Hörður Svavarsson er látinn Árni Sæberg skrifar 20. júní 2025 16:25 Hörður Svavarsson er látinn, 65 ára að aldri. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri Aðalþings, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 19. júní síðastliðinn eftir skamma sjúkrahúslegu, 65 ára að aldri. Þetta segir í dánartilkynningu sem send er fyrir hönd aðstandenda Harðar. Hörður fæddist 15. janúar 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Svavar Gests hljóðfæraleikari og María Steingrímsdóttir húsmóðir. Hörður ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði á þriðja áratug með konu sinni Díönu Sigurðardóttur. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Eddu Min, en einnig á Hörður dótturina Maríu Eldey. Þá ólst upp hjá Herði sonur Díönu, Pétur Ágúst Hjörleifsson, en einnig á Hörður uppeldisdótturina Margréti Heiði Jóhannsdóttur. Systkini Harðar eru þau Hjördís, Gunnar, Máni og Nökkvi og Bryndís sem er látin. Hörður gekk í Ísaksskóla, síðar í Hlíðaskóla, en lauk námi við Fósturskóla Íslands. Hörður lauk síðar meistaranámi frá Háskóla Íslands í menntavísindum, en lokaverkefni hans var um rými barna í leikskólum. Fjölmargir, á alþjóðavísu, sóttust eftir umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar „Börnin í veggjunum“. Hörður starfaði um árabil í leikskólum í Reykjavík en hóf síðar útgáfustarf á tímaritinu Uppeldi auk smárita um uppeldismál og starfaði við það fram yfir aldamótin. Þá hóf Hörður störf sem meðferðar- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ m.a. á Staðarfelli á Fellsströnd. Hörður hóf störf sem leikskólastjóri í Aðalþingi í Kópavogi fyrir nær 15 árum en leikskólinn Aðalþing er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, oftast kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Hörður hefur haldið víða erindi og fyrirlestra, hérlendis sem erlendis, á ráðstefnum um hugmyndafræðina. Þá hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin 2021, Orðsporið 2022 og nýlega hlaut Aðalþing veglegan styrk til að þróa nýtt innra matskerfi sem nýtir gervigreind. Allt þetta var hugarfóstur Harðar í leik og starfi. Hörður var lengi vel formaður Íslenskrar ættleiðingar svo og formaður fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði. Þá sat hann í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar svo og í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, var virkur félagi í FÁR, félagi Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum innan samfélags leikskólakennara. Andlát Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira
Þetta segir í dánartilkynningu sem send er fyrir hönd aðstandenda Harðar. Hörður fæddist 15. janúar 1960 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Svavar Gests hljóðfæraleikari og María Steingrímsdóttir húsmóðir. Hörður ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Hafnarfirði á þriðja áratug með konu sinni Díönu Sigurðardóttur. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Eddu Min, en einnig á Hörður dótturina Maríu Eldey. Þá ólst upp hjá Herði sonur Díönu, Pétur Ágúst Hjörleifsson, en einnig á Hörður uppeldisdótturina Margréti Heiði Jóhannsdóttur. Systkini Harðar eru þau Hjördís, Gunnar, Máni og Nökkvi og Bryndís sem er látin. Hörður gekk í Ísaksskóla, síðar í Hlíðaskóla, en lauk námi við Fósturskóla Íslands. Hörður lauk síðar meistaranámi frá Háskóla Íslands í menntavísindum, en lokaverkefni hans var um rými barna í leikskólum. Fjölmargir, á alþjóðavísu, sóttust eftir umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar „Börnin í veggjunum“. Hörður starfaði um árabil í leikskólum í Reykjavík en hóf síðar útgáfustarf á tímaritinu Uppeldi auk smárita um uppeldismál og starfaði við það fram yfir aldamótin. Þá hóf Hörður störf sem meðferðar- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ m.a. á Staðarfelli á Fellsströnd. Hörður hóf störf sem leikskólastjóri í Aðalþingi í Kópavogi fyrir nær 15 árum en leikskólinn Aðalþing er rekinn í anda hugmyndafræði Loris Malaguzzi, oftast kennd við bæinn Reggio Emilia á Ítalíu. Hörður hefur haldið víða erindi og fyrirlestra, hérlendis sem erlendis, á ráðstefnum um hugmyndafræðina. Þá hlaut Aðalþing Íslensku menntaverðlaunin 2021, Orðsporið 2022 og nýlega hlaut Aðalþing veglegan styrk til að þróa nýtt innra matskerfi sem nýtir gervigreind. Allt þetta var hugarfóstur Harðar í leik og starfi. Hörður var lengi vel formaður Íslenskrar ættleiðingar svo og formaður fimleikafélagsins Bjarkar í Hafnarfirði. Þá sat hann í forvarnarnefnd Hafnarfjarðar svo og í Fræðsluráði Hafnarfjarðar, var virkur félagi í FÁR, félagi Áfengis- og vímuefnaráðgjafa, auk þess að taka þátt í ýmsum öðrum félagsstörfum innan samfélags leikskólakennara.
Andlát Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Sjá meira