Hæstiréttur staðfestir nauðgunardóm Najeb Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 16:57 Hæstiréttur staðfesti fimm ára nauðgunardóm Najeb Mohammad Alhaj Husin í dag. Vísir Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, fyrir brot, þar á meðal nauðgun, gegn stúlku í unglingadeild skólans. Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér. Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Brot hans áttu sér stað í nóvember 2021 til mars ári síðar, en þá var hann 29 ára og hún fjórtán ára. Najeb var ákærður fyrir nokkur brot gagnvart stúlkunni. Honum var gefin að sök kynferðisleg áreitni gegn barni með því að hafa í tvígang í húsnæði grunnskólans kysst hana og káfað á brjóstum hennar og kynfærum. Þá var hann ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni með því að hafa haft ítrekað samræði og önnur kynferðismök við stúlkuna án hennar samþykkis. Brotin áttu sér sum stað í bíl sem hann hafði afnot af, á heimili hans, og á heimili hennar. Einnig var Najeb ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni, en í síma hans mátti finna mynd sem sýndi stúlkuna á kynferðislegan hátt. Beitti stúlkuna nauðung Najeb var fyrst dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í héraðsdómi Norðurlands eystra. Dómurinn taldi sannað að Najeb hefði ítrekað haft samræði við stúlku undir fimmtán ára aldri, og var hann sakfelldur fyrir brot gegn ákvæði gegningarlaga sem leggur bann við samræði við barn yngra en fimmtán ára. Í héraðsdómi var hann sýknaður af ákærunni fyrir nauðgun. Ekki var fallist á þann skilning ákæruvaldsins á lögunum að fjórtán ára gamalt barn gæti ekki veitt gilt samþykki fyrir samræði eða öðrum kynmökum með þrítugum manni. Landsréttur þyngdi dóminn í fimm ára fangelsi og sakfelldi hann fyrir nauðgun. Í dómi Landsréttar segir að af samskiptum stúlkunnar og mannsins megi rekja að fljótlega eftir að þau kynntust hafi hann leitast eftir kynferðislegu samneyti við hana. Hann hafi þrýst á að hitta hana í því skyni að stofna til slíkra kynna, og hann hafi legið henni á hálsi fyrir að tjá honum ekki nægilega ást sína og vakið hjá henni sektarkennd með því. Meðal annars þess vegna komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að hann hefði beitt stúlkuna ólögmætri nauðung og var hann því sakfelldur fyrir nauðgun. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og var Husin gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins fyrir Hæstarétti, samtals 1,696,218 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns og þóknun réttargæslumanns brotaþola. Farið var ítarlega yfir málsatvik í frétt Vísis um dóm héraðsdóms, sem hægt er að lesa hér.
Kynferðisofbeldi Grunnskólar Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Tengdar fréttir Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43 Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Starfsmaður grunnskóla dæmdur fyrir ítrekað samræði við stúlku Fyrrverandi starfsmaður grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á nokkurra mánaða tímabili fyrir um tveimur árum ítrekað haft samræði við stúlku í níunda bekk skólans. Hann var sýknaður af ákæru fyrir nauðgun. 13. desember 2023 16:43
Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Najeb Mohammad Alhaj Husin, fyrrverandi starfsmanns grunnskóla í bæjarfélagi á Norðurlandi vestra, sem hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn stúlku í unglingadeild skólans árin 2021 til 2022. 15. janúar 2025 10:39