Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar 18. júní 2025 13:31 Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg fólksins, borg fjölskyldna, eldra fólks, nemenda og í raun allra landsmanna. Allra þeirra sem þurfa að láta daglegt líf ganga upp. Það er hlutverk okkar sem stjórnum borginni að auðvelda þeim lífið, ekki gera það erfiðara. Það gerum við ekki með því að byggja framtíðina á óraunhæfum forsendum. Of oft virðist stefna borgaryfirvalda byggja á því að þrýsta fólki í átt að lífsstíl sem einfaldlega er ekki framkvæmanlegur fyrir flest, allavega ekki enn. Það er munur á því að vera metnaðarfull og því að vera óraunsær. Raunsæi ætti að vera eitt af lykilgildum þeirra sem stjórna borginni. Ekki af því að við viljum litla eða stutta sýn heldur af því að við viljum traustan grunn fyrir framtíðina. Tökum samgöngur sem dæmi. Ég tel mikilvægt að við byggjum upp góðar almenningssamgöngur til framtíðar en á meðan þær eru ekki orðnar raunverulegur valkostur fyrir flest, þá er óábyrgt að þrengja að þeim samgöngum sem fólk treystir á í dag. Það er einfaldlega ekki raunhæft að draga hratt og harkalega úr bílastæðum eða þrengja að akstursleiðum þegar almenningssamgöngur standa ekki undir því hlutverki sem þeim er ætlað. Slíkar aðgerðir skapa ekki sjálfbæra borg heldur skapa þær vantraust og ósanngjarnt álag á fjölskyldur, eldra fólk og fólk sem býr lengra frá miðborginni. Við í Framsókn höfum talað fyrir því að gera hlutina í réttri röð. Að tryggja valfrelsi í samgöngum, bjóða raunverulega valkosti og undirbúa borgina fyrir framtíðina en án þess að fórna lífsgæðum í dag. Þetta á við víðar en bara um samgöngur. Hvort sem það snýst um húsnæðismál, leikskóla eða þjónustu við eldri borgara, þá verðum við að spyrja okkur: Er þetta framkvæmanlegt í dag? Er þetta í takt við þarfir borgarbúa? Er þetta fjármagnað á ábyrgan hátt og raunhæft? Framtíðin kallar á hugmyndaflug en rekstur borgarinnar kallar á ábyrgð og raunsæi. Ég vil búa í borg sem horfir til framtíðar en líka borg sem stendur með fólki í dag. Þar sem metnaður og mannvit haldast í hendur. Höfundur er formaður Framsóknar í Reykjavík og varaborgarfulltrúi.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun