Dæmdur 10-0 sigur og titillinn í höfn eftir mikið hneyksli Sindri Sverrisson skrifar 5. júní 2025 13:00 Leikmenn AEK Aþenu neituðu að hefja leik í Skopje. Núna hefur liðinu verið dæmt 10-0 tap. EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI Eins og alþjóð veit eru Valskonur Evrópubikarmeistarar í handbolta í ár. Karlamegin er nú loks einnig búið að útnefna sigurvegara, eftir mikið hneyksli. Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða. EHF-bikarinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Evrópubikarinn, sem er þriðja sterkasta Evrópukeppnin, er nú kominn í hendur lærisveina Kirils Lazarov í norður-makedónska liðinu Alkaloid. Liðinu hefur nefnilega verið úrskurðaður 10-0 sigur í seinni leik sínum við AEK Aþenu í úrslitaeinvíginu. Alkaloid hafði unnið fyrri leikinn í Grikklandi 29-25 en leikur liðanna í Skopje 25. maí náði hins vegar aldrei að hefjast. Skýringar liðanna á því eru ólíkar en niðurstaða EHF er skýr um að AEK hafi borið að spila leikinn en ekki gert það og teljist því hafa tapað leiknum. Leikmenn AEK voru þó mættir í höllina en enduðu á að neita að spila leikinn. Skýringar AEK á því eru þær að hluta af stuðningsmönnum liðsins hafi ekki verið hleypt inn í Norður-Makedóníu. Félagið hafi viljað sýna þeim stuðning með því að neita að spila. Leikmenn Alkaloid klöppuðu fyrir stuðningsmönnum sínum sem fengu ekki að sjá neinn leik spilaðan, þann 25. maí.EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI „Það ætti enginn í heiminum að mega sýna slíkt óréttlæti sem yfirvöld í Skopje gerðu: Á öryggisfundi í morgun ákváðu þau að meina sumum stuðningsmanna okkar inngöngu í landið,“ skrifaði gríska félagið. Skýringar Alkaloid voru aðrar. Í norður-makedónskum miðlum sagði að þó að AEK hefði aðeins fengið úthlutað 200 miðum þá hefðu 500 stuðningsmenn liðsins ætlað sér að ferðast á leikinn. Engum með miða á leikinn hefði verið meinað að koma til landsins. Í úrskurði EHF í dag segir að þessi úrskurður snúi aðeins að úrslitunum í leiknum. Alkaloid teljist hafa unnið Evrópubikarinn, með þeim fríðindum sem af því hljótist. Hins vegar eigi enn eftir að taka ákvörðun um mögulegar refsingar varðandi það að neita að spila, þann skaða sem af því hlaust, og úthlutun miða.
EHF-bikarinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira