Átak til að stytta biðlista barna eftir sérfræðiaðstoð Helga Þórðardóttir skrifar 23. júní 2025 12:31 Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt að mikilvægum baráttumálum Flokks fólksins í borgarstjórn er í höfn eftir að samþykkt var að fjölga stöðugildum sérfræðinga hjá skólaþjónustu Reykjavíkur. Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að stytta bið barna eftir faglegri aðstoð sérfræðinga. Bið barna eftir nauðsynlegri sérfræðiþjónustu getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar. Ef ekki er gripið snemma inn í ýmis vandamál getur það haft víðtæk og neikvæð áhrif á líðan og námsframvindu barna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú er byrjað að vinna eftir áætlun um að stytta bið eftir aðstoð sálfræðinga og talmeinafræðinga. Á sameiginlegum fundi velferðarráðs og skóla-og frístundaráðs hinn 18.júní var samþykkt tillaga um að fjölga stöðugildum sálfræðinga. Mikilvæg fjölgun sérfræðinga Tillagan felur í sér að fjögur ný stöðugildi verða til í skóla- og frístundaþjónustu. Um er að ræða a.m.k. fjögur stöðugildi talmeinafræðinga og eitt stöðugildi sérfræðings. Þörfin mikil, sérstaklega í tengslum við málþroskavanda sem oft liggur að baki öðrum greiningum. Fjölgað verði um fjögur stöðugildi sálfræðinga til að styrkja snemmtæka íhlutun, svara ákalli heilbrigðisgeirans eftir frumgreiningum og auka viðveru í skólum. Tveir sérfræðingar hefji störf þegar frá hausti 2025. Fræðsla fyrir foreldra og kennara verður styrkt með reglubundnum, stuttum og aðgengilegum námskeiðum sem Keðjan mun hafa milligöng um, t.d. um uppeldistækni, málþroska og líðan. Námskeiðin hefjast strax í haust. Ein af mörgum úrbótatillögum Flokkur fólksins er nú loks að uppskera eins og hann hefur sáð í þessum efnum og fagnar því að þessi áætlun er loksins komin til framkvæmda. Sérfæðingum verður fjölgað og viðvera þeirra í skólum aukin. Það er brýnt að byggja upp samfellda og aðgengilega þjónustu þar sem snemmtækri íhlutun og stuðningi er beitt í samræmi við markmið Betri borgar fyrir börn og farsældarlögin. Efling þessarar þjónustu var eitt af megin áherslum Flokks fólksins í samstarfssáttmála við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn. Þessi tillaga er ein af mörgum sem ætlað er að bæta þjónustu við börn og barnafjölskyldur. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar