Fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga án útskýringa Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 19:41 Þórður Áskell Magnússon segir mennina aldrei hafa fengið útskýringu á því hvers vegna þeir fengu ekki inngöngu í landið. Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í þrjá daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða. Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“ Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Mennirnir voru á leið hingað til að reisa hús fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar. Þeir hafa áður starfað víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Þegar þeir voru nýlentir á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld voru þeir teknir til hliðar og tjáð að þeir færu ekki inn í landið. Sá sem réði þá til vinnu taldi sig hafa gert allt rétt í kringum alla pappírsvinnu og engar upplýsingar var að fá um hvað væri að. Þórður Áskell Magnússon, eigandi Vélsmiðju Grundarfjarðar, er sá sem réði mennina í vinnu. „Við vitum ekkert af hverju. Það má vel vera að það sé eitthvað, ég veit það ekki. En við getum ekki lagað eða neitt gert ef við vitum ekki hvað er að gerast þarna,“ segir Þórður. Þeir sofa á þessum trébekkjum. Mennirnir voru því fastir í flugstöðinni án alls. Þeir voru ekki í haldi lögreglu, heldur þurftu þeir að bjarga sér sjálfir á vellinum. „Þeir fengu ekki að nálgast töskurnar sínar, en eftir þrjátíu og eitthvað klukkutíma fékk ég lögreglumann til að fara og fara í töskurnar. Þeir fengu þær ekki afhentar, en þeir fengu úlpurnar sínar sem voru í töskunni þannig þeir gátu sofið undir einhverju.“ „Þeir eru með peninga, en þeir mega ekki einu sinni kaupa sér kaffibolla, ekkert að borða, þeir eru ekki með flugmiða. Þeir væru í miklu betri aðstöðu í gæsluvarðhaldi. Svo sofa þeir bara á einhverjum trébekkjum.“ Mennirnir fengu úlpurnar sínar úr ferðatöskunum en ekkert annað. Að lokum ákvað Þórður að hann vildi kaupa flugmiða fyrir mennina aftur út. Þeir tóku það ekki í mál, þeir vildu fá rökstuðning áður en þeir færu úr landi. „Heyrðu nei. Við sættum okkur ekkert við þetta. Við erum ekkert sáttir við þetta, þeir eru búnir að vinna út um allan heim. Þetta fyrirtæki er ekki að reisa hús bara á Íslandi,“ segir Þórður. Viðtalið við Þórð var tekið fyrr í dag, en núna seinni partinn urðu vendingar í málinu. Mennirnir fengu að koma inn í landið og eru á leið til Grundarfjarðar. Í stuttu samtali við fréttastofu segist Þórður fokillur yfir málinu og bíður enn svara hvers vegna mennirnir voru látnir dúsa á vellinum svo lengi. Fréttastofa sendi lögregluembættinu á Suðurnesjum fyrirspurn vegna málsins og svör bárust rétt áður en fréttin fór í loftið. Þar segir að lögregluembætti geti staðfest að ríkisborgarar frá Belarús hafi verið til skoðunar á landamærunum í flugstöðinni, en lögreglan muni að öðru leyti ekki tjá sig um málefni umræddra einstaklinga. „Á landamærunum koma oft upp fjölmörg mál sem þarf að skoða frekar. Þegar útlendingur er tekinn til frekari skoðunar á landamærunum er honum tilkynnt réttur sinn á að ráða lögfræðing á eigin kostnað, hafa samband við mannúðar- eða mannréttinda samtök eða fulltrúa frá sínu heimaríki. Þetta eru grundvallarréttindi sem lögregla leiðbeinir viðkomandi um í upphafi máls.“ „Lögreglan á Keflavíkurflugvelli hefur undanfarnar vikur veitt því athygli að tilvikum hefur fjölgað, þar sem verið er að misnota útgefnar vegabréfsáritanir og afturkallað í kjölfarið.“ „Lögreglan mun halda áfram að viðhalda öflugu löggæslu- og landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli.“
Belarús Vinnumarkaður Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent