Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 13:46 Mads Mikkelsen (t.h.) var með meme af JD Vance (t.v.) í símanum sínum þegar starfsmenn landamæraeftirlitsins stöðvuðu hann. Mynd af viðarpípu hafi þó verið það sem kom Mads í koll. Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum. Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Tolla- og landamæraeftirlitsins (CBP) á X (áður Twitter) þar sem stofnunin bregst við fréttaflutningi Daily Mail af málinu. „Staðreyndatékk: RANGT. Mads Mikkelsen var ekki meinuð innganga vegna nokkurra meme-a eða af pólitískum ástæðum, það var vegna fíkniefnanotkunar sem hann gekkst við,“ sagði í færslunni. Fact Check: FALSE Mads Mikkelsen was not denied entry for any memes or political reasons, it was for his admitted drug use. pic.twitter.com/is9eGqILUq— CBP (@CBP) June 24, 2025 Stofnunin er ekki að vísa í danska leikarann Mads Mikkelsen heldur norskan nafna hans, 21 árs gamla ferðamanninn Mads, sem var meinuð innganga til Bandaríkjanna á Newark Liberty-alþjóðaflugvelli þann 11. júní síðastliðinn. Norski fjölmiðillinn Nordlys fjallaði um málið í vikunni og fékk það síðan mikla umfjöllun í norskum, breskum og bandarískum miðlum. Mikkelsen sagði pólitískar skoðanir sínar og grínmynd af varaforsetanum JD Vance hafa verið þess valdandi að honum var ekki hleypt inn í landið. Sköllóttur varaforseti og viðarpípa Umfjöllun Nordlys bar fyrirsögnina „Tvær myndir eyðilögðu draumafrí Mads“ en þar sagði Mikkelsen að starfsmenn landamæraeftirlitsins hefðu hótað að sekta hann um fimm þúsund Bandaríkjadali (600 þúsund í íslenskum krónum) eða senda hann í fimm ára fangelsi ef hann gæfi ekki upp lykilorðið að símanum sínum. Mads segist hafa á endanum samþykkt að hleypa þeim inn í símann og þeir fundið tvær myndir. Á annarri myndinni var búið að eiga við brjóstmynd af JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, þannig hann væri bæði sköllóttur og feitur. Grínmyndir af afskræmdum Vance fóru í dreifingu í mars eftir hitafund bandarískra ráðamanna með Selenskí Úkraínuforseta. Hin myndin var að sögn Mikkelsen af viðarpípu sem hann hafði búið til einhverjum árum fyrr. Hann hafi í kjölfarið varið spurður „spurninga um eiturlyfjasmygl, hryðjuverkaáform og öfgahægristefnu“ og síðan verið látinn gefa þeim blóðprufu. Mikkelsen játaði við starfsmennina að hafa reykt kannabis í tvö skipti, annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Nýju-Mexíkó. Þar sem neysla kannabis er lögleg á báðum stöðum taldi Mikkelsen að reykingarnar kæmu málinu ekki við. Nú virðist sem þessar játningar hans hafi komið honum í koll. Ekki liggur þó fyrir af hverju Mikkelsen var tekinn sérstaklega fyrir. Frá því Donald Trump tók við sem forseti hefur borið á fréttum af harðara landamæraeftirliti og fleiri fréttum af fólki sem er snúið við á landamærunum.
Bandaríkin Noregur Landamæri Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira