Hver er í raun í fýlu? Daði Freyr Ólafsson skrifar 15. júní 2025 16:00 Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi. Það virðist vefjast fyrir sumum hvað raunverulegt hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér. Hún er ekki til þess að klappa fyrir ríkisstjórninni, heldur til að veita aðhald, spyrja erfiðra spurninga og, þegar þörf krefur, tefja afgreiðslu umdeildra mála til að vekja athygli á lýðræðislegum, stjórnskipulegum og málsmeðferðarlegum áhyggjum. Að nýta tímann í þingsal til að rökstyðja andstöðu sína, jafnvel ítrekað, er hvorki „fýla“ né upphlaup, heldur eðlilegur og nauðsynlegur þáttur í heilbrigðu þingræði. Sú túlkun að stjórnarandstaðan vilji aðeins komast til valda og „væli“ yfir því að fá ekki að ráða, byggir á röngum forsendum og gefur lítið fyrir þau málefnalegu rök sem andstaðan hefur sett fram í þessari umræðu. Þar hefur verið bent á alvarleg stjórnskipuleg álitaefni, valdbeitingu í nefndum og skort á samtali og sáttaleit. Ábendingar af þessu tagi ber að meta út frá innihaldi, ekki afgreiða með því að stimpla þær sem tilfinningaviðbrögð. Þegar gagnrýni beinist eingöngu að framkomu stjórnarandstöðunnar, án þess að skoða aðgerðir og ábyrgð meirihlutans í sömu mynd, þá er augljóst að annað hvort skortir skilning á þinglegum verkferlum eða viljann til að horfast í augu við að lýðræði byggist á jafnvægi. Það er ekki slæmt að vera ósammála, það er ekki fýla að krefjast umræðu. Ef einhver er í fýlu, þá eru það þeir sem hafna samtali og afgreiða gagnrýni sem „væl“. Það er ekki stjórnarandstaðan sem hefur snúið baki við ábyrgri umræðu – það eru þeir sem telja að lýðræðið eigi aðeins við þegar þeim hentar. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun