Vilja taka yfir Play Árni Sæberg skrifar 10. júní 2025 16:18 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að Play hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 hf. um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð BBL 212 hf. í allt hlutafé Fly Play hf. Forvígismenn félagsins BBL 212 hf. séu Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf. Afskrá og hækka hlutafé „Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play stefna á að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Samhliða færi fram hlutafjáraukning. Yfirtökuhópurinn, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar, ætlar sér áfram að stuðla að samkeppni á íslenskum flugmarkaði neytendum til góða undir merkjum Play með því að bjóða hagkvæm flugfargjöld fyrir Íslendinga og ferðamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Play. Yfirtökuhópurinn muni leggja áherslu á eftirfarandi þætti í rekstri félagsins: Gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu mun fækka. Flogið verður undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu verður skilað. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Hinar sex vélarnar verða leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Félagið verður afskráð af hlutabréfamarkaði. Aukin áhersla á skrifstofur félagsins í Möltu og Litháen. Í stuttu máli muni farþegar frá Íslandi ekki finna fyrir breytingum á þjónustu félagsins. Yfirbragð og ásýnd félagsins og flugvéla verði óbreytt. Farþegaþoturnar verði enn þá rauðar, áhafnir verði frá Íslandi og starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Bjóða eina krónu á hlut Yfirtökuhópurinn muni gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geti annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. Gengi Play stóð í 0,81 krónu á hlut þegar mörkuðum var lokað síðdegis. „Með þessum áherslum hyggst yfirtökuhópurinn halda áfram þeirri vegferð að auka vægi arðbærs hluta rekstur félagsins, sólarlandaferða og leiguverkefna, og hætta þeim hluta starfseminnar sem skilað hefur lakari árangri, sem er flug til Bandaríkjanna og tengiflug.“ Yfirtökufélagið verði fjármagnað með að lágmarki tuttugu milljóna dollara fjárframlagi en af þeirri fjárhæð sé þegar skuldbinding fyrir rúmlega þriðjungi fjárhæðarinnar. Praktískar breytingar „Hér er fyrst og fremst um að ræða áform um praktískar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins Play. Með þeim leggjum við áherslu á arðbæra þætti rekstursins, það er sólarlandaflug, og hættum þeim hluta rekstursins sem hefur ekki skilað árangri. Við hlökkum til að halda áfram að stuðla að samkeppni á flugmarkaði í rauðu vélunum, með íslenskum áhöfnum. Meginmarkmið okkar er nú sem fyrr að bjóða Íslendingum hagkvæm flugfarfargjöld í sólina,“ er haft eftir Einari Erni. Einar Örn var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi breytingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að Play hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 hf. um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð BBL 212 hf. í allt hlutafé Fly Play hf. Forvígismenn félagsins BBL 212 hf. séu Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf. Afskrá og hækka hlutafé „Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play stefna á að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Samhliða færi fram hlutafjáraukning. Yfirtökuhópurinn, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar, ætlar sér áfram að stuðla að samkeppni á íslenskum flugmarkaði neytendum til góða undir merkjum Play með því að bjóða hagkvæm flugfargjöld fyrir Íslendinga og ferðamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Play. Yfirtökuhópurinn muni leggja áherslu á eftirfarandi þætti í rekstri félagsins: Gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu mun fækka. Flogið verður undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu verður skilað. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Hinar sex vélarnar verða leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Félagið verður afskráð af hlutabréfamarkaði. Aukin áhersla á skrifstofur félagsins í Möltu og Litháen. Í stuttu máli muni farþegar frá Íslandi ekki finna fyrir breytingum á þjónustu félagsins. Yfirbragð og ásýnd félagsins og flugvéla verði óbreytt. Farþegaþoturnar verði enn þá rauðar, áhafnir verði frá Íslandi og starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Bjóða eina krónu á hlut Yfirtökuhópurinn muni gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geti annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. Gengi Play stóð í 0,81 krónu á hlut þegar mörkuðum var lokað síðdegis. „Með þessum áherslum hyggst yfirtökuhópurinn halda áfram þeirri vegferð að auka vægi arðbærs hluta rekstur félagsins, sólarlandaferða og leiguverkefna, og hætta þeim hluta starfseminnar sem skilað hefur lakari árangri, sem er flug til Bandaríkjanna og tengiflug.“ Yfirtökufélagið verði fjármagnað með að lágmarki tuttugu milljóna dollara fjárframlagi en af þeirri fjárhæð sé þegar skuldbinding fyrir rúmlega þriðjungi fjárhæðarinnar. Praktískar breytingar „Hér er fyrst og fremst um að ræða áform um praktískar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins Play. Með þeim leggjum við áherslu á arðbæra þætti rekstursins, það er sólarlandaflug, og hættum þeim hluta rekstursins sem hefur ekki skilað árangri. Við hlökkum til að halda áfram að stuðla að samkeppni á flugmarkaði í rauðu vélunum, með íslenskum áhöfnum. Meginmarkmið okkar er nú sem fyrr að bjóða Íslendingum hagkvæm flugfarfargjöld í sólina,“ er haft eftir Einari Erni. Einar Örn var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi breytingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur