Trump hellir sér yfir flokksbróður sinn: „MAGA ætti að losa sig við þennan aumkunarverða aumingja“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 21:24 Segja má að þá greini á í utanríkismálunum. AP/Carlos Barria Donald Trump Bandaríkjanna hefur brugðist ókvæða við gagnrýni flokksbróður síns og birt langan pistil á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sparar ekki stóru orðin. Hann kallar hann aumingja, latan, athyglissjúkan og afkastalítinn meðal annarra níðyrða. Þann sautjánda júní síðastliðinn lagði Thomas Massie, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, fram þingsályktunartillögu í slagtogi við Ro Khanna, fulltrúa Demókrataflokksins frá Kaliforníu, þess efnis að Bandaríkin tækju ekki beinan þátt í átökum Ísraels og Írans. Thomas Massie er öldungadeildarfulltrúi Repúblikanaflokksins frá Kentucky-ríki.EPA/Win McNamee Thomas Massie gagnrýndi loftárásir Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði í Íran harkalega á samfélagsmiðlum í dag og sagði þær brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þetta er góð vika fyrir nýíhaldsmenn [hugmyndafræðilegur armur innan Repúblikanaflokksins sem þykir aðhyllast herskáa og afskiptasama utanríkisstefnu] og hergagnaiðnaðinn sem vilja alltaf stríð,“ sagði hann í viðtali við bandaríska miðilinn CBS í dag. „Léttvigtarþingmaðurinn“ Thomas Massie Bandaríkjaforseta þótti auðsýnilega ekki mikið koma til þessa ummæla fulltrúans frá Kentucky-ríki. „Thomas Massie öldungadeildarþingmaður er ekki MAGA-maður, þó svo að hann sé gjarn á að kalla sig það. Raunar vill MAGA-hreyfingin sem minnst af honum vita, þekkir hann ekki og ber enga virðingu fyrir honum. Hann er neikvætt afl sem greiðir alltaf atkvæði „Á MÓTI,“ sama hve gott málið kann að vera. Hann er einfaldur „athyglissjúklingur“ sem álítur það góða pólitík að Íranar búi yfir háþróuðu kjarnavopni á sama tíma og þeir öskra „NIÐUR MEÐ AMERÍKU“ við hvert tækifæri,“ sagði Trump í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sjá einnig: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Hann sagði loftárás gærkvöldsins hafa gengið vonum framar. Bandaríkjunum hefði tekist að hrifsa kjarnorkuvopn beinlínis úr greipum Írana sem hefðu fullan hug á að beita því. Íranar hefðu myrt og limlest þúsundir Bandaríkjamanna. Hann kvað „léttvigtarþingmanninn“ Massie vera auman og áhrifalausan. Latur, athyglissjúkur, afkastalítill, aumkunarverður og svo framvegis Bandaríkjaforseti lét þó ekki þar við sitja heldur sagði Massie líka sýna Bandaríkjaher vanvirðingu með framferði sínu og ummælum. „Hann sýnir hinum mikla her okkar vanvirðingu, og öllu því sem hann stendur fyrir, með því að viðurkenna ekki snilligáfu hans og hugrekki í árás gærkvöldsins sem var algjör og fullkominn sigur. Massie ætti að hætta þessu leikriti sínu og læra að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, en hann veit ekki hvernig hann á að fara að því. Hann hefur ekki hugmynd,“ skrifaði Trump. „MAGA-hreyfingin ætti að losa sig við þennan aumkunarverða AUMINGJA, Tom Massie, líkt og um pestina væri að ræða,“ skrifaði hann svo. Trump hét því þá að finna góðan föðurlandsvin til að mæta Massie í næsta prófkjöri og að hann myndi persónulega leggja sitt af mörkum til að tryggja það að Massie missti sætið sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. „MAGA snýst ekki um lata, athyglissjúka, afkastalitla stjórnmálamenn sem Thomas Massie er svo sannarlega dæmi um,“ sagði Bandaríkjaforseti. Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þann sautjánda júní síðastliðinn lagði Thomas Massie, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, fram þingsályktunartillögu í slagtogi við Ro Khanna, fulltrúa Demókrataflokksins frá Kaliforníu, þess efnis að Bandaríkin tækju ekki beinan þátt í átökum Ísraels og Írans. Thomas Massie er öldungadeildarfulltrúi Repúblikanaflokksins frá Kentucky-ríki.EPA/Win McNamee Thomas Massie gagnrýndi loftárásir Bandaríkjanna á kjarnorkuinnviði í Íran harkalega á samfélagsmiðlum í dag og sagði þær brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. „Þetta er góð vika fyrir nýíhaldsmenn [hugmyndafræðilegur armur innan Repúblikanaflokksins sem þykir aðhyllast herskáa og afskiptasama utanríkisstefnu] og hergagnaiðnaðinn sem vilja alltaf stríð,“ sagði hann í viðtali við bandaríska miðilinn CBS í dag. „Léttvigtarþingmaðurinn“ Thomas Massie Bandaríkjaforseta þótti auðsýnilega ekki mikið koma til þessa ummæla fulltrúans frá Kentucky-ríki. „Thomas Massie öldungadeildarþingmaður er ekki MAGA-maður, þó svo að hann sé gjarn á að kalla sig það. Raunar vill MAGA-hreyfingin sem minnst af honum vita, þekkir hann ekki og ber enga virðingu fyrir honum. Hann er neikvætt afl sem greiðir alltaf atkvæði „Á MÓTI,“ sama hve gott málið kann að vera. Hann er einfaldur „athyglissjúklingur“ sem álítur það góða pólitík að Íranar búi yfir háþróuðu kjarnavopni á sama tíma og þeir öskra „NIÐUR MEÐ AMERÍKU“ við hvert tækifæri,“ sagði Trump í langri færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Sjá einnig: „Íran, yfirgangsseggur Miðausturlandanna, verður að boða til friðar“ Hann sagði loftárás gærkvöldsins hafa gengið vonum framar. Bandaríkjunum hefði tekist að hrifsa kjarnorkuvopn beinlínis úr greipum Írana sem hefðu fullan hug á að beita því. Íranar hefðu myrt og limlest þúsundir Bandaríkjamanna. Hann kvað „léttvigtarþingmanninn“ Massie vera auman og áhrifalausan. Latur, athyglissjúkur, afkastalítill, aumkunarverður og svo framvegis Bandaríkjaforseti lét þó ekki þar við sitja heldur sagði Massie líka sýna Bandaríkjaher vanvirðingu með framferði sínu og ummælum. „Hann sýnir hinum mikla her okkar vanvirðingu, og öllu því sem hann stendur fyrir, með því að viðurkenna ekki snilligáfu hans og hugrekki í árás gærkvöldsins sem var algjör og fullkominn sigur. Massie ætti að hætta þessu leikriti sínu og læra að setja Bandaríkin í fyrsta sæti, en hann veit ekki hvernig hann á að fara að því. Hann hefur ekki hugmynd,“ skrifaði Trump. „MAGA-hreyfingin ætti að losa sig við þennan aumkunarverða AUMINGJA, Tom Massie, líkt og um pestina væri að ræða,“ skrifaði hann svo. Trump hét því þá að finna góðan föðurlandsvin til að mæta Massie í næsta prófkjöri og að hann myndi persónulega leggja sitt af mörkum til að tryggja það að Massie missti sætið sitt í öldungadeild Bandaríkjaþings. „MAGA snýst ekki um lata, athyglissjúka, afkastalitla stjórnmálamenn sem Thomas Massie er svo sannarlega dæmi um,“ sagði Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin Íran Hernaður Donald Trump Tengdar fréttir Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24 Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26 Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13 „Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Kjarnavopnvædd klerkastjórn sé ógn við Norðurlönd Utanríkisráðherra segir lykilatriði að halda uppi þrýstingi á klerkastjórnina í Íran að hún hörfi frá því að auðga úran til framleiðslu kjarnavopna. Hún segir hættu steðja að Norðurlöndum og Vestur-Evrópu komi Íranar sér upp slíku vopni en undirstrikar mikilvægi þess að gleyma ekki Úkraínu í látunum. 22. júní 2025 20:24
Vaktin: Bandaríkin gera árásir á Íran Bandaríkjaher gerði árásir á þrjár kjarnorkurannsóknarstöðvar Íran í gærkvöldi. Rúm vika er síðan Ísraelsher hóf umfangsmiklar loftárásir á Íran og síðan hafa herir landanna beggja hafa gert loftárásir á víxl. 22. júní 2025 09:26
Tíu Íslendingar í Íran og fjórir í Ísrael Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um tíu íslenska ríkisborgara í Íran og fjóra í Ísrael. Báðum hópum hafa verið sendar upplýsingar um opin landamæri og venjuleg farþegaflug frá bæði Jórdaníu og Egyptalandi. 22. júní 2025 15:13
„Við lifum ekki á friðartímum“ Fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki lítast á nýjustu vendingar eftir árásir Bandaríkjamanna á Íran. Hún kallar eftir enn sterkara sambandi við bandamenn Íslands, þar á meðal Bandaríkin. 22. júní 2025 13:27