Vill ekki í stríð en segir klerkastjórnina ekki mega eignast kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 18. júní 2025 22:01 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og nokkrir leikmenn Juventus í Hvíta húsinu í kvöld. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann ætlaði að gera árásir á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Hann sagðist ekki vilja í stríð við Íran en sagði að þegar valið stæði milli þess að berjast eða leyfa klerkastjórninni í Íran að eignast kjarnorkuvopn yrði maður „að gera það sem maður þarf að gera“. „Kannski þurfum við ekki að berjast,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gaf hann til kynna að enn væri hægt að semja um kjarnorkuáætlun Íran. Tók vel í áætlanir fyrir árásir Áður en Ísraelar hófu árásir sínar á aðfaranótt síðasta föstudags, hafði Trump beðið Netanjahú um að bíða og leyfa viðræðum að halda áfram. Í aðdraganda árásanna hafði tónninn í Trump breyst nokkuð og virtist hann orðinn svartsýnn á að samkomulag næðist. Trump sagði ráðgjöfum sínum í gærkvöldi (þriðjudag), samkvæmt Wall Street Journal, að honum litist vel á þær áætlanir sem hann hefði séð fyrir mögulegar árásir á Íran. Hann vildi þó bíða og gefa viðræðum áfram séns. Undanfarna daga hefur Trump farið stóran í ummælum sínum um mögulegar árásir á Íran. Fyrr í dag sagðist Trump mögulega ætla sér að gera árásir á landið en kannski ekki. Sjá einnig: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Nú í kvöld gekk hann svo lengra. Á blaðamannafundi, með leikmönnum Juventus, sagði hann að „allt gæti gerst“ þegar hann var spurður út í það hvort klerkastjórnin í Íran gæti fallið. Trump gaf einnig til kynna á blaðamannafundinum að afstaða hans hefði breyst eftir árásir Ísraela. Þær hefðu farið vel af stað fyrir þá og breytt stöðunni töluvert. Hann sagðist þó ekki hafa tekið lokaákvörðun um það hvort hann ætlaði að láta gera árásir á Íran. Hann hefði ákveðnar hugmyndir en vildi bíða með ákvörðun vegna þess hve hratt hlutirnir breyttust. Þá sagði Trump að klerkastjórnin í Íran mætti ekki eignast kjarnorkuvopn. Það ógnaði heiminum öllum og gæti ekki gerst, hvort sem það þyrfti að berjast til að koma í veg fyrir það eða ekki. Trump on Iran strikes: "You may have to fight. And maybe it'll end. And maybe it'll end very quickly." pic.twitter.com/mz5zIOoLfC— Aaron Rupar (@atrupar) June 18, 2025 Gætu smíðað sprengju á nokkrum mánuðum Trump hefur lengi talað fyrir því að Íran megi ekki eignast kjarnorkuvopn en hann hefur lagt mikla áherslu á að reyna að gera nýtt samkomulag við klerkastjórnina um kjarnorkuáætlun ríkisins. Sú viðleitni hefur ekki gengið eftir. Samhliða því hefur ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lagt kapp á að reyna að stöðva þessa áætlun með árásum og koma þannig í veg fyrir að Íranar kom upp kjarnorkuvopnum. Ísraelskir erindrekar kynntu Bandaríkjamenn í síðustu viku fyrir upplýsingum um að Íranar væru að vinna rannsóknarvinnu sem hægt væri að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars væru þeir að þróa sérstaka sprengju sem notuð yrði sem hvelletta í kjarnorkusprengju. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að Bandaríkjamenn hafi ekki heimildir fyrir því að ráðamenn í Íran hafi tekið ákvörðun um að smíða kjarnorkuvopn. Séu Íranar að vinna að þróun kjarnorkuvopna og undirbúningsvinnu fyrir mögulega smíði kjarnorkusprengju, má færa rök fyrir því að það skipti Ísraela ekki máli hvort lokaákvörðun um smíði sprengju hafi verið tekin eða ekki. Undirbúningsvinnan er sú sama hvort sem ákvörðun hafi veri tekin eða ekki. Þegar búið er að vinna undirbúningsvinnuna myndi styttri tími líða frá því að ákvörðunin yrði tekin og að fyrsta sprengjan yrði smíðuð. Fyrir liggur að Íranar hafa auðgað úran mun meira en þeir þurfa til að byggja kjarnorkuver. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar eru sammála um að Íranar hafi færst nær því að geta smíðað kjarnorkusprengju. Bandaríkjamenn áætla að Íranar gætu auðgað úran í nægjanlegu magni fyrir kjarnorkuvopn á einni til tveimur vikum og að þeir gætu byggt frumstæða kjarnorkusprengju á nokkrum mánuðum. Einn heimildarmaður WSJ segir útlit fyrir að Íranar séu í raun búnir að eignast allt sem þeir þurfi til að smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna. Ísraelar eru taldir hafa valdið töluverðum skaða á kjarnorkuáætlun Írana en að minnsta kosti ein rannsóknarstöð hefur ekki orðið fyrir árásum enn. Til þess að granda henni þyrftu Ísraelar að fá aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Ísraelar hafa einnig gefið sterklega til kynna, og jafnvel sagt það berum orðum, að þeir vilji fella klerkastjórnina í Íran. Íranar í slæmri stöðu Útlit er fyrir að Íranar séu í slæmri stöðu. Eldflaugaárásum þeirra á Ísrael hefur fækkað og þær orðnar umfangsminni. Ísraelar segjast með yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmark eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Hér að neðan má sjá myndband sem Íranar birtu í kvöld af nýjasta eldflaugaskoti þeirra að Ísrael. Fjölmiðlar í Ísrael segja að þær hafi allar verið skotnar niður. Footage of Iranian missiles being launched toward Israel. It is not happening right now. pic.twitter.com/ncNZAFYEOH— Clash Report (@clashreport) June 18, 2025 Vopna- og vígahópar sem klerkastjórnin hefur varið gífurlegu púðri í að byggja upp í Líbanon, Jemen, Írak og annarsstaðar hafa margir orðið fyrir umfangsmiklum höggum á undanförnum árum. Það á sérstaklega við Hezbollah í Líbanon, sem átti að vera eitt helsta mótvægisafl klerkastjórnarinnar gegn Ísrael. Máttur Hezbollah þykir ekki mikill þessa dagana, eftir mikil átök við Ísraela í fyrra en þá felldu Ísraelar hundruð vígamanna samtakanna, þar á meðal flesta leiðtoga þeirra, og örkumluðu þúsundir vígamanna með því að sprengja upp símboða sem vígamennirnir notuðu til að taka við skipunum frá leiðtogum samtakanna. Frá því þessi nýjustu átök hófust á föstudaginn hefur eldflaugum og drónum nánast eingöngu verið skotið að Ísrael frá Íran. Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, gaf þó út í dag að Íranar myndu aldrei gefast upp. Klerkastjórnin hefur einnig hótað því að bregðast við mögulegum árásum Bandaríkjamanna með árásum á bandarísk skotmörk í Mið-Austurlöndum. Þar á meðal eru herstöðvar og sendiráð, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn hafa í dag unnið að því að flytja óþarfa starfsfólk og fjölskyldumeðlimi starfsfólk frá svæðinu. Vangaveltur og ummæli Trumps um mögulegar árásir á Íran hafa vakið deilur innan MAGA-hreyfingar hans vestanhafs. Margir af hans dyggustu og áhrifamestu stuðningsmönnum hafa lýst yfir andstöðu við árásir á Íran og aðkomu Bandaríkjanna að öðrum átökum í Mið-Austurlöndum. Í þessum hópi eru menn eins og Tucker Carlson fyrrverandi sjónvarpsmaður, Marjorie Taylor Greene þingkona, Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafi Trumps og Charlie Kirk áhrifavaldur. Bannon og Kirk hafa þó báðir sagt að taki Trump þá ákvörðun að ráðast á Íran, muni þeir styðja hann. Á hinum vængnum eru miklir stuðningsmenn Ísrael sem vilja gera árásir á Íran. Í þessum hópi er fólk eins og Lindsey Graham öldungadeildarþingmaður og Laura Loomer samsæringur og áhrifavaldur. JD Vance, varaforseti, hefur einnig gefið til kynna að hann sé hlynntur mögulegum árásum. Sjálfur hefur Trump ítrekað talað fyrir því að hann vilji ekki taka þátt í stríðum eða átökum. Hann samþykkti þó í fyrra að gera árásir á Húta í Jemen. Eins og áður segir hefur Trump þó einnig lengi talað fyrir því að ekki megi leyfa Írönum að eignast kjarnorkuvopn. Bandaríkin Donald Trump Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira
„Kannski þurfum við ekki að berjast,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Gaf hann til kynna að enn væri hægt að semja um kjarnorkuáætlun Íran. Tók vel í áætlanir fyrir árásir Áður en Ísraelar hófu árásir sínar á aðfaranótt síðasta föstudags, hafði Trump beðið Netanjahú um að bíða og leyfa viðræðum að halda áfram. Í aðdraganda árásanna hafði tónninn í Trump breyst nokkuð og virtist hann orðinn svartsýnn á að samkomulag næðist. Trump sagði ráðgjöfum sínum í gærkvöldi (þriðjudag), samkvæmt Wall Street Journal, að honum litist vel á þær áætlanir sem hann hefði séð fyrir mögulegar árásir á Íran. Hann vildi þó bíða og gefa viðræðum áfram séns. Undanfarna daga hefur Trump farið stóran í ummælum sínum um mögulegar árásir á Íran. Fyrr í dag sagðist Trump mögulega ætla sér að gera árásir á landið en kannski ekki. Sjá einnig: „Kannski geri ég það, kannski geri ég það ekki“ Nú í kvöld gekk hann svo lengra. Á blaðamannafundi, með leikmönnum Juventus, sagði hann að „allt gæti gerst“ þegar hann var spurður út í það hvort klerkastjórnin í Íran gæti fallið. Trump gaf einnig til kynna á blaðamannafundinum að afstaða hans hefði breyst eftir árásir Ísraela. Þær hefðu farið vel af stað fyrir þá og breytt stöðunni töluvert. Hann sagðist þó ekki hafa tekið lokaákvörðun um það hvort hann ætlaði að láta gera árásir á Íran. Hann hefði ákveðnar hugmyndir en vildi bíða með ákvörðun vegna þess hve hratt hlutirnir breyttust. Þá sagði Trump að klerkastjórnin í Íran mætti ekki eignast kjarnorkuvopn. Það ógnaði heiminum öllum og gæti ekki gerst, hvort sem það þyrfti að berjast til að koma í veg fyrir það eða ekki. Trump on Iran strikes: "You may have to fight. And maybe it'll end. And maybe it'll end very quickly." pic.twitter.com/mz5zIOoLfC— Aaron Rupar (@atrupar) June 18, 2025 Gætu smíðað sprengju á nokkrum mánuðum Trump hefur lengi talað fyrir því að Íran megi ekki eignast kjarnorkuvopn en hann hefur lagt mikla áherslu á að reyna að gera nýtt samkomulag við klerkastjórnina um kjarnorkuáætlun ríkisins. Sú viðleitni hefur ekki gengið eftir. Samhliða því hefur ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, lagt kapp á að reyna að stöðva þessa áætlun með árásum og koma þannig í veg fyrir að Íranar kom upp kjarnorkuvopnum. Ísraelskir erindrekar kynntu Bandaríkjamenn í síðustu viku fyrir upplýsingum um að Íranar væru að vinna rannsóknarvinnu sem hægt væri að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna. Meðal annars væru þeir að þróa sérstaka sprengju sem notuð yrði sem hvelletta í kjarnorkusprengju. Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum sínum að Bandaríkjamenn hafi ekki heimildir fyrir því að ráðamenn í Íran hafi tekið ákvörðun um að smíða kjarnorkuvopn. Séu Íranar að vinna að þróun kjarnorkuvopna og undirbúningsvinnu fyrir mögulega smíði kjarnorkusprengju, má færa rök fyrir því að það skipti Ísraela ekki máli hvort lokaákvörðun um smíði sprengju hafi verið tekin eða ekki. Undirbúningsvinnan er sú sama hvort sem ákvörðun hafi veri tekin eða ekki. Þegar búið er að vinna undirbúningsvinnuna myndi styttri tími líða frá því að ákvörðunin yrði tekin og að fyrsta sprengjan yrði smíðuð. Fyrir liggur að Íranar hafa auðgað úran mun meira en þeir þurfa til að byggja kjarnorkuver. Bæði Bandaríkjamenn og Ísraelar eru sammála um að Íranar hafi færst nær því að geta smíðað kjarnorkusprengju. Bandaríkjamenn áætla að Íranar gætu auðgað úran í nægjanlegu magni fyrir kjarnorkuvopn á einni til tveimur vikum og að þeir gætu byggt frumstæða kjarnorkusprengju á nokkrum mánuðum. Einn heimildarmaður WSJ segir útlit fyrir að Íranar séu í raun búnir að eignast allt sem þeir þurfi til að smíða fyrstu kjarnorkusprengjuna. Ísraelar eru taldir hafa valdið töluverðum skaða á kjarnorkuáætlun Írana en að minnsta kosti ein rannsóknarstöð hefur ekki orðið fyrir árásum enn. Til þess að granda henni þyrftu Ísraelar að fá aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Ísraelar hafa einnig gefið sterklega til kynna, og jafnvel sagt það berum orðum, að þeir vilji fella klerkastjórnina í Íran. Íranar í slæmri stöðu Útlit er fyrir að Íranar séu í slæmri stöðu. Eldflaugaárásum þeirra á Ísrael hefur fækkað og þær orðnar umfangsminni. Ísraelar segjast með yfirráð í háloftunum yfir Íran og er útlit fyrir að loftvarnir Írana hafi að mestu verið brotnar á bak aftur. Það felur í raun í sér að ísraelskir flugmenn geta flogið þotum sínum og drónum, svo gott sem óáreittir, yfir landinu og varpað sprengjum á skotmark eftir hentisemi. Margar árásir hafa beinst að eldflaugum og skotpöllum í Íran. Hér að neðan má sjá myndband sem Íranar birtu í kvöld af nýjasta eldflaugaskoti þeirra að Ísrael. Fjölmiðlar í Ísrael segja að þær hafi allar verið skotnar niður. Footage of Iranian missiles being launched toward Israel. It is not happening right now. pic.twitter.com/ncNZAFYEOH— Clash Report (@clashreport) June 18, 2025 Vopna- og vígahópar sem klerkastjórnin hefur varið gífurlegu púðri í að byggja upp í Líbanon, Jemen, Írak og annarsstaðar hafa margir orðið fyrir umfangsmiklum höggum á undanförnum árum. Það á sérstaklega við Hezbollah í Líbanon, sem átti að vera eitt helsta mótvægisafl klerkastjórnarinnar gegn Ísrael. Máttur Hezbollah þykir ekki mikill þessa dagana, eftir mikil átök við Ísraela í fyrra en þá felldu Ísraelar hundruð vígamanna samtakanna, þar á meðal flesta leiðtoga þeirra, og örkumluðu þúsundir vígamanna með því að sprengja upp símboða sem vígamennirnir notuðu til að taka við skipunum frá leiðtogum samtakanna. Frá því þessi nýjustu átök hófust á föstudaginn hefur eldflaugum og drónum nánast eingöngu verið skotið að Ísrael frá Íran. Ali Khamenei, æðstiklerkur Íran, gaf þó út í dag að Íranar myndu aldrei gefast upp. Klerkastjórnin hefur einnig hótað því að bregðast við mögulegum árásum Bandaríkjamanna með árásum á bandarísk skotmörk í Mið-Austurlöndum. Þar á meðal eru herstöðvar og sendiráð, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkjamenn hafa í dag unnið að því að flytja óþarfa starfsfólk og fjölskyldumeðlimi starfsfólk frá svæðinu. Vangaveltur og ummæli Trumps um mögulegar árásir á Íran hafa vakið deilur innan MAGA-hreyfingar hans vestanhafs. Margir af hans dyggustu og áhrifamestu stuðningsmönnum hafa lýst yfir andstöðu við árásir á Íran og aðkomu Bandaríkjanna að öðrum átökum í Mið-Austurlöndum. Í þessum hópi eru menn eins og Tucker Carlson fyrrverandi sjónvarpsmaður, Marjorie Taylor Greene þingkona, Steve Bannon fyrrverandi ráðgjafi Trumps og Charlie Kirk áhrifavaldur. Bannon og Kirk hafa þó báðir sagt að taki Trump þá ákvörðun að ráðast á Íran, muni þeir styðja hann. Á hinum vængnum eru miklir stuðningsmenn Ísrael sem vilja gera árásir á Íran. Í þessum hópi er fólk eins og Lindsey Graham öldungadeildarþingmaður og Laura Loomer samsæringur og áhrifavaldur. JD Vance, varaforseti, hefur einnig gefið til kynna að hann sé hlynntur mögulegum árásum. Sjálfur hefur Trump ítrekað talað fyrir því að hann vilji ekki taka þátt í stríðum eða átökum. Hann samþykkti þó í fyrra að gera árásir á Húta í Jemen. Eins og áður segir hefur Trump þó einnig lengi talað fyrir því að ekki megi leyfa Írönum að eignast kjarnorkuvopn.
Bandaríkin Donald Trump Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Innlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira