Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir og Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifa 18. júní 2025 19:31 Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Embætti landlæknis Matur Heilsa Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í byrjun árs 2025 sögðust um 40% fullorðinna borða ávexti daglega eða oftar og hækkaði hlutfallið síðan í 52% og 58% í mars og apríl. Sama þróun sást í hlutfalli þeirra sem borðuðu grænmeti daglega eða oftar en hlutfallið var 59% og 55% í janúar og febrúar og hækkaði í 60% og 66% í mars og apríl. Embætti landlæknis gaf út nýjar ráðleggingar um mataræði um miðjan mars síðastliðinn og í kjölfarið var sett af stað herferð á samfélagsmiðlum með jákvæðum skilaboðum um heilsusamlegt mataræði. Ekki var hægt að greina sambærilega jákvæða þróun í neyslu á ávöxtum og grænmeti fyrstu fjóra mánuði ársins 2024 þegar engin herferð var í gangi. Í byrjun mars, áður en herferðin hófst, kannaði Gallup fyrir embætti landlæknis þekkingu almennings á ráðleggingunum um mataræði. Þá sögðust 60% þekkja til ráðlegginganna að einhverju eða miklu leyti. Í lok maí var þetta hlutfall komið í 71%. Þessi vitundaraukning er afar ánægjuleg og er mikilvægt að viðhalda. Þekkingin þarf einnig að vera til staðar meðal hagaðila í samfélaginu, s.s. í skólum, á vinnustöðum, í sveitarfélögum, hjá matvælaframleiðendum og í heilbrigðiskerfinu. Í ráðleggingunum eru gefin 10 meginskilaboð en í einu þeirra er ráðlagt að borða grænmeti, ávexti og ber, helst í öllum máltíðum og sem millibita. Mælt er með því að borða að minnsta kosti fimm skammta á dag og helst meira (allt að átta skömmtum). Að minnsta kosti helmingurinn ætti að vera grænmeti. Best er að velja ólíkar tegundir af grænmeti og ávöxtum til að tryggja fjölbreytni og með þessu minnkum við líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameinum og sykursýki af tegund 2 ásamt því að tryggja líkamanum mikilvæg næringarefni eins og trefjar, C-vítamín, E-vítamín, K-vítamín, fólat, betakarótín og kalíum. Ákveðnar grænmetistegundir eins og dökkgrænt grænmeti veita ýmis steinefni eins og járn, sink, kalk og magnesíum. Í meira en áratug hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) mælt með inngripum á vegum stjórnvalda sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að minnki áhættu á langvinnum sjúkdómunum. Ekki hefur gengið nógu vel að draga úr þessum helstu áhættuþáttum og því var nýlega birt samantekt á þeim inngripum sem þykja bera skjótan árangur. Þegar mataræði er annars vegar beinast þessi inngrip að því að hafa áhrif á hegðun neytenda. Inngripin eru valin út frá vísindalegum grunni og getu þeirra til að sýna árangur á fremur stuttum tíma. Tvær aðgerðir í tengslum við mataræði sýndu skjótan árangur, annars vegar að merkja matvæli á þann hátt að auðvelt sé að átta sig á hvort um hollari valkost sé að ræða eins og gert er með Skráargatinu hérlendis og á hinum Norðurlöndunum og hins vegar fræðsluherferðir um hollt mataræði. Dánartíðni vegna langvinnra sjúkdóma (non-communicable diseases), þar á meðal hjarta- og æðasjúkdóma, krabbameina, sykursýki af tegund 2 og langvinnra öndunarfæra sjúkdóma, er bæði há á Íslandi og á heimsvísu og veldur miklu álagi á heilbrigðiskerfi, efnahagslíf og samfélög. Helstu áhættuþættir þessara sjúkdóma eru notkun tóbaks- og áfengis, slæm andleg heilsa, óhollar fæðuvenjur og skortur á hreyfingu. Hægt er að kynna sér nánar helstu þætti sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan á vef embættis landlæknis. Það er von okkar að þessi jákvæða vitundavakning um mataræði haldi áfram að aukast í þágu allra landsmanna, jafnt fyrir börn, ungmenni og fullorðna. Höfundar eru verkefnisstjórar næringar hjá embætti landlæknis.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun