Fjögurra daga bongóblíða í vændum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júní 2025 23:23 Ef allt gengur eftir verður svona um að litast í Nauthólsvík næstu daga. Myndin er tekin í bongóblíðunni í maí. Vísir/Anton Brink Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur veðurfræðingur, segir fjögurra daga bongóblíðu í vændum á stærstum hluta landsins. Hann spáir þó blautum þjóðhátíðardegi en segir ekkert fast í hendi. Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“ Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Samkvæmt staðarspám Veðurstofunnar má búast við allt að sautján stiga hita á höfuðborgarsvæðinu síðdegis á morgun. „Þegar þið talið um sautján gráður, ég held það verði um átján til 22 gráður þar sem hlýjast verður,“ sagði Sigurður í Reykjavík Síðdegis í dag. Á laugardaginn verði hlýjast í uppsveitum Suðurlands. Svalast verði á Austurlandi og Austfjörðum, þar sem lægð frá Færeyjum rembist við að landa hæðinni austan- og suðaustan til. „En ef við horfum á meginhluta landsins, og þá sérstaklega suðurhluta og Vesturland, þá erum við að tala um fjögurra daga bongóblíðu, það er ekkert öðruvísi. Og jafnvel framhald á hvað hitann varðar.“ Þjóðhátíðardagurinn ekki jafn spennandi Þrátt fyrir fjögurra daga veisluna sem Sigurður segir fram undan eru horfurnar ekki alveg jafn góðar í tengslum við þriðjudaginn 17. júní. „Þegar forsetinn okkar ætlar að færa okkur tíðindin á Austurvelli, þá gæti regnhlífin bjargað miklu. Og mér sýnist að 17. júní verði blautur að þessu sinni, sér í lagi sunnan- og vestan til. Þá er lægðin að hafa þau áhrif að hún nær að hrekja hæðina,“ segir Sigurður. Spáin geti þó breyst. Þó séu horfur fyrir þurrum 17. júní á norðanverðu landinu, sér í lagi á Norðausturlandi. Sigurður lofar jafnframt tveggja stafa hitatölum um allt land á þjóðhátíðardaginn. Allur er varinn góður, og Siggi, sem lært hefur að lofa ekki upp í ermina á sér, setur fyrirvara á spár næstu daga. „Nú er þetta annar kafli á þessu sumri sem beinir til okkar sólarveðri með hægum vindi. Það eina sem getur skemmt allar spár, ég ætla nú ekki að svekkja fólk, það er auðvitað þokan. Ef þokan gerir sig gildandi geta hitaspár snúist svolítið í höndunum á okkur.“
Veður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira