Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júní 2025 14:00 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Vísir/Samsett Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar. Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, vísar brigslum um óhóflega áhættutöku á bug og segir kjölfestufjárfestingu lífeyrissjóðsins í fyrsta útboði á hlutum í Play í apríl 2021 samræmast fjárfestingarstefnu sjóðsins fullkomlega. Fyrsta hlutafjárútboð flugfélagsins verðandi var haldið í apríl 2021 líkt og fyrr segir og voru þá hlutir seldir fyrir upphæð sem nemur á sjötta milljarð. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti þá í Play fyrir um milljarð króna en Ólafur segir að það hafi verið gert á því skilyrði að Play yrði skráð á hlutabréfamarkað sem var gert það sumar. Eftir 4,6 milljarða hlutaaukningu flugfélagsins í apríl ársins 2023 varð Birta lífeyrissjóður stærsti einstaki hluthafinn með 9,49 prósent. Í dag nemur hlutur lífeyrissjóðsins í Play 10,35 prósentum eftir hlutafjáraukningar haustið 2022 og vorið í fyrra sem námu um 300 milljónum og 450 milljónum í þeirri röð. Í ársskýrslu Birtu frá mars síðastliðnum kemur fram að kostnaðarverð eignarhlutar sjóðsins í Play væri metið á 1.710.984 króna eða rúmlega 1,7 milljarð. Virði hlutarins miðað við þáverandi gengi sem nam 0,77 krónum á hlut nam tæplega 196 milljónum króna. Bjóða eina krónu á hlut Nú hafa Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Play, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Play, tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé flugfélagsins. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Yfirtökuhópurinn mun gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geta annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. „Ef við myndum taka tilboðinu værum við að innleysa hressilegt tap,“ segir Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Hann vísar þó ásökunum um óhóflega áhættusækni með fé lífeyrissjóðsins til föðurhúsanna. „Þetta er í samræmi við okkar hugmyndafræði. Upphaflega fjárfestingin hefur ekki náð 0,5 prósent af hlutabréfasafninu. Við vorum með einhverja 18 milljarða í Marel sem er stórt og öflugt fyrirtæki og sveiflaðist mikið. Það var yfirlýst þegar við fórum inn í fyrsta skipti að fyrirtækið yrði skráð og það var skilyrði fyrir fjárfestingunni að það yrði skráð. Við vissum allan tímann að þetta yrði skráð og það var töluverð eftirspurn þegar fyrsta útboðið fór fram. Við vorum með hlutfallslega mjög lítið undir í þessu miðað við það sem þá var 650 milljarða eignasafn. Við höfum alltaf sagt að það er tvennt ólíkt að taka 10 prósenta hlutdeild í fyrirtæki ef við berum það saman við 0,2 prósent af eignasafni,“ segir Ólafur. Fjölbreytt eignasafn Ólafur segir lífeyrissjóðinn reyna að hafa fjölbreytt eignasafn af ólíkum rekstarformum og misáhættusömum. „Það eru hughrif hjá mörgum að þetta hafi verið rosalega stór fjárfesting af því að við erum tíu prósent eigandi en eignin sem hlutfall af heildareignum Birtu er alls ekki mikil áhættusækni. Þetta var alls ekki, að okkar mati, óhófleg áhættutaka og var fullkomlega í samræmi við eignasafn þar sem við erum að reyna að blanda saman öflugum, stöndugum rekstrarfyrirtækjum og í einhverjum mæli að reyna að næla okkur í fyrirtæki sem eru að vaxa hratt,“ segir hann. Hann segir lífeyrissjóðinn hafa jafnframt horft til þess að Play gæti orðið gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem myndi fjölga ferðamönnum á landinu. Enda var ferðaþjónustan í algjörum lamasessi á þeim tíma vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Gárungarnir hafi velt því fyrir sér hvort hann myndi nokkurn tímann náð sér aftur. „Svo er öllum frjálst að hafa skoðun á því hvort þetta teljist vera of mikil áhætta. En sem hlutfall af heildareignum er þetta varla framlag til aukinnar áhættu. 1,7 milljarður er auðvitað mikill peningur en af sjö hundruð milljörðum?“ spyr Ólafur sig. Play Lífeyrissjóðir Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu, vísar brigslum um óhóflega áhættutöku á bug og segir kjölfestufjárfestingu lífeyrissjóðsins í fyrsta útboði á hlutum í Play í apríl 2021 samræmast fjárfestingarstefnu sjóðsins fullkomlega. Fyrsta hlutafjárútboð flugfélagsins verðandi var haldið í apríl 2021 líkt og fyrr segir og voru þá hlutir seldir fyrir upphæð sem nemur á sjötta milljarð. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti þá í Play fyrir um milljarð króna en Ólafur segir að það hafi verið gert á því skilyrði að Play yrði skráð á hlutabréfamarkað sem var gert það sumar. Eftir 4,6 milljarða hlutaaukningu flugfélagsins í apríl ársins 2023 varð Birta lífeyrissjóður stærsti einstaki hluthafinn með 9,49 prósent. Í dag nemur hlutur lífeyrissjóðsins í Play 10,35 prósentum eftir hlutafjáraukningar haustið 2022 og vorið í fyrra sem námu um 300 milljónum og 450 milljónum í þeirri röð. Í ársskýrslu Birtu frá mars síðastliðnum kemur fram að kostnaðarverð eignarhlutar sjóðsins í Play væri metið á 1.710.984 króna eða rúmlega 1,7 milljarð. Virði hlutarins miðað við þáverandi gengi sem nam 0,77 krónum á hlut nam tæplega 196 milljónum króna. Bjóða eina krónu á hlut Nú hafa Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Play, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Play, tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé flugfélagsins. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Yfirtökuhópurinn mun gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geta annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. „Ef við myndum taka tilboðinu værum við að innleysa hressilegt tap,“ segir Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Hann vísar þó ásökunum um óhóflega áhættusækni með fé lífeyrissjóðsins til föðurhúsanna. „Þetta er í samræmi við okkar hugmyndafræði. Upphaflega fjárfestingin hefur ekki náð 0,5 prósent af hlutabréfasafninu. Við vorum með einhverja 18 milljarða í Marel sem er stórt og öflugt fyrirtæki og sveiflaðist mikið. Það var yfirlýst þegar við fórum inn í fyrsta skipti að fyrirtækið yrði skráð og það var skilyrði fyrir fjárfestingunni að það yrði skráð. Við vissum allan tímann að þetta yrði skráð og það var töluverð eftirspurn þegar fyrsta útboðið fór fram. Við vorum með hlutfallslega mjög lítið undir í þessu miðað við það sem þá var 650 milljarða eignasafn. Við höfum alltaf sagt að það er tvennt ólíkt að taka 10 prósenta hlutdeild í fyrirtæki ef við berum það saman við 0,2 prósent af eignasafni,“ segir Ólafur. Fjölbreytt eignasafn Ólafur segir lífeyrissjóðinn reyna að hafa fjölbreytt eignasafn af ólíkum rekstarformum og misáhættusömum. „Það eru hughrif hjá mörgum að þetta hafi verið rosalega stór fjárfesting af því að við erum tíu prósent eigandi en eignin sem hlutfall af heildareignum Birtu er alls ekki mikil áhættusækni. Þetta var alls ekki, að okkar mati, óhófleg áhættutaka og var fullkomlega í samræmi við eignasafn þar sem við erum að reyna að blanda saman öflugum, stöndugum rekstrarfyrirtækjum og í einhverjum mæli að reyna að næla okkur í fyrirtæki sem eru að vaxa hratt,“ segir hann. Hann segir lífeyrissjóðinn hafa jafnframt horft til þess að Play gæti orðið gjaldeyrisskapandi fyrirtæki sem myndi fjölga ferðamönnum á landinu. Enda var ferðaþjónustan í algjörum lamasessi á þeim tíma vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Gárungarnir hafi velt því fyrir sér hvort hann myndi nokkurn tímann náð sér aftur. „Svo er öllum frjálst að hafa skoðun á því hvort þetta teljist vera of mikil áhætta. En sem hlutfall af heildareignum er þetta varla framlag til aukinnar áhættu. 1,7 milljarður er auðvitað mikill peningur en af sjö hundruð milljörðum?“ spyr Ólafur sig.
Play Lífeyrissjóðir Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira