„Ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 18:07 Fjölnir Sæmundsson er formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna segir hótanir í garð lögreglumanna hafa færst í aukana undanfarin misseri. Hann segir dæmi um að lögreglumenn skrái sig af samfélagsmiðlum og þjóðskrá og fjárfesti í rándýrum öryggiskerfum fyrir heimili sín. Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Fréttastofa RÚV greindi frá því í dag að hópur vopnaðra manna hafi mætt á heimili lögreglumanns og hótað honum aðfaranótt mánudags. Hópurinn hafi haft í hótunum við lögreglumanninn um nokkurt skeið. Sérsveit ríkislögreglustjóra hafi verið kölluð út vegna málsins og handtekið mennina. Leituðu lögreglumanninn uppi á netinu Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir aukningu á að lögreglumenn verði fyrir hótunum. Umrætt atvik sé í annað skipti sem staðið er við slíkar hótanir. „Við erum með dæmi á þar síðasta ári þar sem kveikt var í bíl lögreglumanns eftir að hótanir voru hafðar,“ segir Fjölnir í samtali við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis í dag. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að kveikja í bíl lögreglukonu að nóttu til í ágúst 2023. Tveir þeirra neita sök. Í frétt RÚV segir að aðfaranótt mánudags hafi menn hótað lögreglumanninum með hnífi en ekki sé vitað til þess að vopnum hafi verið beitt. „Þarna er búið að hóta þessum lögreglumanni um dálítinn tíma og leita að upplýsingum á Internetinu um hvar hann eigi heima, þeir vita lögreglunúmerið hans,“ segir Fjölnir. Lögreglumenn feli sig Hann lýsir umræddum lögreglumanni sem hinum almenna lögreglumanni sem sé duglegur að vinna vinnuna sína, og segir hann ekki starfa við rannsókn á málum tengdum skipulagðri brotastarfsemi. „En þarna er í gangi mjög skipulögð glæpastarfsemi og einhver lagskipting. Það er verið að nota minni spámenn í að taka á sig sökina þó að lögregla telur sig alveg vita hver stendur á bak við þessar hótanir.“ Fjölnir segir ekki nægilega vel tekið á málum þar sem lögreglumenn verði fyrir hótunum. Hann segir sambandið til að mynda hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum í íkveikjumálinu þegar í ljós kom að einungis væri ákært fyrir skemmdarverk, en ekki fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni. Lögreglumenn séu farnir að gera ráðstafanir til að komast undan hótunum sem þessum. „Þú ert eiginlega hættur að finna lögreglumenn á samfélagsmiðlum og fólk er ekki í þjóðskrá lengur. Þannig að allt í einu eru lögreglumenn farnir að fela sig og kaupa rándýr öryggiskerfi og slíkt. Það auðvitað gengur ekki,“ segir Fjölnir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Samfélagsmiðlar Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira