Skipulögð glæpastarfsemi er ógn við samfélagið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. júní 2025 07:02 Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég átti á dögunum góð samtöl við kollega mína í Helsinki á fundi dómsmálaráðherra Norðurlandanna. Það er mikilvægur vettvangur þar sem við miðlum reynslu okkar og stillum saman strengi. Þetta samstarf hefur líklega aldrei verið mikilvægara en núna. Það er ætlun okkar ráðherranna að halda áfram að nýta þennan vettvang til að efla viðbragð okkar gegn afbrotum. Á þessum fundi var töluvert rætt um aðgerðir gegn skipulagðri brotastarfsemi. Fyrir okkur á Íslandi er mikilvægt að muna að það sem gerist á Norðurlöndunum kemur öllu jafna 10 árum síðar til Íslands. Og sá tími er alltaf að styttast. Lærum af Norðurlöndunum Á Norðurlöndunum sjáum við núna hvernig skipulagðir glæpahópar eru farnir að nota ungmenni til að fremja afbrot. Þar hefur í sumum landanna verið brugðist við með lagasetningu um refsiábyrgð þeirra sem ginna aðra til að fremja afbrot. Gengjastríð eru orðin að veruleika og ráðamenn hafa áhyggjur af ofbeldi. Misnotkun á bótakerfum, innistæðulaus reikningagerð og önnur efnahagsbrot spila líka hlutverk. Umræður um þyngri refsingar fyrir ofbeldisbrot voru töluverðar. Norðurlöndin hafa gripið til þeirra ráða að auka heimildir lögreglu. Samhliða hafa þau eflt lögreglu og viðbragð, enda um gríðarmikið öryggismál að ræða. Það hefur skilað árangri. Ég fékk brýningu frá norrænum kollega mínum: Gerið eitthvað núna í skipulagðri brotastarfsemi. Ekki bíða, það eru dýrkeypt mistök. Og á fyrstu sex mánuðum hefur ríkisstjórnin eflt löggæslu með því að fjölga lögreglumönnum. Önnur skref hafa nýlega verið tekin, svo sem að hækka lágmarkssektir fyrir vopnaburð tífalt. Með því er undirstrikað að vopnaburður á ekki að vera liðinn á Íslandi. Í liðinni viku varð frumvarp mitt um farþegalista að lögum sem og frumvarp um framsal sakamanna. Alþingi er auk þess með frumvarp mitt til meðferðar um aðgerðir til að endurheimta ólöglegan ávinning af afbrotum. Og í haust mun ég leggja fram frumvarp um auknar heimildir fyrir lögreglu í aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi. Þá mun ég í haust kynna frumvarp til að efla enn frekar embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar vinnur sterkur hópur gott starf en með lagabreytingum og fleiri störfum er ætlunin að efla embættið og landamæri okkar enn frekar. Lykillinn að árangri er alþjóðleg samvinna Skipulögð brotastarfsemi er flókinn málaflokkur við að eiga. Alþjóðleg samvinna, miðlun upplýsinga og samhæfðar aðgerðir eru lykillinn að árangri í baráttunni gegn glæpahópum sem vinna þvert á landamæri. Alþjóðleg samvinna eins og sú sem fer fram hjá Europol hefur aldrei verið mikilvægari. Og það er ætlun mín að efla enn frekar tengsl okkar við Norðurlöndin og læra af reynslu þeirra. Aðgerðaáætlun í smíðum Ég mætti nýlega á Lögregluráðsfund og ræddi við lögreglustjórana um aðgerðaáætlun gegn skipulagðri brotastarfsemi að norrænni fyrirmynd sem er í smíðum. Við munum aldrei verja okkur á mannaflanum einum. Við þurfum lagabreytingar og heimildir. Staðan sem við okkur blasir núna er að við þurfum að gera upp við okkur hvort við ætlum að setja aðgerðir gegn brotastarfsemi í forgang eða bíða í nokkur ár og þurfa þá að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að bregðast við erfiðuástandi líkt og reynslan var á sumum Norðurlöndunum.Mín afstaða er skýr. Við skulum ekki bíða heldur ganga í málið strax. Höfundur er dómsmálaráðherra
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun