Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 12:55 Kristinn Kristinsson er eigandi efnalaugarinnar Bjargar á Háaleitisbraut. Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar. Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið. Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira
Eldur kviknaði í efnalauginni Björg aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt slökkviliði var mikill eldur á vettvangi sem olli miklu tjóni. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang og tók um tvær klukkustundir að slökkva eldinn og tryggja vettvang. Lögregla hefur nú málið til rannsóknar. Kristinn Kristinsson, eigandi efnalaugarinnar Bjargar, segir mörg verkefni framundan hjá starfsfólkinu. Hann hafði unnið að því að bjarga því sem hægt væri að bjarga alla helgina og heldur það starf áfram næstu daga. Flíkurnar sem voru óskemmdar voru sendar til efnalaugarinnar Bjargar í Mjódd sem vinnur að því að hreinsa þær aftur. Frændfólk Kristins sér um starfsemi Bjargar í Mjódd og segist Kristinn afar þakklátur þeim fyrir aðstoðina. Hann tekur fram fyrstu viðskiptavinir hans hafi tekið við endurhreinsuðum fatnaði í hádeginu á mánudag. „Það er ekki tímabært að fara hafa samband við alla,“ segir Kristinn. Hann telur að fyrst þurfi að klára taka allt út úr byggingunni en svo hefur hann samband við eigendur þvottsins sem eyðilagðist. Ekki sami þvottur Í gærkvöldi kviknaði einnig í þvottahúsi Fannar en um mun minni eldsvoða var að ræða. Kristinn segir það hafa verið erfitt að frétta af málinu. „Það var mjög erfitt að lesa fréttirnar í morgun,“ segir hann. Rúv og mbl greina frá að sami þvottur hafi bæði verið í Efnalaug Bjargar er kviknaði í og þvottahúsi Fannar. Kristinn segir það ekki rétt að um sama þvott hafi verið að ræða. Hins vegar hafi verið nýr þvottur á vegum efnalaugarinnar í húsi Fannar sem hafði verið sóttur fyrr um daginn. Að sögn Kristins var þvottur hans einungis í húsnæði Fannar en sé allur hólpinn að hans bestu vitund. Hann sé afar þakklátur eigendum þvottahússins Fannar sem hafi verið fullir vilja til að aðstoða hann eftir eldsvoðann. Brúður í kjólaleit Sigga H. Pálsdóttir, starfsmaður Pink Iceland sem sér um skipulagningu brúðkaupa, leitaði meðal annars að kjól fyrir bandaríska brúður sem hyggst gifta sig hérlendis á fimmtudag. Að sögn Siggu hafi starfsfólk efnalaugarinnar leitað hátt og lágt af kjólnum sem reyndist ekki nothæfur. Hún vildi einnig taka fram að tvenn jakkaföt fyrir brúðkaup sem var um síðustu helgi hafi einnig verið í efnalauginni er kviknaði í. Þau reyndust vera óskemmd og gátu brúðgumarnir notað þau í brúðkaupið.
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri fréttir Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Sjá meira