Segir ljóst að Víðir hafi brotið stjórnsýslureglur: „Það er verið að kaupa sér vinsældir“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2025 00:03 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar, hafi brotið stjórnsýslureglur með afskiptum sínum af máli Oscars. Hann segir að málið sé enn eitt dæmið um að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrotum. Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan. Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
Víðir Reynisson hefur sætt harðri gagnrýni úr ranni stjórnarandstöðunnar eftir að hann tjáði Útlendingastofnun að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að allsherjarnefnd alþingis legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Hefur þingmaðurinn verið sakaður um pólitísk afskipti og galin vinnubrögð. Haukur Arnþórsson var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en hann segir að málið líti mjög illa út gagnvart stjórnsýslunni. „Þetta er ekki pólitískt mál. Það þýðir ekkert að koma í fjölmiðla og segja: „Ég tek pólitíska ákvörðun.“ Þetta er stjórnsýslumál,“ segir Haukur. Stendur eitthvað í lögum um að Víðir hafi ekki mátt senda þennan tölvupóst? „Já hann mátti ekkert senda þennan tölvupóst. Þetta er brot á stjórnskipuninni. Það getur enginn stjórnmálamaður farið að skipta sér af því hvað framkvæmdavaldið gerir,“ segir hann. Fer hann svo að tala um hvernig hlutirnir voru á dögum Jónasar frá Hriflu, þegar hann var að „vesenast“ í ríkisstofnunum. Hann segir að mál Víðis sé miklu verra en maður áttar sig á. Hann telur að verið sé að kaupa sér vinsældir. En Víðir segist bundinn eigin samvisku, og segir að þingmenn eigi að taka ákvarðanir þannig? „Hann gerir það í pólitískum málum en þetta er ekki pólitískt mál, þetta er bara rangt hjá honum. Það er einfaldlega þannig að þetta er stjórnsýslumál.“ Þá segir hann að á umliðnum árum hafi átt sér stað mikil valddreifing í samfélaginu, vald hafi verið tekið frá ráðherrum til að þeir séu ekki að taka geðþóttaákvarðanir til stofnana og síðan séu líka komnar úrskurðarnefndir. „Það er ekki lengur hægt að kæra mál til ráðherra, þau eru kærð til úrskurðanefnda.“ „Þetta mál fer til útlendingastofnunar svo fer það til kærunefndar útlendingamála, og ef menn eru ósáttir fer það fyrir dómstóla. Það fer aldrei fyrir alþingi, það er alþingi sem setur lögin um þetta“ „Það að brjóta gegn þrískiptingu valdsins er mjög alvarlegt.“ Þá segir Haukur einnig að það gangi gegn jafnræðisreglu að taka einn til hliðar af nítján sem bíða brottvísunar úr landi fram fyrir röðina. „Hann má ekki taka svona stjórnsýsluákvörðun hann Víðir.“ En þetta er ekki fyrsta dæmið af þessum toga, Guðmundur Ingi hafði samband við ríkislögreglustjóra í fyrra vegna sambærilegs máls? „Jájá það hafa verið nokkur svona dæmi. Svandís Svavarsdóttir setti bann á hvalveiðar sem var ólöglegt. Það eru allmörg dæmi um það að þingmenn kaupi sér vinsældir með lögbrötum.“ Hvaða afleiðingar mun þetta hafa? „Væntanlega engar,“ segir Haukur. Viðtalið er lengra og hægt er að hlusta á það í heild sinni í spilararnum hér að ofan.
Mál Oscars frá Kólumbíu Alþingi Bylgjan Reykjavík síðdegis Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19 „Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22 Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gíg Innlent Fleiri fréttir Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Sjá meira
„Hef mikinn skilning á því að Víðir hafi gert þetta“ Þingflokksformaður Viðreisnar sýnir því skilning að Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar, hafi farið fram á frestun brottvísunar Oscars Botanegra. 4. júní 2025 12:19
„Það er rétt skilið“ Útlendingastofnun varaði Víði Reynisson, formann Allsherjar- og menntamálanefndar, við því að það yrði fordæmisgefandi ef stofunin frestaði brottvísun allra þeirra 19 sem voru á framkvæmdalista Ríkislögreglustjóra. Útlendingastofnun krafðist þess vegna skýrari svara frá þingmanninum. 4. júní 2025 11:22
Forstjóri Útlendingastofnunar vildi skýr svör frá Víði um umsókn Oscars Forstjóri Útlendingastofnunar fór í tölvupósti fram á að fá skýr svör frá Víði Reynissyni, formanni allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis, um það hvort undirnefndi nefndarinnar hygðist veita Oscari Boganegra ríkisborgararétt. Átján aðrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem er til skoðunar að veita ríkisborgararétt, fengu ekki sömu meðferð. 3. júní 2025 18:43