Strandveiðimenn huga að samstöðufundi við Austurvöll Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 19:02 Kjartan Páll Sveinsson er formaður Strandveiðifélags Íslands. Myndin er frá mótmælum strandveiðimanna á Austurvelli sumarið 2023. Vísir/Ívar Fannar Strandveiðisjómenn liggja nú margir undir feldi og íhuga hvort boða eigi til samstöðu- og stuðningsfundar með ríkisstjórninni á Austurvelli á föstudaginn. Umræður standa yfir um strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á að tryggja 48 daga veiðitímabil í sumar, en strandveiðimenn óttast að stjórnarandstaðan ætli að tefja afgreiðslu málsins um of. „Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan. Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Það svona lítur allt út fyrir það að stjórnarandstaðan sé núna að skella þessu í málþóf, þeir voru til miðnættis í gær og núna aftur í dag eru þeir að bulla um ekki neitt. En ef þeim tekst að setja þetta í gott málþóf og frumvarpið fer ekki í gegn þá fáum við ekki okkar 48 daga,“ segir Kjartan Páll Sveinsson, en hann er formaður Strandveiðifélags Íslands. Hefur þú áhyggjur af því að málið verði ekki afgreitt fyrir þinglok? „Já ég hef raunverulegar áhyggjur af því. Af því maður sér það að þau eru bara að teygja lopann og tefja,“ segir Kjartan. Hann segir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin um mögulegan fund á Austurvelli á föstudaginn. Þeir ætli að sjá til hvað stjórnarandstaðan gerir. Kjartan segir að markmiðið með fundinum væri að sýna ríkisstjórninni stuðning og hvetja þau áfram til góðra verka. Hópurinn yrði á Austurvelli, eða ef fámennt verður yrðu þeir í sjóstökkunum á þingpöllunum. „Maður var nú svona hálfpartinn að vona að þurfa ekki að mæta á Austurvöll í sumar, og það var ekkert útlit fyrir það. En það er samt svolítið gaman að fara til að styðja ríkisstjórnina í þetta skiptið, það er tilbreyting,“ segir Kjartan.
Sjávarútvegur Alþingi Strandveiðar Tengdar fréttir „Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02 Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. 30. maí 2025 13:02
Ætla ekki að minnka leyfilegan dagsafla Sigurjón Þórðarson segir að ríkisstjórnin ætli ekki að gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri veiðiferð á strandveiðum. Slíkar hugmyndir hafi verið viðraðar í ráðuneytinu en ríkisstjórnin hafi verið sammála um að gera það alls ekki. 29. maí 2025 17:36