Vilja bjóða út eftirlit en meirihlutanum líst ekkert á það Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 15:48 Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir eru hluti af borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu eftirfarandi ályktunartillögu fram á fundi borgarstjórnar í dag: „Borgarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera viðeigandi breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og eftir atvikum öðru regluverki sem snýr að heilbrigðiseftirliti, svo sveitarfélögum gefist kostur að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit.“ Eftir nokkuð miklar umræðum um ályktunartillöguna var hún felld með atkvæðum meirihlutans. Sjálfstæðismenn greiddu eins og gefur að skilja atkvæði með eigin tillögu en aðrir sátu hjá. Kaldar kveðjur „Veitingamönnum voru sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum í dag. Borgarstjóri greip til varna fyrir kerfi sem augljóslega er laskað og hefur reynst veitingamönnum fjötur um fót um árabil. Meðal meirihlutaflokkanna virtist lítill vilji til að einfalda kerfið, bæta þjónustuna og opna möguleika á útvistun heilbrigðiseftirlits. Það eru veruleg vonbrigði,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í samtali við Vísi. Í greinargerð með ályktunartillögunni segir að að undanförnu hafi töluvert verið fjallað um samskipti veitingamanna við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Allar beri frásagnirnar að sama brunni; leiðbeiningar séu veittar treglega, biðtími eftir leyfum sé langur, svartími fyrirspurna óreglulegur og þjónustan óvinveitt. Heilbrigðiseftirlitið gangi hart fram gagnvart umsækjendum og beiti matskenndum túlkunum á regluverki. Allt leiði það af sér gríðarlegar tafir við opnun veitingahúsa með tilheyrandi kostnaði og óvissu. „Segja veitingamenn samskiptin við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óvinveittari og ósveigjanlegri en samskiptin við heilbrigðiseftirlit annarra sveitarfélaga.“ Eftirlitið væri háð afköstum Sjálfstæðismenn telji útvistun heilbrigðiseftirlits geta haft margvíslega kosti í för með sér. Líkur bendi til þess að skilvirkni og málshraði myndi aukast við útvistun eftirlitsins. Einkaaðilar starfi á markaði og séu að fullu háðir árangri í störfum, ólíkt stofnunum sem njóta opinberra fjárveitinga án tillits til afkasta. Auk þess geti útvistun falið í sér hagræði í opinberum rekstri, en ekki síst hagræði fyrir þá sem eiga í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Með bættri þjónustu, auknum málshraða og meiri skilvirkni megi draga verulega úr þeim kostnaði sem óhjákvæmilega fellur til við hvers kyns tafir sem heilbrigðiseftirlit veldur við opnun veitingastarfsemi og annarrar eftirlitsskyldrar starfsemi í Reykjavík. Ekki ósvipað bifreiðaeftirliti „Við gætum tekið bifreiðaeftirlit sem dæmi en frá því framkvæmd eftirlits með bifreiðum var útvistað hafa afköst aukist og þjónusta batnað. Einkaaðilar hafa skýra hvata til að vanda sig, þeir keppast almennt við að bjóða þjónstu á hagkvæman hátt og hafa hag af því að einfalda ferla og innleiða nýja tækni. Jákvæðar reynslusögur af útvistun eftirlits eru víða í íslensku samfélagi, enda felast mörg tækifæri í því að leysa krafta einkaframtaksins úr læðingi,“ segir Hildur. Nauðsynlegt sé að treyst fólki til þess að gera hluti vel og þar séu veitingamenn engin undantekning, þegar þeir opna veitingastaði sína. „Við eigum að treysta einkaaðilum til að sinna eftirliti af metnaði og nákvæmni. En því miður fór lítið fyrir traustinu í sal borgarstjórnar í dag, stjórnlyndið var allsráðandi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu eftirfarandi ályktunartillögu fram á fundi borgarstjórnar í dag: „Borgarstjórn skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera viðeigandi breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og eftir atvikum öðru regluverki sem snýr að heilbrigðiseftirliti, svo sveitarfélögum gefist kostur að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit.“ Eftir nokkuð miklar umræðum um ályktunartillöguna var hún felld með atkvæðum meirihlutans. Sjálfstæðismenn greiddu eins og gefur að skilja atkvæði með eigin tillögu en aðrir sátu hjá. Kaldar kveðjur „Veitingamönnum voru sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum í dag. Borgarstjóri greip til varna fyrir kerfi sem augljóslega er laskað og hefur reynst veitingamönnum fjötur um fót um árabil. Meðal meirihlutaflokkanna virtist lítill vilji til að einfalda kerfið, bæta þjónustuna og opna möguleika á útvistun heilbrigðiseftirlits. Það eru veruleg vonbrigði,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í samtali við Vísi. Í greinargerð með ályktunartillögunni segir að að undanförnu hafi töluvert verið fjallað um samskipti veitingamanna við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Allar beri frásagnirnar að sama brunni; leiðbeiningar séu veittar treglega, biðtími eftir leyfum sé langur, svartími fyrirspurna óreglulegur og þjónustan óvinveitt. Heilbrigðiseftirlitið gangi hart fram gagnvart umsækjendum og beiti matskenndum túlkunum á regluverki. Allt leiði það af sér gríðarlegar tafir við opnun veitingahúsa með tilheyrandi kostnaði og óvissu. „Segja veitingamenn samskiptin við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óvinveittari og ósveigjanlegri en samskiptin við heilbrigðiseftirlit annarra sveitarfélaga.“ Eftirlitið væri háð afköstum Sjálfstæðismenn telji útvistun heilbrigðiseftirlits geta haft margvíslega kosti í för með sér. Líkur bendi til þess að skilvirkni og málshraði myndi aukast við útvistun eftirlitsins. Einkaaðilar starfi á markaði og séu að fullu háðir árangri í störfum, ólíkt stofnunum sem njóta opinberra fjárveitinga án tillits til afkasta. Auk þess geti útvistun falið í sér hagræði í opinberum rekstri, en ekki síst hagræði fyrir þá sem eiga í samskiptum við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Með bættri þjónustu, auknum málshraða og meiri skilvirkni megi draga verulega úr þeim kostnaði sem óhjákvæmilega fellur til við hvers kyns tafir sem heilbrigðiseftirlit veldur við opnun veitingastarfsemi og annarrar eftirlitsskyldrar starfsemi í Reykjavík. Ekki ósvipað bifreiðaeftirliti „Við gætum tekið bifreiðaeftirlit sem dæmi en frá því framkvæmd eftirlits með bifreiðum var útvistað hafa afköst aukist og þjónusta batnað. Einkaaðilar hafa skýra hvata til að vanda sig, þeir keppast almennt við að bjóða þjónstu á hagkvæman hátt og hafa hag af því að einfalda ferla og innleiða nýja tækni. Jákvæðar reynslusögur af útvistun eftirlits eru víða í íslensku samfélagi, enda felast mörg tækifæri í því að leysa krafta einkaframtaksins úr læðingi,“ segir Hildur. Nauðsynlegt sé að treyst fólki til þess að gera hluti vel og þar séu veitingamenn engin undantekning, þegar þeir opna veitingastaði sína. „Við eigum að treysta einkaaðilum til að sinna eftirliti af metnaði og nákvæmni. En því miður fór lítið fyrir traustinu í sal borgarstjórnar í dag, stjórnlyndið var allsráðandi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Heilbrigðiseftirlit Stjórnsýsla Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira