Segir komu írsku lögreglunnar marka tímamót í leitinni að Jóni Þresti Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júní 2025 20:56 Davíð Karl vill ekki vera með getgátur um kenningar sem fram hafa komið í máli bróður hans Jóns Þrastar Jónssonar. Hann segir skýrslutökur lögreglu sem framundan eru marka tímamót í málinu. Vísir/Ívar Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Bróðir Jóns Þrastar segir skýrslutökurnar marka tímamót í málinu. Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“ Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019 og hefur mál hans verið til rannsóknar síðan þá. Í apríl framkvæmdi írska lögreglan leit í almenningsgarði í írsku höfuðborginni á grundvelli ábendinga. Sú leit bar engan árangur en í kjölfarið hefur írska lögreglan tekið málið fastari tökum en áður. Í frétt The Irish Times sem birtist í gær var sagt frá þeirri kenningu að Jón Þröstur hafi verið myrtur fyrir mistök af leigumorðingja sem ráðinn hafði verið til að myrða annan Íslending sem staddur var í borginni á sama tíma. Bróðir Jóns Þrastar segir lögregluna halda spilunum þétt að sér en samkvæmt lögreglu er upplýsinga að vænta eftir helgi. „Ég er ekki fær um að rýna í getgátur í raun og veru en það er eitthvað sem ég vil klárlega að sé skoðað. Þær upplýsingar sem við höfum fengið eru keimlíkar því sem þið vitið og kannski aðeins meira til,“ sagði Davíð Karl Wiium í samtali við fréttastofu. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessar kenningar. Í næstu viku eru væntanlegir hingað til lands írskir lögreglumenn sem taka munu skýrslu af þrjátíu og fimm aðilum í tengslum við málið. Skýrslutökurnar munu fara fram undir forræði og stjórn íslensku lögreglunnar. Davíð segir afar jákvætt að sjá írsku lögregluna taka þetta skref sem marki tímamót í málinu. Hann segir síðustu sex árin hafa verið erfiðan tíma en að fjölskyldan hafi farið áfram á hnefanum. „Þetta er búið að vera algjör rússíbani og við höfum gengið í gegnum allan skalann af tilfinningum í raun. Við vorum öll alveg búin á því eftir að við komum heim eftir heimsóknina [til Dublin] í mars. Stundum langar manni helst að moka þessu undir teppi og halda bara áfram.“ Þá vill Davíð ítreka beiðni lögreglunnar frá því í gær um upplýsingar frá almenningi. „Ég vona einnig að þeir Íslendingar og þeir sem gætu haft einhverjar upplýsingar um málið verði við beiðni lögreglunnar samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu í gær og sendi inn ef þeir hafa einhverja vitneskju sem kunni að skipta máli.“
Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Írland Erlend sakamál Tengdar fréttir Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þeir sem sendu ábendingarnar verði að stíga fram Írskur blaðamaður telur lögreglu ætla að halda áfram að leita að Jóni Þresti Jónssyni, þrátt fyrir að eftirgrennslan hafi enn ekki borið árangur, eftir að nafnlausar ábendingar bárust um hugsanleg afdrif hans. Þeir sem sendu vísbendingarnar verði að stíga fram svo Jón Þröstur finnist. 18. febrúar 2024 22:55