Kolbrún segir gesti nefndarinnar handbendi minnihlutans Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2025 14:03 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sagði nefndina hafa unnið gott starf og ítrasta tillit hafi verið tekið til óska minnihlutans fyrir utan álit fjögurra framhaldsskólakrakka sem augljóslega hefðu verið handbendi minnihlutans. vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var meðal þeirra sem tók til máls í atkvæðagreiðslu um grunnskólanámsmat. Tillagan var samþykkt. En Kolbrún bauð hins vegar upp á ásakanir í tengslum við vinnu í allsherjar- og menntamálanefnd sem hleypti öllu í bál og brand. Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“ Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Talsverður meirihluti var fyrir stjórnarfrumvarpinu en Kolbrún mælti fyrir því. 35 já, 19 nei, 9 fjarstaddir. Kolbrún sagði í fyrstu að vinnan í nefndinni hafi verið ítarleg, nákvæm og reynt hafi verið að gera flest það sem þeir í minnihlutanum fóru fram á. „Fyrir utan að fá einhverjar fjóra unga krakka í framhaldsskóla sem búið var að sérvelja og mögulega segja þeim hvað þau áttu að segja fyrir framan þingnefndina.“ Nú varð mikið kurr í þingsalnum. En Kolbrún brýndi þá raust sína. „Það kom auðvitað ekki til greina. En þetta er gott mál. Það er búið að vinna vel og af helstu sérfræðingum landsins,“ sagði Kolbrún og sagði það taka til allra barna með ólíkar þarfir. „Við ættum að hugsa um þetta sem hamingjudag.“ Snorra Mássyni var ekki skemmt þegar hann heyrði ásakanir Kolbrúnar.vísir/anton brink Meðlimir minnihlutans brugðust ókvæða við þessum orðum. Snorri Másson, Miðflokks- og nefndarmaður, vildi lýsa yfir furðu á „undarlegum aðdróttunum þingmanns og samnefndarmanns okkar í allsherjarnefnd, Kolbrúnar, um að það hafi verið okkar vilji að laða eitthvað fólk fyrir nefndina sem við svo ætluðum að segja hvað ætti að segja. Þetta er undarleg leið til að tala um ungt og málsmetandi fólks sem hefur skoðanir á menntamálum.“ Snorri hafnaði þessu fortakslaust og hið sama gerði Jón Pétur Zimsen, Sjálfstæðisflokki, á Twitter. Ég hélt að ég ætti ekki ekki að upplifa að þingmaður, Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins myndi forsmá ungt fólk í ræðustól Alþingis.Til umræðu hefur verið námsmat í grunnskólum og framhaldsskólanemendur sendu inn umsögn varðandi frumvarpið.Venjulega er leitað til breiðs… pic.twitter.com/jsqGe19IkN— Jon Petur Zimsen (@JPZimsen) June 6, 2025 Um var að ræða tvær framhaldsskólastúlkur úr MR, þær Úlfhildi Elísu Hróbjartsdóttur og Diljá Karen Kristófersdóttur Kjerúlf. Þá komu einnig á sérfund nefnarmanna tveir nemendur frá Verslunarskólanum, þau Pétur Orri Pétursson og Eva Sóley Sigsteinsdóttir sem lögðu í framhaldinu fram umsögn um málið. Þar segir meðal annars að mörgu megi sleppa og „að þetta nýja frumvarp gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og dragi þar með úr frelsi ungs fólks til að móta eigin framtíð.“
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent