Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2025 07:58 Þórunn Anna Árnadóttir er forstjóri Neytendastofu. Hún segir enn heilmikla vinnu eftir. Vísir/Arnar Neytendastofa hefur enn til skoðunar upplýsingagjöf bílastæðafyrirtækja um gjaldtöku. Neytendastofa sektaði í gær fjögur fyrirtæki sem innheimta gjöld fyrir notkun bílastæða. Upplýsingagjöf og viðskiptahættir fyrirtækjanna voru ekki talin í samræmi við lög og hæsta sektin nam einni milljón króna. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“ Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir Neytendastofu bæði hafa fengið margar ábendingar frá neytendum og hagsmunasamtökum vegna gjaldskyldra bílastæða. Þórunn Anna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær. Hún segir Neytendastofu í kjölfar þess að fá ábendingar hafa gert gagngera skoðun á fyrirtækjum á markaði. Þau séu nú búin að ljúka skoðun á fjórum fyrirtækjum. Alls hafi ellefu mál verið tekin til skoðunar. Einhver hafi verið felld niður en enn séu einhver opin. „Það er heilmikil vinna enn fram undan,“ segir Þórunn Anna. Hún segir að í flestum tilfellum hafi fyrirtækin verið að leggja á gjöld sem neytandinn vissi ekki um eins og þjónustugjöld í appi eða kostnað við að fá kröfu í heimabanka. Það hafi líka verið ruglingur á því hverjum nákvæmlega átti að greiða, því stæðin voru ekki merkt og svo hafi stundum ekki verið skýrt að greiðsla hafi ekki verið sjálfvirk nema fólk væri skráð í appið. Þórunn Anna segir misjafnt eftir fyrirtækjum fyrir hvað þau voru sektuð og hversu há sektin var. Fyrirtækin sem um ræðir eru Isavia, vegna gjaldheimtu við Reykjavíkurflugvöll, Parka lausnir ehf., Easypark og Green parking ehf. Sektirnar voru á bilinu 200 þúsund krónur til einnar milljónar króna, sem Parka ber að greiða. Neytendastofa muni fylgja málinu eftir Þórunn Anna segir fyrirtækin nú þurfa að bæta úr sinni upplýsingagjöf. Það sé ekkert í lögum sem banni sjálfa gjaldtökuna en gjaldtaka þurfi að vera skýr þannig neytandi viti af henni. Önnur fyrirtæki geti einnig tekið mið af því. Hún segir Neytendastofu fylgja þessu eftir og sjá til þess að bætt hafi verið úr upplýsingagjöf. Vilji fólk gera athugasemdir við gjaldtökuna verði það að leita til Kærunefndar vöru og -þjónustukaupa. Þórunn Anna segir mjög algengt að neytendur kvarti og það berist enn reglulega kvartanir til Neytendastofu vegna málsins. „Við vonumst til þess að þetta verði til þess að háttsemin verði breytt og merkingarnar skýrar. Það er alveg augljóst að þetta er ekki nægilega skýrt.“
Bílastæði Neytendur Bílar Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51 Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. 20. september 2024 14:51
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Gjaldtöku á bílastæðum háskólans frestað Gjaldtöku fyrir bílastæði við Háskóla Íslands hefur verið frestað fram yfir áramót. Ætlað var að almenn gjaldtaka yrði innleidd á háskólasvæðinu með fyrsta september en fram kemur í tilkynningu frá háskólanum að vinna við innleiðinguna hafi tekið lengri tíma en ætlað var og því hafi verið tekin sú ákvörðun að fresta henni. 4. september 2024 15:55