Sjávarútvegurinn standi höllum fæti Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 18:55 Jón Gunnarsson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútvegi þessa dagana. Samdráttur í ráðgjöf til veiða á þorski kosti þjóðina milljarða króna. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón. Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir veiðar næsta fiskveiðiárs gerir ráð fyrir fjögurra prósenta lækkun á aflamarki þorsks. Aflinn fari úr 213 þúsund tonnum í 203 þúsund tonn. Þá er gert ráð fyrir að ráðlagt aflamark haldi áfram að lækka næstu tvö til þrjú ár. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gera ráð fyrir því að samdrátturinn kosti þjóðarbúið um sex til sjö milljarða króna í útflutningstekjur af þorski. Þó séu góð tíðindi í ráðgjöfinni, en þar má meðal annars finna 27 prósent hækkun í ráðgjöf sumargotsíldar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna grafalvarlega. „Það eru allar forsendur fyrir þeim bröttu hækkunum í veiðigjöldum sem eru boðaðar brostnar. Svo er tíu þúsund tonnum einhvern veginn ávísað til uppgjörs inn í framtíðina. Það er galið að ríkisstjórnin skuli við þessar vera að keyra þessi mál svona hratt áfram,“ segir Jón. Óvissa vegna samdráttar í ráðgjöf og vegna yfirvofandi frumvarpa um strandveiðar og veiðigjöld hafi strax mikil áhrif. „Það er þegar búið að setja stopp á framkvæmdir og fjárfestingar á tækjum og búnaði fyrir hundruð milljóna. Þannig óvissan er að gera sig um allt land. Það er þegar farið að bera á uppsögnum í þjónustugreinum við sjávarútveginn. Við höfum ekkert efni á þessu, okkar samfélag við þessar aðstæður, að vera svona brött og yfirlýsingaglöð eins og þessi ríkisstjórn er. Menn verða að fara að komast til raunveruleikans og hætta þessum darraðardansi,“ segir Jón. Það blasi við að sjávarútvegurinn standi höllum fæti. Hann vonast til þess að ríkisstjórnin bregðist við. „Ef það er einhver skynsemi til um borð hljóta þau að endurskoða hlutina núna. Annað er útilokað,“ segir Jón.
Sjávarútvegur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira