„Er allt komið í hund og kött?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júní 2025 11:26 Þingflokkur Framsóknar leggst gegn frumvarpi húsnæðismálaráðherra um gæludýrahald í fjöleignarhúsum. Vilhelm/Anton Brink Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. „Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“ Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
„Er allt að fara í hund og kött?“ byrjar Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins Facebook færslu þar sem hann gagnrýnir frumvarpið harðlega. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðisráðherra til breytinga á lögum um fjöleignarhús felur meðal annars í sér að hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi sé ekki háð samþykki annarra eigenda. Reglur sem húsfélag setur um hunda- og kattahald hafi því takmörkuð áhrif. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir formaður velferðarnefndar sagði í Reykjavík síðdegis í lok síðasta mánaðar að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis gerir ráð fyrir þinglokum fyrir mánaðamót. Réttur til heilsusamlegs umhverfis framar rétti til dýrahalds Sigurður vekur athygli á því að íbúi geti krafist undanþágu frá slíkum reglum og húsfélagið hafi takmarkað svigrúm til að hafna því . „Þetta er í raun skerðing á réttindum þeirra sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum geta ekki búið í fjölbýli þar sem dýrahald er leyft. Það á við um fólk með ofnæmi, kvíða, fötlun eða þá sem líður einfaldlega illa með slíkt í nærumhverfi sínu. Heimilið á að vera griðastaður fólks. Staður þar sem það býr við frið, öryggi og velferð. Fjölbýli er samfélag fólks sem deilir sameign og ábyrgð. Samþykktir húsfélaga eru grundvöllur þess að slíkt samfélag virki,“ segir í færslu Sigurðar. Hann segir rétt einstaklings til að halda gæludýr ekki mega ganga framar rétti annarra til að búa við heilsusamlegt og öruggt umhverfi. „Með frumvarpinu er valdið fært frá heildinni til einstaklingsins, og það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir aðra íbúa. Núgildandi lög hafa í mörgum tilvikum reynst vel og veitt nauðsynlegt jafnvægi milli ólíkra þarfa íbúa í fjölbýli. Því er engin ástæða til að kollvarpa því samkomulagi með þeim hætti sem lagt er til í frumvarpinu.“ Hann segir allan þingflokk Framsóknar leggjast gegn frumvarpinu. Þá gagnrýnir hann undirbúning málsins og segir hann hafa verið rýran. „Samráð við hagsmunaaðila er afar takmarkað og fagleg vinnubrögð virðast víkja fyrir hraða og þrýstingi. Því miður er þetta ekki einsdæmi – þetta er hluti af stærra mynstri þar sem „verkstjórnin“ í ríkisstjórninni afgreiðir flókin og viðkvæm mál með lágmarks umræðu og samráði.“
Gæludýr Alþingi Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira