„Við lifum ekki á friðartímum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. júní 2025 13:27 Þórdísi Kolbrúnu líst ekki á gang málanna í Mið-Austurlöndunum. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. „Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan: Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Auðvitað líst manni ekkert á stöðuna eins og hún er. Þetta er allt það nýskeð að maður reynir að lesa eins og maður getur,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, í Sprengisandi í dag. Þar ræddi hún við Kristján Kristjánsson, stjórnanda Sprengisands, nýjustu vendingar eftir að Bandaríkin tóku þátt í árásum Ísraela á Íran. Föstudaginn 13. júní hófu Ísraelar árásir á Íran og hafa ríkin skotið hvort á annað síðan þá. Það var síðan á laugardagskvöld sem Bandaríkjamenn tóku þátt í átökunum með árásum hersins á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Írans. Þórdís Kolbrún segir viðbrögð embættismanna Bandaríkjanna afar mismunandi. Demókratar séu almennt óánægðir með að þingið hafði ekkert að segja um árásirnar. „Ég held að allir séu sammála um að það megi ekki leyfa því að gerast að Íran þrói kjarnorkuvopn af illum hug og sem brot á alþjóðasamningum.“ Hún segir þessa ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vera einn eina vísbendinguna um hraðvaxandi stigmögnun í heiminum. „Þetta eru ekki diplómatísku leiðirnar sem eru alltaf betri en hinar.“ Mikilvægt að vera í góðu sambandi við bandamenn Þórdís Kolbrún kallar eftir nánara samstarfi með öðrum Evrópuríkjum en það megi samt sem áður ekki vera á kostnað sambands Íslands við Bandaríkin. „Þetta segir okkur að við verðum að taka þessu alvarlega, vinna okkar heimavinnu og vera í góðu og þéttu sambandi við alla okkar bandamenn. Hvort sem það eru Bandaríkin og Kanada, Evrópusambandsríki og ríki í Evrópu sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir hún. „Það fer auðvitað eftir því, hvað ætla Bandaríkin að gera? Auðvitað hefur maður áhyggjur af því hvernig menn talar þar.“ Það varði hagsmuni Íslands að vera með sterkt samstarf við aðrar þjóðir og byggja samskiptin á diplómatískum leiðum. „Við erum litlir leikendur í þróun alþjóðamála, um það eru allir sammála. En það breytir ekki því að við erum ónæm fyrir því sem gerist. Við auðvitað njótum þess að vera landfræðilega staðsett sem við erum, það hefur ekki breyst. Við lifum ekki á friðartímum og þá eðli máli samkvæmt þýðir það að við munum þurfa að gera hluti sem við höfum ekki þurft að gera í mjög langan tíma.“ Farið var yfir víðan völl í Sprengisandi en viðtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:
Utanríkismál Íran Bandaríkin Sprengisandur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira