin muni fylgjast náið með aðstæðum næstu sólarhringa en til að geta lagt betur mat á aðstæður sé mikilvægt fyrir vaktina að fá tilkynningar um skriðuföll. Hægt er að hafa samband við skriðuvaktina í síma 522-6000.
Veður Almannavarnir Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Sjá meira