Sú markahæsta frá upphafi „með hreina samvisku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júní 2025 07:00 Markaskorari af guðs náð en fer ekki á EM. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Spænska knattspyrnukonan Jenni Hermoso segir „með hreina samvisku“ eftir að ljóst var að hún mun ekki valin í leikmannahóp Spánar fyrir Evrópumótið sem fram fer Sviss í sumar. Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hin 35 ára gamla Hermoso er markahæsti leikmaður í sögu spænska kvennalandsliðsins með 57 mörk í 123 leikjum. Hún var í lykilhlutverki þegar Spánn stóð uppi sem heimsmeistari árið 2023 en það var atvik að úrslitaleiknum loknum sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, kyssti Hermoso óumbeðinn á munninn þegar hann var að óska leikmönnum liðsins til hamingju með sigurinn. Rubiales, sem var vikið úr starfi sínu, sagði kossinn hafa verið með samþykki Hermoso. Hann var í febrúar á þessu ári fundinn sekur um kynferðislega áreitni. Hann slapp við fangelsisvist en þurfti að greiða sekt upp á eina og hálfa milljón íslenskra króna. Eftir að í ljós kom að Hermoso, sem spilar i dag með Tigres í Mexíkó, hefði ekki verið valin í leikmannahóp Spánar birti hún færslu á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar sagði hún að samviska sín væri hrein, sérstaklega eftir að hafa yfirgefið umhverfi með svona slæmt andrúmsloft. „Leyfum þeim að einbeita sér á að gera Spán að Evrópumeisturum,“ skrifaði Hermoso einnig. Hún tók þátt í öllum sex leikjum Spánar í undankeppninni en spilaði siðast landsleik í október á síðasta ári. Sú markahæsta hefur ekki verið valin í síðustu fjóra landsliðshópa Spánar. De verdad que yo también tengo la conciencia muy tranquila y más cuando aparto de mi vida entornos con esa energía tan mala. ¿Gestionar? Eso es lo que tendrían que aprender a hacer otros, que esa parte les queda muy grande. Escribo tuit porque es la única manera que ha dejado…— Jenn1 Hermos0 (@Jennihermoso) June 11, 2025 Montse Tome, þjálfari Spánar, segist skilja Jenni og að hún hafi rætt við hana um stöðu mála. Hann bætti við að samkeppnin um stöður væri gríðarleg og að Hermoso væri að keppa við Patricia Guijarro, Aitana Bonmatí, Alexia Putellas, Vicky López, Cláudia Pina (allar í Barcelona), Maite Zubieta (Athletic Club) og Mariona Caldentey (Arsenal) um stöðu í hópnum. „Það er erfitt að velja 23 leikmenn en við höfum gert það á fagmannlegan hátt. Á endanum eru þetta leikmennirnir sem við völdum,“ sagði Tome. EM kvenna í knattspyrnu hefst 2. júlí næstkomandi. Degi síðar hefur Spánn leik þegar heimsmeistararnir mæta nágrönnum sínum í Portúgal í B-riðli. Ísland er í A-riðli ásamt Finnlandi, Sviss og Noregi.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira