Leita leiða til að auðvelda framsal fanga til heimalands síns Bjarki Sigurðsson skrifar 9. júní 2025 22:01 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Unnið er að því að auðvelda yfirvöldum að framselja fanga til síns heimalands. Dómsmálaráðherra var ráðlagt af samráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir, áður en við upplifum erfiðleikana í innflytjendamálum sem glímt er við þar. Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg. Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Nýlega fundaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra með samráðherrum sínum á Norðurlöndunum. Þar ræddi hún meðal annars áskoranirnar sem nágrannaþjóðir okkar glíma við í tengslum við innflytjendur. Hún segir að ráðherrarnir hafi brýnt fyrir henni, að fara sem fyrst í þær aðgerðir sem Norðurlöndin eru nú að fara í, meðal annars þegar kemur að afbrotum innflytjenda. „Því þessi vandamál stækka bara ef ekkert er gert. Það er það sem ríkisstjórnin hefur einsett sér að gera, að vera með markviss og afgerandi skref í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Þorbjörg. Hún segir Norðurlöndin glíma við sama vandamál og Ísland varðandi skort á fangelsisplássum. „Mér fannst ég líka upplifa sterkt að það hefur verið rætt að glæpastarfsemi og brot að Ísland sé tíu til fimmtán árum á eftir því sem við sjáum gerast á Norðurlöndunum. Það alvarlega er að þetta bil er alltaf að styttast. Við erum að sjá merki þess að skipulögð brotastarfsemi hafi náð að festa rætur á Íslandi,“ segir Þorbjörg. Meðal þess sem er til skoðunar er að fangar afpláni í heimalandi sínu, en fjörutíu prósent fanga á Íslandi eru með erlent ríkisfang. Það er heimild til þess í lögum, með því skilyrði að móttökuríkið samþykki framsalið. Verið er að vinna að því að auðvelda það ferli. „Þau eru misfús til þess. Þannig það skiptir máli að tíminn vinni með okkur. Við erum kannski að tala um dóma sem eru eitt og tvö ár, þá er erfitt ef svona vinna er í mánuðum talin. Þetta heyri ég að er útbreitt stef á Norðurlöndunum og menn eru að horfa á þetta sameiginlega hvernig hægt er að bregðast við,“ segir Þorbjörg.
Innflytjendamál Fangelsismál Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Innlent Fleiri fréttir Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira