„Tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg“ Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 13:24 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ein þeirra sem Þorsteinn Halldórsson þurfti að taka ákvörðun um að færi ekki á EM, eftir fjölmörg samtöl, en það var vegna meiðsla sem hún hefur verið að glíma við. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson segir það að sjálfsögðu hafa verið erfitt að þurfa að tilkynna sterkum landsliðskonum að þær væru ekki á leiðinni á EM í fótbolta í Sviss í sumar. Hann er hins vegar afar ánægður með þann 23 manna hóp sem hann hefur nú valið. „Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Valið var að sjálfsögðu erfitt, sem betur fer. Auðvitað vill maður hafa þetta þannig að það þurfi að hafa fyrir því að velja þennan hóp,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í dag. Það sem tók hann lengstan tíma var að taka endanlega ákvörðun varðandi sóknarmanninn Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur sem því miður mun missa af EM vegna meiðsla. „Í sjálfu sér var mesta vandamálið hjá okkur að fastamenn í hóp hjá okkur hafa verið að glíma við meiðsli. Ég þurfti að taka ákvörðun út frá því hvað ég teldi best,“ sagði Þorsteinn en litlu virðist hafa munað að Emilía kæmist á mótið. „Við þurftum að taka þá leiðinlegu ákvörðun að hún yrði ekki með.“ Betra að hringja en að leikmenn sjái þetta í fjölmiðlum Fleiri en Emilía fengu þó sérstakt símtal frá Þorsteini um að þær fengju ekki sæti í EM-hópnum. „Ég tók nokkur símtöl sem voru hundleiðinleg. Mér finnst það eðlilegra. Gott að tilkynna leikmönnum þetta persónulega í stað þess að þær sjái þetta í fjölmiðlum,“ sagði Þorsteinn og kvaðst hafa tekið nokkur símtöl í morgun og eitt í gær. Enginn varalisti Öfugt við suma aðra landsliðsþjálfara ákvað Þorsteinn að gefa ekki út neinn sérstakan lista af „varamönnum“ sem yrðu til taks ef einhver forföll yrðu fram að móti eða á meðan á því stendur: „Það er enginn leikmaður sem ég tilkynnti að þyrfti að vera klár. Það er enginn standby-listi samkvæmt reglum mótsins. En ef þið skoðið leikmannahópinn þá er einn leikmaður sem hefur ekki spilað undanfarið, eins og Áslaug Munda, en nýjustu fréttir eru að hún verði klár þegar mótið hefst og ég tek ákvörðun út frá því.“ Skýrt markmið að komast upp úr riðlinum Þorsteinn átti mörg símtöl við Emilíu og sjúkraþjálfara hennar en að lokum var það þeirra mat að hún gæti ekki spilað á EM: „Mikið högg? Já klárlega. Hún hefur verið partur af þessu síðustu glugga, byrjað fullt af leikjum og staðið sig vel. Það er ástæða fyrir því að ég ákvað ekki fyrr en hálfellefu í morgun að hún yrði ekki með. Auðvitað þarf hún að vera heil og það var mat sérfræðinga að þetta gengi ekki.“ Íslenski hópurinn kemur saman í Serbíu í aðdraganda EM og mætir þar heimakonum föstudaginn 27. júní. Liðið mætir svo Finnlandi í fyrsta leik á EM, 2. júlí, því næst Sviss 6. júlí og svo Noregi 10. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit. „Við ætlum okkur upp úr þessum riðli. Það er grundvallarmarkmið fyrir þetta mót og til þess þurfum við að vinna leik,“ sagði Þorsteinn.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira