Í vörn gegn sjálfum sér? Ólafur Stephensen skrifar 26. júní 2025 14:32 Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Matvælaframleiðsla Verslun Atvinnurekendur Búvörusamningar Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Innlendar kjötafurðastöðvar og tengd fyrirtæki hrepptu vel rúmlega meirihluta heimilda til að flytja inn tollfrjálst nauta-, svína- og alifuglakjöt frá ríkjum Evrópusambandsins, samkvæmt niðurstöðum tollkvótaútboðs sem atvinnuvegaráðuneytið birti fyrr í vikunni. Tollkvótinn fyrir þessar kjöttegundir, samkvæmt tvíhliða samningi Íslands og ESB, er samtals 1.226 tonn á seinni helmingi ársins. Fengu afurðastöðvar og tengd fyrirtæki úthlutað tæplega 745 tonna kvóta, eða 60,8%. Afurðastöðvarnar hafa bætt duglega við sig á fimm árum, en árið 2021 komu 28,73% tollkvóta fyrir þessar kjöttegundir frá ESB í hlut þeirra. Kaupfélagið drjúgt í kindakjötsinnflutningi Um fjögur fyrirtæki er að ræða. Háihólmi ehf. er að nafninu til í eigu innkaupastjóra Esju-Gæðafæðis, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. LL42 er systurfélag Stjörnugríss. Mata er systurfélag Matfugls og Síldar og fisks (Ali). Eingöngu Sláturfélag Suðurlands býður í tollkvóta í eigin nafni. Í töflunni hér að neðan sést hversu mikinn tollkvóta hvert fyrirtæki fékk í útboðinu og hvað þau fengu mikið samtals. Útboð á tollkvótanum virkar þannig að fyrirtækin, sem hæst bjóða í kvótann, fá mest af honum. Útboðsgjaldið, þ.e. það sem fyrirtækin bjóða í kvótann, leggst svo við kostnaðarverð vörunnar. Í þessu útboði fengu afurðastöðvarnar rétt tæpan helming tollkvótans fyrir nautakjöt, næstum því allan svínakjötskvótann og tæpan helming, eða 46%, af samanlögðum tollkvóta fyrir alifuglakjöt. Í öllum tilvikum er um talsverða aukningu að ræða frá síðasta tollkvótaútboði, sem gilti fyrir fyrri helming ársins. Atvinnuvegaráðuneytið hefur einnig birt niðurstöður útboðs á tollkvóta samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Þar vekur athygli að Háihólmi, fyrirtækið sem tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, fær yfir 40% af 95 tonna nautakjötskvóta, tæpan fjórðung af 64 tonna svínakjötskvóta og rúman fjórðung, eða tæplega 93 tonn, af 345 tonna kvóta til að flytja inn kinda- og geitakjöt. Hlutdeild afurðastöðvanna tvöfaldast á fimm árum Ef horft er á árið 2025 í heild, er hlutdeild afurðastöðvanna í ESB-tollkvótanum 55,4%, eða tæplega 1.360 tonn af 2.452 tonna kvóta. Myndin að neðan sýnir hvernig hlutdeild innlendra afurðastöðva í ESB-tollkvótanum hefur þróazt frá 2021. Hún hefur á þeim tíma nærri tvöfaldazt. Þarf samkeppnisundanþágu til að verjast eigin innflutningi? Þegar Alþingi breytti búvörulögum í fyrravor var ein aðalröksemdin fyrir lagabreytingunni sú að afurðastöðvarnar þyrftu að geta varizt samkeppni frá kjötinnflutningi. Meirihluti atvinnuveganefndar, sem lagði fram hið gjörbreytta frumvarp sem veitti afurðastöðvunum miklu víðtækari undanþágur frá samkeppnislögum en lagt hafði verið upp með, vísaði í nefndaráliti sérstaklega til tollasamningsins við ESB, sem hefði leitt til aukins innflutnings á kjötvörum og væri eitt af því sem skapað hefði erfiða stöðu greinarinnar. Þegar þáverandi formaður atvinnuveganefndar, Þórarinn Ingi Pétursson, mælti fyrir nefndarálitinu, sagði hann: „Það hefur verið bent á það í þeim umsögnum sem ég minntist hér á áðan að svona samþjöppun, samruni og samstarf geti haft neikvæð áhrif á samkeppni og það gæti ég alveg tekið undir ef staðan væri sú að við værum ekki hér í massífum innflutningi á landbúnaðarafurðum sem innlendar landbúnaðarafurðir eru að keppa við.“ Við sama tón kvað hjá Trausta Hjálmarssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, þegar hann var spurður í viðtali hvort lagasetningin, sem heimilar afurðastöðvum að sameinast án atbeina Samkeppniseftirlitsins, gæti ekki leitt til einokunar. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna. Í ljósi talnanna hér að ofan eru þessar röksemdir auðvitað fáránlegar og hlægilegar. Afurðastöðvarnar eru sjálfar í hópi umsvifamestu kjötinnflytjenda landsins. Þurfa þær undanþágu frá samkeppnislögum til að geta varizt innflutningnum sem þær standa sjálfar í? Ógnar tollasamningurinn við ESB stöðu afurðastöðvanna þegar þær kaupa sjálfar meirihluta tollkvótans, sem samningurinn kveður á um, ár eftir ár? Svona vitleysu er ekki hægt að skálda. Afurðastöðvarnar hafa þvert á móti spilað á kerfi útboðs á tollkvóta, boðið hátt í kvótana til að sölsa þá undir sig, hækka verðið á innflutningi og hindra þannig samkeppni við sjálfar sig. Undanþágurnar verður að afnema Niðurstaða tollkvótaútboðsins er enn ein áminningin um hversu brýnt það er að Alþingi samþykki frumvarp atvinnuvegaráðherra um að afnema lagasetninguna frá í fyrra og þær alltof víðtæku undanþágur frá samkeppnislögum, sem hún veitti. Stjórnarandstaðan er í miklum ham gegn því máli og opinberar sig sem einarða gæzlumenn sérhagsmuna, á sama tíma og fyrirtæki í verzlun, Neytendasamtökin og launþegahreyfingin knýja á um afnám undanþáganna. Ábyrgð stjórnarmeirihlutans er mikil, að gefa samþykkt þess máls ekki eftir í samningum um þinglok. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun