Færeyingar í undanúrslitin á HM og gætu mætt Dönum í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:45 Óli Mittun hefur verið frábær á þessu heimsmeistaramóti og er bæði að skora og leggja upp mörk fyrir liðið. Getty/Andreas Gora Færeyska 21 árs landsliðið í handbolta er komið alla leið í undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta í Póllandi eftir sigur á Slóvenum í kvöld. Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24) Handbolti Færeyjar Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Færeyingar unnu tveggja marka sigur á Slóveníu, 35-33, í átta liða úrslitum í kvöld og tryggðu sér undanúrslitaleik á móti Portúgal. Vinni færeyska liðið þennan undanúrslitaleik þá gætum við fengið úrslitaleik á HM í ár á milli Danmerkur og Færeyjar. Danir komust í undanúrslit með 25-23 sigri á Norðmönnum. Færeyingar skildu Íslendinga eftir í riðlinum og unnu síðan Frakka á leið sinni í átta liða úrslitin. Frábær fyrri hálfleikur skilaði færeyska liðinu sex marka forystu í hálfleik, 19-13. Slóvenska liðið beit aðeins frá sér í seinni hálfleiknum og minnkuðu muninn í eitt mark undir blálokin. Færeyingar héldu hins vegar út og fögnuðu frábærum sigri. Þetta er þegar orðinn besti árangur færeyska 21 árs landsliðsins sem endaði í sjöunda sæti á síðasta HM sem var áður besta frammistaðan. Það er magnað að þessi litla þjóð sé að skila landsliði í leik um verðlaun á heimsmeistaramóti. Óli Mittún fór að venju fyrir færeyska liðinu en Isak Vedelsbol átti líka stórleik og skoraði tíu mörk. Mittún var með sex mörk og þrjár stoðsendingar en var í strangri gæslu hjá Slóvenum. Niklas Gaard var með fimm mörk og Högni Heinason skoraði fjögur mörk auk þess að gefa átta stoðsendingar. Svíar komust líka í undanúrslit eftir sex marka sigur á Þjóðverjum, 32-26, og Norðurlandaþjóðirnar verða því þrjár í undanúrslitunum í ár. Portúgal er eina þjóðin sem er ekki þaðan en Portúgalar slógu Egypta út úr átta liða úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Handballnews24 (@handballnews24)
Handbolti Færeyjar Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Handbolti Fleiri fréttir Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira