Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Agnar Már Másson skrifar 25. júní 2025 16:28 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning. Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, hafnaði tillögu NATO um að framlög aðildarríkja til varnarmála yrðu hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu og sagðist vilja sveigjanlegri formúlu. Slík markmið væru ekki aðeins ósanngjörn heldur hefðu einnig þveröfug áhrif. Trump ósáttur Spánverjar voru eina landið sem vildi ekki uppfylla fimm prósenta markmiðið sem Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, hafði lagt til. Þeir vilja frekar verja 2,1 prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Sanhcéz hafði hrósað sigri eftir að hafa hafnað kröfunni og sagðist hafa sparað þjóð sinni fúlgu fjár. „Ef við hefðum samþykkt fimm prósentin, þá hefðum við þurft að ráðstafa auka 300 milljörðum evra í varnarmál fyrir 2038,“ hefur El País eftir Sánchez, sem bætti við að það fæli í sér niðurskurð í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu. Trump er vægast sagt ósáttur. „Spánn, þetta er hræðilegt það sem þeir hafa gert,“ svaraði Bandaríkjaforseti þegar spænskur blaðamaður spurði hann um viðbrögð við afstöðu Spánverja. Trump benti á að efnahagskerfi Spánar væri gott en að það gæti auðveldlega farið á hliðina ef „eitthvað slæmt gerðist“. Hann hélt áfram: „Veistu hvað við ætlum að gera? Við erum að semja við Spánverja um viðskiptasamning, við ætlum að lát þá borga tvöfalt meira,“ sagði hann þá. „Og mér er í alvörunni alvara um þetta.“ Trump sagðist ætla að semja beint við Spán, ætli jafnvel að gera það sjálfur. „Þeir munu borga meiri pening svona,“ sagði forsetinn og skipaði svo blaðamanninum að segja Spánverjum að leggja eins mikið til og hin NATO-ríkin. Getur hann hækkað tolla? Sem fyrr segir gefur í skyn að Spánn muni borga í formi hærri tolla á spænskar vörur sem spænsk fyrirtæki selja til Bandaríkjanna. En það er hægra sagt en gert fyrir Trump að leggja tolla á Spán einan, að því er danska ríkisútvarpið greinir frá. Þegar Bandaríkin hafa lagt tolla á vörur frá Evrópu síðustu mánuði hafa þeir tollar verið lagðir á vörur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Bandaríkin hafa enga sérstaka bandaríska tolla á spænskar vörur eins og er. Bandaríkin gætu þó lagt sérstaka tolla á vörur sem aðeins Spánn selur til Bandaríkjanna, til dæmis sérstaka skinku sem aðeins er framleidd á Spáni. Það verður aftur á móti erfitt að leggja tolla á vörur framleiddar bæði á Spáni og annars staðar, eins og bíla sem framleiddir eru á Spáni, þar sem Bandaríkin myndu þá þurfa að leggja tolla á allt ESB, og þá er hætta á því að ESB svari með tollum á bandarískar vörur eins og við sáum í síðustu viðureign tollastríðsins. Trump hafði þegar frestað tollahækkunum á Evrópusambandið til 9. júlí til þess að rýmka fyrir umræðu um nýjan fríverslunarsamning.
Spánn Donald Trump NATO Skattar og tollar Öryggis- og varnarmál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira